mánudagur, desember 31, 2007

Upprifjun frá jan til des 2007

Nú er þetta viðburðarríka ár að enda, einungis nokkrar klukkustundir eftir af því. Alveg ótrúlegt hvað árið er fljótt að líða, mér finnst sumarið bara ný búið og strákarnir byrjaðir aftur í skólanum. En ef litið er yfir farinn veg þá er ég búin að vera á fullu, ég fór 2 sinnum á árinu til Köben, fullt af fótboltamótum, vestfirði í sumarfrí og margt fleira. Ég þurfti nú að renna aðeins yfir bloggið mitt og sjá það svona helsta hvað ég hef verið að gera á árinu. Er víst að gleyma reunion-inu sem ég var í að skipuleggja fyrirpart ársins og gekk bara vel. Reyndi svo að fylgja strákunum í tónlistarnáminu og öllu því sem þeim fylgir, held að það hafi gengið líka vel, þeir eru reyndar en að, þannig að eitthvað hef ég gert rétt, hahahahaha, við hjónin lítum út fyrir að vera góð til undaneldis ef við komum þannig að orðum.
Nú segi ég bara GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA.

þriðjudagur, desember 25, 2007

Gleðileg jól

Jólin eru hátíð ljós og friðar, reyndar áts líka, dag eftir dag er maður að borða eitthvað góðgæti og svo bættust 3 konfektkassar í safnið í gærkveldi, þannig nú verður borðað og borðað og borðað pínu meira.
Annars verða þetta fín jól hjá okkur, verðum heima alla dagana, fólkið kemur bara til okkar. Luxus um jólin hhhmmmmmm.
Hafið það sem allra best um jól og áramót.

föstudagur, desember 14, 2007

10 dagar til jóla

Nú er aldeilis farið að styttast til jóla, búin að baka eina sort, piparkökudeigið komið inn í ískáp og bíður eftir við fletjum það og búum til skemmtilegar fígúrur, hver veit nema að maður baki meira svo á morgun.

Hilsen

laugardagur, desember 01, 2007

Minningarorð


Elsku amma, nú er víst þinn dagur að kveldi kominn og þú búin að kveðja þennan heim. Eftir sitjum við, með sorg í hjarta og söknuð. Það er skrítið að sitja hér og hugsa um að þú sért farin frá okkur, minningarnar flæða fram en samt er erfitt að setja þær niður á blað, þær eru svo margar og svo stórbrotnar að ég á erfitt um vik. En okkar síðasta samtal er mér efst í huga, þar sem ég hringdi til þín á afmælisdegi afa og við spjölluðum hátt í 2 klukkustundir, um allt og við vorum einmitt að rifja upp mína fyrstu daga sem ég var hjá ykkur afa, og svo allar mínar stundir sem ég átti hjá ykkur eftir það, ég verð að segja að betri ömmu getur enginn átt. Þú varst alltaf tilbúin að tala og leiðbeina ef leitað var til þín og jafnvel án þess að beðið væri um hana. Amma þú varst stoð mín og stytta og fyrirmynd, þú varst alltaf til staðar og alltaf var gott að koma til þín, nú verður skrítið að keyra í gegnum Borgarnes og vita að þú ert ekki þar, en alltaf varð ég að stoppa og faðma þig, spjalla og fá kaffisopa áður en lengra var haldið. Þú varst stórbrotin og glæsileg kona, þú hafðir skoðanir á öllu og það var eins og þú vissir allt, alveg sama hvar að var komið, ættfræði var þér hugleikin og gaman fannst þér að rekja þig aftur í gegnum ættirnar, ég sagði eitt sinn að þú værir góð í öllu, en svarið sem ég fékk var, nei Lauga mín, það er ég ekki, stærðfræðin hefði ekki verið þitt besta fag, þar sem þú hefðir ákveðið að eiga ekki fleiri en 2 börn og þau hefðu orðið 7, þessu gátum við hlegið af.

Elsku amma nú er kominn tími til að kveðja, ég veit að heil hersing hefur tekið á móti þér, megi þú hvíla í friði amma mín.


