laugardagur, desember 30, 2006

Daníel á jólaballi

 

Ekkert smá gaman að vera á Íslandi og fara á jólaball. Posted by Picasa

fimmtudagur, desember 28, 2006

Gleðilega jólarest


Nú er pakkaflóðið búið og allir glaðir með sitt, þetta voru svakalega notaleg jól, auðvitað sá ég um matinn og allt það, nema Gulli minn sá um að gera dessertinn og hann ætlar líka að sjá um hann um áramótin, fínt að hafa einhvern svona í eldhúsinu með manni. Farið var í jólaboð á jóladag eins og venjulega og svo fórum við til Keflavíkur í ostaveislu á annan í jólum, svo hefur það bara verið vinna. En fjölskyldan ætlar svo að eyða áramótunum í Keflavik og sprengja sprengja bomm bomm..... jæja læt þetta nægja í bili, það eru komnar inn nýjar myndir frá jólum.

sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg jól


Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, takk fyrir það gamla.
Nú eru jólin að ganga í garð og ég hef alveg nóg að gera, reyndar er ég búin að öllu nema að elda matinn, maður hristir það að sjálfsögðu fram úr erminni eða þannig, en það eru sko engar breytingar á matseldinni, nema kannski á eftirréttinum en Gulli ætlar að gera hann. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta.
Nú er síðasti jólasveinninn á leiðinni í bæinn og vísa hans er svona.

Þrettándi var Kertasníkir,
- þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

Hann elti litlu börnin,
sem brostu, glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.

Kertasníkir er víst búinn að koma og honum leist ekkert á kertin, beit í þau og skildi þau svo eftir, þau eru víst ekki úr tólg þannig að það er ekkert varið í þau.

Bið að heilsa í bili.
Með jólakveðju Lauga

fimmtudagur, desember 21, 2006

Helgileikur


Nú er maður búinn að fara á 2 helgileiki (þann sama) hjá strákunum mínum, hjá Markúsi var leikritið bara inni í skólastofu og ekki var minn maður á því að fara í búning, nei nei best að vera bara í íþróttagallanum enda líka vitringur hahahaha, svo fórum við að horfa á Sturlaug og bekkinn hans, vá flottir búningar og leikmunir, mikið lagt upp úr þessu hjá þeim, Sturlaugur var sögumaður ásamt 2 bekkjarfélögum, þetta var svakalega flott.
Eins og sönnum foreldrum sæmir tókum við myndir af herlegheitunum og ef þið vilið skoða þær þá eru þær hérna til hliðar, "Nýr myndavefur" bara tví klikka.

mánudagur, desember 18, 2006

6 dagar til jóla


Þessi kall mætti víst í nótt og ég varð bara ekkert var við hann.
kannski var það vegna þess að ég svaf eins og steinn í nótt, búin að vera gera breytingar á eldhúsinu og reyna að vera myndarleg að baka smákökur, og svo ákvað ég að enda árið á því að brenna mig á vinstri hendi, hehehe, byrjaði árið á því að handleggsbrotna um úlnliðinn svo tók ég 9 mánuði í nýrnavesen, loksins útskrifuð frá því, svo lengi sem ég held mér við óhollustu og drekk áfengi þá er ég í góðum málum, ekkert grænmetis kjaftæði, svo er ég búin að vera nokkuð góð í nokkrar vikur og þá brenni ég mig. ÉG ER HANN þetta árið og enginn getur tekið það af mér.

fimmtudagur, desember 14, 2006

Vá þriðji dagurinn í röð.


Hélt að ég ætti mynd af þvörusleikir, en well þið fáið bara mynd af pottasleikir í staðinn, hann er líka alveg ágætur. Nú eru jólin alveg að fara bresta á, því er allt að gerast, búin að saga niður jólatré og nú bíðum við bara eftir þorlák svo við getum farið að skreyta.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Giljagaur kom til okkar í nótt


Stúfur karlinn er á leiðinni í bæinn og kannski kemur hann líka til okkar, það fer reyndar allt eftir drengjum hvernig það fer.
Stefnt er að því að skella sér á skauta eftir vinna á Ingólfstorgi, sniðugt hjá TM að leiga eitt stykki skautasvell í tilefni jólanna. Gaman gaman.