Láttu nú ljósið þitt.
Loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.


Þín sonardóttir Sigurlaug Björk

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Góða ferð amma.

Nú hefur amma kvatt okkur. Kona sem lifði lífinu til fullnustu, kona sem var allt, mamma,amma,langamma,vinur,sálufélagi,ráðgjafi og svona mætti lengi telja.

Ó, vef mig vængjum þínum,
til verndar, Jesú, hér.
Og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki' og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa' af hreinni náð.

Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesú minn.
Og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæslu þinni,
mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.

Góða ferð amma
Kveðja Lauga

laugardagur, nóvember 17, 2007

En eru veikindi í gangi

Í vikunni fékk ég þær fréttir að Lauga frænka hafi fengið heilablóðfall, en sem betur fer hefur það gengið að mestu til baka, degi seinna fékk ég símhringingu aftur og nú er það hún amma mín, besta kona í heimi, sem hægt er að leita til í öllu.
Elsku amma megi guð hjálpa þér, minn hugur er hjá þér öllum stundum.
Bænin til ömmi

Láttu nú ljósið þitt.
Loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.

Kveðja Lauga

föstudagur, nóvember 09, 2007

Veikindi dýra

Það er dýrt að vera með dýr, hundurinn okkar hann Petró er veikur og þurftum við að fara með hann til dýralæknis í morgun, 12 þúsund kall takk fyrir. Í morgun þá gat hann ekki stigið í aftur fæturnar og dróg sig eiginlega áfram á framlöppunum, þannig að við brunuðum með hann til doktorsins til að líta á greyið, greindist hann með hita og bólgur og svo eitthvað að blöðruhálskirtlinum, það er víst eitthvað sem gamlir hundar fá og Petró er bara 1 og 1/2 árs gamall, þannig að hann er kominn á sýklalyf og bólgulyf. Við vonum það besta og höfum það rólegt heima. :-)
Svo er það ég, jebb nú er ég búin að taka þá ákvörðun að hætta að reykja og komin á þessi fínu lyf, sem eiga að draga úr löngun til að reykja, 3ja mán prógramm hjá mér, jey.
Reykingar mjög heilla rafta, rettuna færi ég Skafta, fáðu þér smók og sopa af kók, sjúgðu´í þig kosmískakrafta.......................... texti Stuðmanna.
16 dagar í Köben hahaha allir að telja niður.
Hilsen

laugardagur, nóvember 03, 2007

Eitt sinn skáti ávallt skáti


Jebb nú eru komin 26 ár síðan ég byrjaði í skátunum, ekkert smá langur tími. Hver hefði trúað því að ég myndi endast svona lengi í þessu starfi!!! ekki mamma mín, hún hafði enga trúa á þessu athæfi dóttur sinnar, ég æfði sund í nokkur ár, dans frá 4 ára aldri til 13 ára, svo var það jazzballet og frjálsar yfir sumartímann, þannig að ég er ekkert hissa á mömmu að halda að ég myndi ekki endast í skátunum. En það sem hún vissi ekki að ég dóttir hennar hafði virkilega gaman af svona starfi og viðhorfum sem skátarnir kenna og leggja upp með, skáti er hjálpsamur, skáti er stundvís, skáti er dýravinur og allt það sem á eftir kemur. Og í dag er ég enn viðloðin skátastarfið, ekki svona beint, heldur er ég búin að vera í skátakórnum síðan 1996 og sit í stjórn skátasambands Reykjavíkur. Ég vona svo sannarlega að uppeldi mitt á drengjunum litist af þessari upplifun minni.

mánudagur, október 29, 2007

Sigling um Viðeyjarsund


Mér var boðið í siglingu í dag/kvöld með frænda mínum og bróður hans, þetta var bara æðinslegt enda veðrið frábært, þrátt fyrir að það væri kalt, þá var lyngt í sjóinn og friðarsúlan skartaði sínu fegursta. Með í för voru strákarnir mínir, þeir Markús og Stulli og svo strákurinn hans Sverris hann Máni, ekki má gleyma siglingameistaranum honum Óla. Strákar takk kærlega fyrir okkur.

sunnudagur, október 28, 2007

Veturinn er kominn :-)

Nú er veturinn genginn í garð,mætti með frosti og öllu tilheyrandi.
Þessa helgi var ég búin að ákveða að taka því rólega, vera bara heima og taka til og ekki fara neitt. Mér tekst hins vegar ekkert í þessum þrifum, það er svo sem allt í lagi þetta hleypur ekkert frá mér. Fór á handboltamót hjá Sturlaugi á laugardag og svo í göngu í heiðmörkinni í dag, enda ekki hægt að vera inni í svona góðu veðri að þrífa.
Ég frétti líka að það er verið að undirbúa Ættarmót hjá minni fjölskyldu næsta sumar og það lítur útfyrir að ég verði ekki með þetta skipti, ég bara veit ekki hvernig ég á að höndla það. !!!!!
Þetta er svona hópur sem þú vilt ekki missa af, það hefur alltaf verið svo gaman og mikil gleði í þessum hópi, sungið, trallað og tjúttað. Og að öllum líkindum verð ég í Evrópu á þeim tíma, eða í júlí ef allt fer á þann veg. Mér finnst að ættarmótið eigi að vera í seinni part júlí eða ágúst.

Nýjar myndir á myndavefnum.

þriðjudagur, október 23, 2007

Blogg blogg blogg

Nú eru bara allir byrjaðir að blogga, Sigga sys er byrjuð og ætlar að halda úti síðu á meðan hún er í danaveldi. Þar ætlar hún að vinna í 1 mánuð eitthvað tengt lögregluskrifstofunni!!!!! veit ekki alveg, en held að hún ætli að taka út hvernig þeir séu í skotvopnadeildinni, en hún er í einhverju því líku hér. Ég ætti að athuga eitthvað svona, sjá hvernig þeir haldi utan um greiðslukerfi hjá bílastæðasjóði í Danmörku hahhahahaha, gæti verið gaman að fá danskan almúgann yfir sig til að rífa kjaft af því það druslaðist ekki til að borga í mælirinn og þá gæti ég sagt, jeg kan ikke forstå dig, jeg kan ikke snakke dansk, best að fari að athuga máli.

miðvikudagur, október 10, 2007

Fólk er hræðslupúkar!!!!!!!!!!

Hvað er eiginlega með fólk sem þorir ekki í óvissuferðir? Málið er þannig, að ég er búin að vera undirbúa óvissuferð fyrir vinnuna og í dag þurfti ég að afpanta hana, vegna dræmrar þátttöku hmmm, jebb svona er þetta - það komu sko ýmsar kvartanir, ég er með kvef og veit ekki hvort það verði farið þarna 20.okt, einmitt alskonar búlshit. Ég ákvað ásamt mínum yfirmanni að snúa kvæði okkar í kross, blása af óvissuferðina og skella á árshátíð í staðin, þar sem allir vita nákvæmlega hvert þeir/þær eru að fara, og viti menn það eru fleirri komnir á listann og allt í einu getur maðurinn farið á árshátið þrátt fyrir að vera með kvef(hann neitaði að fara í óvissuferðina v/kvefs) og árshátíðin er sama dag og óvissuferðin átti að vera. Ég vona bara að ég þurfi ekki að afpanta borðið á Hótel Sögu og showið.

laugardagur, september 29, 2007

Laugardagur að kveldi kominn og fátt lítið að gerast, Celloæfing búin í dag, nú þurfum við Markús að fara yfir æfingarnar á hverjum degi, æfingin skapar víst meistarann og því ekki seinna að vænta en þrotlausar æfing. Ég þarf að mæta og læra með drengnum, þar sem hann getur stundum verið þver, veit ekki hvaðan hann hefur það, held að hann hafi það ekki frá mér!!!! Ég þarf ekki að vera svona með Stulla, en það er gaman að kynnast nýju hljóðfæri og gott fyrir okkur að glíma við það.

Nú er ég að reyna að skipuleggja dekurdag fyrir mig og Gurrý, ætla að reyna að fá nuddtíma fyrir okkur næsta laugardag svo fáum við okkur eitthvað gott að borða.