þriðjudagur, desember 12, 2006

12 dagar til jóla


Það eru einnig 12 ár síðan Sindri fæddist, tíminn líður alveg ótrúlega hratt, allt í einu sat ég og sá bara 12 fyrir mér, 12 des, 12 dagar til jóla og 12 ár, og ég hugsaði með mér hvað ég er rosalega rík, að eiga 3 stráka hjá mér og allir valda þeir mér armmæðu, er það ekki bara parturinn af lífinu, það væri nú ekki neitt fútt í því ef þeir væru ekki að bögga mömmu sína (helst alla daga) :).
Þeir geta sko verið óþekkir þessir drengi, þeir fengi til dæmis ekkert í skóinn frá Stekkjastaur, gaman að sjá hvernig þeir haga sér í kvöld (hehehehe), kannski er Giljagaur ekki eins strangur, hver veit, það kemur í ljós á morgun.
Kannski að ég fari að baka smákökur í kvöld, hmmmmm reyni að setja mig i stellingar fyrir jólin.

mánudagur, nóvember 27, 2006

Betra er seint en aldrei

Jújú ég er á lífi, en skrifa bara ekki mikið (sjaldan sem sagt).
Eins og alltaf þá er mikið að gera hjá mér og mínum, þá sérstaklega í nóvember,þetta er mánuður afmæla, unglistar og Skrekksins, og auðvitað má ég ekki gleyma tónleika.
Stærsta verkefni mánaðarins hjá mér var "Skrekkur", og ég verð að segja að ég er dálítið þreytt eftir þá törn, en þessir unglingar eru frábærir, svakalega eru þeir frjóir, ég hefði alveg vilja að svona hefði verið þegar ég var í skóla.

Þá er komið að segja frá tónlistinni á heimilinu, þar sem allir drengirnir mínir eru að læra á hljóðfæri, ekkert smá stolt mamma, en nú er ég búin að fara á blokkflaututónleika hjá Markúsi Inga (mín með tárin í augunum), flottur strákur, en honum langar samt bara að læra á trommur, ég er nú samt að vona að hann velji eitthvað hljóðfæri sem til er á heimilinu (gítar, bassi,píanó), svo var ég á tónleikum hjá Sturlaugi, þar sem hann spilaði 2 lög á píanóið (enn meiri tár), eins og ég sagði áðan þá er þessi strákur líka flottur (ekkert smá væmin mamma), og svo er ég að fara á aðventutónleika hjá Gunnlaugi, þar sem hann mun spila 5 lög, 2 lög með 10 öðrum gítarsnillingum, 2 lög með 2 öðrum snillingum og svo að lokum mun hann spila 1 lag alveg einn,(ætli ég verði ekki farin að hágrenja þarna :) )

Svo var ég rækilega minnt á það hve lífið er hverfult og við eigum sko ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut, en gamall skólabróðir minn varð fyrir fólskulegri árás í london og er haldið sofandi samkv. síðustu fréttum.

Munum því að njóta dagsins í dag :D

sunnudagur, október 29, 2006

Þetta að fer að koma

Jamm þetta fer að koma, það er svo mikið að gera hjá mér að ég hef bara ekkert að segja. Skrítið hvernig þetta er stundum og svo hefur maður ekkert að segja frá.
En eins og vanalega þá er brjálað að gera í nýju vinnunni hjá mér og búið að vera brjálað að gera hjá mér á föstudögum í skemmtanalífinu, alltaf í partýum eða á skemmtunum og alltaf makalaus hehehe, Hauki finnst þetta fullmikið, núna búin að fara 3 föstudaga í röð og svo fer ég aftur næsta föstudag.

Bráðum verður heilmikið fjör á heimilinu, þar sem við vorum að fjárfesta í píanói handa Sturlaugi, ja ég er komin með heila hljómsveit hérna og ég fæ að syngja, Gulli spilar á gítarinn, Stulli á píanóið og Markús Ingi á blokkflautu (vill læra á trommur) Haukur spilar svo á bassann.

Jæja nú er ég hætt, ætla á lista sýningu með Hildi mágkonu og svo horfa á fótboltaleik hjá Gulla.

Hilsen í bili. Lauga

laugardagur, september 09, 2006

Fréttir af nesinu

Nú er verið að skipuleggja 20 ára hitting ´87 útskriftar-árgangs Austurbæjarskóla, ég er víst komin í undirbúningshóp ásamt Ólöfu sem var með mér í bekk, Ragna og Palli eru með hinn bekkinn, það er ekkert smá hvað tíminn líður fljótt/hratt á gervihnattaöld/tölvuöld og ég sem hélt að ég væri ekki eldir en 25 og ekki degi eldri.