En fyrst þarf ég að reyna að finna tíma til að setja niður haustlaukana sem ég keypti til að setja niður hjá Sindra og Gulla bró, ég er að þykjast vera með græna fingur, þess vegna er fínt að setja niður haustlauka, lítið að hafa fyrir því.
Ég er búin að finna drauma húsið mitt, það versta við það er að enginn í fjölskyldunni vill flytja, svo væri nú líka betra að vera með vinnu þar sem þetta hús er. Dalur er til sölu, það er hús í Borgó sem amma mín er uppalin í, það var víst langalangaafi minn sem byggði þetta hús árið 1906, þá var langafi minn 14 ára og langamma bara 5 ára, sem sagt hús með mikla fjölskyldusögu. Ég skil bara ekki í strákunum mínum að vilja ekki flytja. Þetta er er svo flottur staður. Hvað finnst ykkur???

föstudagur, september 28, 2007

Saga dagsins

Ég vinn með yndislegum manni, þetta er maður sem gekk undir því nafni að vera kallaður "Fallöxin", ég bara skil ekki afhverju, þar sem hann er alveg yndislegur og vinnur vinnuna sína mjög vel. Fyrir utan það, þá kallaði hann á mig í morgun og sagði mér hvað ég væri heppin, ég sagði nú svo vera en afhverju spurði ég, nú sagði hann ég geymdi fyrir þig fullan poka af laufblöðum, ha fullan poka af laufblöðum sagði ég, já sagði hann ég frétti að þú færir að safna þeim fyrir drenginn þinn. Við þetta sprakk ég úr hlátri og hló mig vitlausa þar til tárinn runnu niður. þannig er nefnilega mál með vexti að Markús Ingi átti að safna 10 laufblöðum af mismunandi gerð og lit, þetta var svona haustverkefni, og mamman fann nokkur flott laufblöð á mánudaginn og starfsfólkið spurði mig hvað ég væri að gera með laufin, nema það að þessi yndæli maður tók því þannig að ég væri að safna heilum helling fyrir skólann og ætlaði bara að hjálpa mér í þeim málum. Segið svo að það vinni ekki gott fólk hjá Bílastæðasjóði. "En fullan poka"!!!!

mánudagur, september 17, 2007

Strætóferð

Jú jú ég tók strætó í kvöld, sem er reyndar ekki merkilegt í sjálfu sér, nema þá kannski að mér finnst að bílstjórinn ætti að taka prófið aftur, ég held að hann hafi brotið flestar umferðareglur á þessari leið sem hann keyrði.
Þar sem ég þurfti að fara á fund í dag eftir vinnu, upp í Árbæ og Haukur með bílinn þá er bara ekkert annað en að taka strætó, sem er bara gott og blessað, sitja í rólegheitum í 40 mínútur, eða þannig hugsaði ég það. Eftir fundinn fékk ég vin minn til að keyra mig í mjóddina þar sem ég gæti tekið strætó beina leið heim (upp að dyrum) með leið 11. Er ég var kominn inn í vagninn, þá gaf bara bílstjórinn í botn, ekkert verið að hægja á sér í beygjum og hann var sko langt yfir hámarkshraða, maður mátti hafa sig allan við að halda sér í sætinu, ekki nóg með það þá keyrði hann í veg fyrir 1 bíl og var nærri því búinn að keyra niður 2 stelpur, og kallinn var bara á flautunni. Eftir að hafa setið í vagninum í 30 mín, þá koma inn 2 gamlar konur sem varla stóðu í fæturnar og ekki bætti það úr skák að þegar þær voru búnar að borga þá lagði kallinn af stað og þær áttu í erfileikum með að setjast í sætin, kerlingar greyin voru dauðskelkaðar á aksturslaginu þar sem hann brunaði yfir hraðahindranirnar og ég get líka alveg sagt það að ég var mjög fegin þegar ég steig út úr vagninum. Strætóferðin sem ég sá í hyllingum sem rólegheitaferð var frekar ferðu upp á líf og dauða. Held að það ætti að standa á stýrinu í strætó "Hraðinn drepur".

mánudagur, september 10, 2007

Búin að skella inn myndum

Hef lítið að segja þessa dagana, bara nóg að gera eins og vant er.
Nema að ég er búin að skella inn fullt af myndum á nýja myndavefinn, hérna hægra megin, endilega kíkið á þær.
Kveðja frá mér í letikasti.

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Til hamingju með daginn.

Amma mín á afmæli í dag, orðin 87 ára og hress miða við aldur. Þetta er besta amma í heimi og ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki haft ömmu og afa. Ég hef alltaf getað leitað til hennar og talað við hana um allt. Hver vildi ekki eiga slíka ömmu, sem alltaf hlustar og rökræðir við mann um allt og ekkert. Ég var um 3ja ára þegar ég kom first til þeirra, veik í þokkabót, grenjaði út í eitt og enginn gat huggað þessa litlu stúlku (ég man sko eftir þessu), langamma var þarna og Ransý frænka og amma en afi var í vinnunni, amma, langa og Ransý reyndu að kæta mig en ekkert gekk, guð hvað ég held að ég hafi verið leiðinleg og þreytandi, svo mætir afi minn á svæðið og viti menn, þessi litla stúlka (ég) hljóp í fangið á þessum stóra og dásamlega manni, sem hún hafði aldrei séð áður. þetta eru sko firstu skrefin mín á heimili ömmu minnar og afa, ekki var aftur snúið með heimsóknir mínar þangað, í hlýjuna í afa og ömmubóli. Ekki má gleyma því þegar amma leyfði okkur stelpunum að mála sig og gera hana fína með alls kyns hárgreiðslum og lagningum, ef ég myndi spyrja hana í dag hvort ég mætti mála hana og laga á henni hárið, þá er ég alveg viss um að hún myndi segja já.

Svo amma til hamingju með daginn megi hún lengi lengi lifa. Elska þig út af lífinu.
Kveðja Lauga

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Maraþon og menningarnótt


Jæja nú skrifa ég aftur og bara liðnir nokkrir dagar síðan ég skrifaði síðast. hahahaha (ein að reyna að taka sig á í skrifum).

Nú er maraþonið búið og gekk líka þetta vel, strákarnir mínir Sturlaugur og Markús ákváðu að taka þátt og hlaupa 3 km, reyndar ætlaði Markús að hlaupa 10 km en mamman sagði nei við því (fannst það full langt). Eftir miklar umræður ákváðum við að þeir myndu hlaupa fyrir Bandalag Íslenskra skáta, það þarf nefnilega líka að styðja tómstundastarf barn. Ég er ekkert smá stolt af drengjunum :) .

Svo var það menningarnóttin hmmm það eina sem við biðum eftir var flugeldasýninginn, þannig að við komum okkur bara vel fyrir á Vesturgötunni hjá Ragga og Kiddý, þar sem stórfjölskyldan hittist trallaði og grillaði ljúfengan mat. bara gaman.

Svo næstu helgi er það ball ársins á nesinu "Stuðmannaballið" það eina og sanna og svo helgina þar á eftir er Ljósanótt í Keflavík.


Hmmm ég gleymi víst alveg það sem kemur á undan þessu öllu saman, Skólinn er að byrja og það núna á þriðjudaginn hjá drengjunum og þeir eru farnir að bíða. Hélt að ég ætti ekki eftir að upplifa það.
Myndur frá maraþoninu eru komnar inná myndasíðuna.