Ég ákvað fyrir nokkrum dögum að tala við Héðinn (gamall kennari út Austó) og byðja hann að aðstoða mig með að fá bekkjarlista yfir þennan árgang, heyrði svo í Ólöfu, þá hafði hún heyrt í Rögnu, ég talaði við Palla og svo voru bara allir komnir á fullt, ekkert smá gaman hvað allri voru að hugsa það sama.

Jæja nú er ég búin að fara á seinna ballið á nesinu "Stuðmannaball ársins" dansað og sungið í fjóra tíma, það má teljast helv.... gott, og ógeð...... gaman, nú þarf ég að bíða í nokkra mán fyrir næsta ball, eins gott að fara hlaða batteríin, því það verður nóg að gera á næsta ári. íííííhaaaaaa

Og svo að lokum þá tilkynnist það hér með að ég er komin í nýja vinnu. Þið sem hafið áhuga þá getið skoðað ´linkinn "vinnan mín", frá og með næstu mánaðamótum verð ég komin þangið í 100% vinnu, nú er ég þar 50% og svo afganginn í gömlu vinnunni.

Hvaðan kemur þessi ???

 

Ég veit að þetta er sonur minn, en vá hvað maður er þreyttur Posted by Picasa

mánudagur, ágúst 07, 2006

Sumarfríið á enda hjá sumum


Þá er maður komin heim úr viku utanlandsferð, rosalega heitt og gott að vera án barna en vika var alveg nóg að vera án þeirra. Fjölskyldan ákvað að vera í rólegheitum um helgina og vera ekki eins og allir aðrir að fara í útilegu enda veðrið ekki upp á marga fiska. Fórum samt í gær í smá bíltúr á Þingvelli og tókum góða göngu þar með drengjunum enda duglegir að ganga og veðrið fínt. Þetta er sem sagt heilsu helgin mikla, ganga og línuskautar í dag, það verður gaman að vita hvað við gerum á morgun.

Svo eru það nýjar fréttir !!! ég er búin að fá nýja vinnu, þar sem ég var bara að leysa af í ár, reyndar er árið vel búið og gott það en ég verð að vinna á Menntasviði út ágúst og 50% í september en þá byrja ég að vinna hjá Bílastæðasjóði Rvíkur sem rekstrarfulltrúi, alveg hrikalega spennandi staða, hey mér finnst það. hehehe

Hilsen í bili.

mánudagur, júlí 24, 2006

Sólin komin

Jæja sólin komin eftir langa og mikla bið, en þá er ég á leið til útlanda í eina viku, bara ég og Haukur, ekkert smá rómó, Gurrý vinkona ætlar að hugsa um strákana, ég held hún viti ekki út hvað hún er að ana, hehehe.

Á morgunn rennur stóri dagurinn upp og við hjúin förum í loftið og komum svo aðfaranótt miðvikudags í næstu viku, sól og hiti og engin börn þvílíkur lúxus.

mánudagur, júlí 17, 2006

Komin heim af Vestfjörðunum


Jæja nú er ég víst komin heim úr rigningunni, þá er ég ekki að tala um neina smá rigningu. Auðvitað var ég að vonast eftir góðu veðri, þá helst sól og blíðu.
Við fjölskyldan fórum vestur í Skálmafjörð þar sem Tengdó eru með hlut í eyðibýli og áttu nokkra daga núna þessa dagana, þarna er frábært að vera í góðu veðri, en núna fengum við að fylgjast með þokunni fara út og inn fjörðinn, magnað ekki satt!!!!
Daddi og Jóna komu svo á föstudeginum og voru með okkur fram á sunnudag, ákváðum við þvi að keyra litla vestfjarðarhringinn, sem var mjög gaman, fór í Selárdal sð skoða listaverkin hans Sæmundar og svo líka Uppsali þar sem Gísli einbúi bjó, svo héldum við áfram að keyra í rigningunni. Bíldudalur, Tálknafjörður og Patró, auðvitað stoppuðum við á öllum þessum stöðum.


Eins og alltaf í svona ferður þá þarf alltaf einhver að slasa sig, bara partur á prógramminu, Sturlaugur var fyrir valinu þessu sinni, hann ásamt bræðrum sínum ákváðu að fara í fjallgöngu þegar það sást í fjallið, þar sáu þeir refi og yrðlinga voða gaman, en á niðurleið dettur hann (Stulli) og fær þessi líka fínu göt á hnéð, hann ekkert smá heppin að mömmu sem kann til verka. heheh

mánudagur, júlí 10, 2006

Komin í sumarfrí og fer kannski að skrifa meira

Já ég er komin í sumarfrí, og ætla sko aldeilis að njóta þess, er þagar sólbrunnin á bringunni og það bara eftir 1 dag. Haukur og Gulli komu heim í dag eftir ágætis keppnisferð í Svíþjóð (Gautaborg). Við hin sem sátum heima fór í heimsókn til ömmu (langömmu) í Borgarnesi, svakalega var gott að koma til ömmu, við vorum bara ný komin þangað þegar Eva frænka mætti á svæðið í smá stoppi á leið norður, alltaf verður maður að stoppa hjá henni ef maður fer í gegnum bæinn.

Siffó til hamingju með afmælisdaginn þarna 6.júlí vá bara orðin 34 ára og flutt til útlanda, ég vona að ykkur muni ganga vel í framtíðinni og námið og barnafjölgunin, vá það er ekkert smá á einu ári. hehehe

Jæja fyrst að allir í fjölskyldunni eru komnir heim þá er stefnt að því að fara í smá ferðalag á vestfirði, þar sem við ætlum að vera í nokkra daga.

mánudagur, apríl 17, 2006

Páskarnir át og meira át

Þá eru páskarnir liðnir, ekkert nema súkkulaði át og meira át af öðru tagi, og við skulum ekki ræða allar fermingarnar sem okkur er boðið í 6 talsins + Gulla sem eru þá 7, en ég kemst nú ekki í þær allar, fórum í eina þann 2 apríl, svo voru að sjálfsögðu Ferming Gulla og Ástu, í dag fórum við í fermingu hjá systur minni en sonur hennar hann Gunnþór fermdist í dag, Friðrik Ingi fermdist líka í dag en við komust ekki í hans veislu og svo förum við í eina næstu helgi og svo endar þetta í júní hjá henni Tinnu Mjöll, ég held ég sé farin á hausinn, ég lifi samt þetta alveg af.

Mig dreymdi skrýtinn draum um helgina, var reyndar í sjokki á eftir með kökk í hálsi og tár í augum. Mig dreymdi að amma mín væri dáin og ég var í jarðaförinni hennar, þetta var nú ekki beint svona venjuleg jarðaför því hún var ekki í kirkju, en afi minn var mættur og kom til mín að hugga mig, og þegar hann tekur mig í fangið þá fékk ég svona á tilfinninguna guð þetta er afi og handtakið og faðmlagið var svo gott, og ég grét og grét, fannst þetta mjög erfitt en svo er ég eitthvað að labba um salinn þá kemur ´Jói bróðir minn og vill eitthvað tala við mig, en ég hafði ekki tíma til að tala við hann því ég þurfti að komast aftur til afa.

En að dreyma afa og ömmu er víst tákn um vernd og svo jarðaförin er víst bara af hinu góða, reyndar að gráta og að hugga er líka af hinu góða að mér skilst.
Þrátt fyrir að vita þetta, þá hringdi ég í ömmu gömli til að athuga hvort ekki væri allt í lagi hjá henni. En guð hvað það var gott að dreyma afa ég hefði ekki getað trúað því. en afi er hjá mér.

föstudagur, apríl 14, 2006

Ferming

Jæja þá er elsti sonurinn kominn í fullorðinnamannatölu, er ekki alltaf svoleiðis sagt þegar börnin fermast. Jú hann Gulli minn var að fermast þann 9.apríl pálmasunnudag svo allt sé nú á hreinu. Ekkert smá hvað tíminn hefur liðið hratt þessi ár og áður en ég veit af þá verð ég búin að ferma Stulla líka en það eru fimm ár í það en þau verða fljót að líða trúið mér, ég er að segja satt.
Herlegheitin byrjuðu í Seltjarnarneskirkju þar sem Siggi og Arna fermdu blessuð börnin,reyndar fermdist Ásta í Borgarneskirkju,
síðan var haldið upp í Hvalfjörð þar sem veislan var haldin í Félagsheimilinu Hlöðum, Ásta Rós frænka var líka fermd þennan sama dag og því ákváðum við Gísli að halda sameiginlega fermingarveislu fyrir börnin og þau voru sko alveg sammála því, því varð ein stór veisla í sveitinni.

10 dögum fyrir ferminguna ákváðu steinarnir mínir loksins að yfirgefa hreiðrið, þannig að ég fékk frið til að undirbúa veislu án verkja og verkjalyfja, því líkur lúksus, en svei mér þá að ég hafi ekki verið í einhverju fráhvarfi uuuuuuuuuhhhhhhh
en þetta tókst vel að lokum, nú er bara spurning um hvenær ég má byrja aftur að borða súkkulaði og gulrætur og fleira sem mér finnst gott.


þriðjudagur, mars 07, 2006

Svo er víst

Jæja þá er liðið á mars mánuð og ég er enn í steinaveseni, hann hefur tekið ástfóstri við mér og vill ekki yfirgefa mig, en allt er þegar þrennt er og nú á að reyna í 3ja sinn að sprengja helv..., ég vona bara að það takist.

Vá börnin mín eru ekkert orðin smá stór Stulli ný orðinn 9 ára og Markús minn að verða 7 ára á morgun og svo síðast en ekki síst þá er frumburðurinn að fara að fermast þann 9.apríl, og ég eldist ekki neitt hmmm.

En við erum byrjuð á fullu í undirbúningi, ég og frændi minn ætlum að halda fermingaveislu saman fyrir börnin okkar, en þau verða fermd á sitthvoru nesinu (Borgarnes - Seltjarnarnes) og ætlum við að hafa veislu í Hvalfirði ekki flott, fínt að mætast á miðri leið, áætlað er að hafa mat og eitthvað gúmmilaði, þetta er að verða spennandi.

Jæja ég ætla að koma mér í það að semja texta á boðskortin. Hilsen

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Loksins aftur

Jæja nú get ég farið að tjá mig aftur, er bara búin að liggja í veikindum allan febrúar og það er ekki enn búið og svei mér þá ég bara veit ekki hvar þetta endar. Eins og allir vita eða þeir sem lesa þetta blogg, byrjaði ég árið á því að brjóta á mér hendina, svo fór janúar í það að vinna eins og brjálæðingur og veik í þokkabót, ég meina það voru bara nýrnasteinar að ganga niður, ég hef sko oft lent í því, þannig að ég fór bara í þann pakka að drekka mikið af vatni, þá meina ég mikið af vatni og hélt því áfram, beit á jaxlinn og drakk meira, en í byrjun febrúar þá var ég bara lögð inn á bráðamóttökuna og sprautuð niður (vegna verkja), jújú í ljós kom að þessi steinn minn sat fastur í þvagleiðaranum og vildi ekki fara, þannig að ég var send heim með verkjastíla og verkjatöflur og sagt að liggja fyrir þar sem steinninn minn myndi ganga niður vegna lyfjatöku(allt þetta átti að hjálpa til), nei það er ekki svo gott, sérfræðingur kominn í málið og ég beint í steinabrjótinn.
En Steinninn minn vill ekki fara, þannig að það er taka tvö núna á mánudaginn og aldrei að vita hvað gerist þá.
Vá þetta er í algjörri belg og biðu, er enn undir áhrifjum lyfja losna ekki við það fyrr en steinninn er farinn.

This is my stone.

laugardagur, janúar 14, 2006

Tvær vikur liðnar af nýju ári

Jæja þá er ég laus við gifsið, í ljós kom að það var ekki sprunga í bátsbeininu bara litlu beini við hliðina á því, bara gott mál annars hefði ég þurft að vera í gifsi í 6 vikur í viðbót, og svo er ég illa tognuð í úlnliðnum þannig að ég má ekki vera í neinum stórræðum svo sem skúra og ryksuga og doktorinn var meira að segja tilbúinn að skrifa upp á það hahahha þannig að ég er enn laus við þau verk.

Nú er ég búin að eiga afmæli á þessu ári bara orðin durdífæf (35) svakalega fljúga þessi ár áfram, mér finnst ég bara vera nýlega þrítug, en eins og sagt er um steingeitur þá fæðast þær gamlar og leiðinlegar en yngjast og verða skemmtilegri með aldrinum, vona bara að þetta eigi við um mig, þá er ég komin hálfa leið þangað hehehehe.

sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt nýtt ár 2006


Nú árið er liðið í aldanna skaut eða eitthvað svoleiðis, jæja ég er búin að hafa það gott yfir jólin fékk margt fallegt og skemmtilegt , en ég ákvað að enda árið með trompi og flaug á hausinn og það var ekki einu sinni hálka og ég var ekki drukkin heldur, ég bara gerði þetta með stæl og þurfti engin svoleiðis auka atriði, þar af leiðandi eytti ég síðustu nótt ársins 30-31 des á slysó og komin í gifs á vinstri hendi ekkert smá flott en ég veit að nýja árið mun verða frábært.
Ég óska öllum gleðilegs nýtt árs með þökk fyrir það gamla.