kveðja Lauga

föstudagur, ágúst 10, 2007

Komin tími til

Það er víst kominn tími til að blogga eitthvað, við erum á lífi, gott að byrja að segja frá því híhíhí
Nóg hefur verið að gera hjá okkur í sumar, eins og áður hefur verið skrifað, þá fór Gulli út til Austurríkis í júní, þar sem hann var hjá frænku sinni henni Evu Björk. Markús Ingi tók þátt í fótboltamóti á Skaganum og við foreldrarnir keyrðum á milli, því við fórum í brúðkaup þann laugardag sem mótið var. Erla og Gunnar Már frændi voru að gifta sig og svakalega var gaman að vera með þeim. Svo kom næsta fótboltamót sem Stulli var að spila á og með nokkra daga fyrir vara var Markús beðin um að spila með 6 flokki í Vestmannaeyjum, þannig að þá viku var í tvöföld fótboltamamma í eyjum og líka yfirfararstjóri. (ég hef aldrei neitt að gera hahaha).
Svo var að sjálfsögðu verið í vinnu þangað til í júlí (24) en þá fórum við í sumarfrí og nú erum við bara með tærnar upp í lofti og reynum að njóta þess að vera í fríi.

kv. Lauga sem hef aldrei neitt að gera, talið bara við mig og ég segi nei.

fimmtudagur, júní 07, 2007

Einkunnir á morgun

Á morgun koma einkunnirnar í hús, og strákarnir að detta inní sumarfrí. Ég verð víst að vinna fram í miðjan júlí áður en ég kemst í frí.
Nú er Gulli búin að vera tæpa viku í útlandinu, hann lenti í Austurríki á sunnudaginn var og er búinn að fara 3 sinnum á McDonalds, ég veit að í dag fer hann ekki þangað, því fjölskyldunni var boðið í mat hjá foreldrum Reiners híhíhí, enginn skyndibiti þar.
Annars er ég búin að heyra í honum alla dagana sem hann er búinn að vera þarna, skypið er snilld, er bara með drenginn í beinni, þannig að þetta er ekki eins erfitt og ég hélt að þetta yrði, verð nú að viðurkenna að ég var með tárin í augunum þegar ég kvaddi hann á Kastrup á sunnudaginn, erfitt að horfa á eftir frumburðinum fara út í svona svaðilför að mínu mati, en ég veit að hann er í góðum höndum hjá Evu og Reiner.

sunnudagur, júní 03, 2007

Komin heim frá kóngsins Köben

Nú er Gulli minn kominn til Austurríkis, á föstudaginn eftir próf hjá honum, lögðum við í hann til Kóngsins Köben, þar sem við gistum hjá Hjalta og Agnesi. Við vorum bara askoti dugleg, ákváðum að vera menningarleg og nota bara strætó og lestina, og viti menn það var sko ekkert mál og pottþétt ódýrara. Fengum reyndar fín ráð hjá Hjalta og Agnesi, allt frá A til Ö, þannig að klippikort var keypt og mikið notað :) .
Gulli var reyndar búinn að skipuleggja ferðina hjá okkur í danaveldi, föstudag: flug, lestarferð frá flugstöðinni á lestarstöðina, Hjalta tekur á móti okkur, strætóferð heim til Hjalta, sofa. Laugardagur: vakna, strætóferð á strikið, innkaup, út að borða á Jensen's Bufhus, tivolí, heim að sofa. Sunnudagur; vakna, strætó og lestarferð á flugvöll, flug til Austurríkis. hahah svona var planið hjá Gulla. Og það var sko farið eftir því, þetta var bara fín ferð hjá okkur, nema ég er komin til Íslands og Gulli kominn til Austurríkis. Það verður gaman að fylgjast með hvernig ganga mun hjá honum.

laugardagur, maí 26, 2007

Reunion, tónleikar, fótbolti og dansýning

Nú hef ég frá mörgu að segja, jáhá það er sko búið að vera mikið að gera á stóru heimili eða bara hjá mér. Nú er reunionið búið og það tókst frábærlega, kennarar í Austó tóku vel á móti okkur, þangað mætti 33 fyrrum nemendur. Við byrjuðum á því að hittast inná kennarastofu, svona til að mingla, síðan var farið í salinn, þar sem umsjónakennarar voru með nafnakall og grín á okkar kostnað, þá tók Elli við og tók bekkjarmynd, í sömu röð og fyrir 20 árum, vá hvað ég hlakka til að sjá þá mynd. Þá tók Pétur tónmenntakennari við og við hlustuðum á gamla upptöku af bekknum mínum síðan '83, bara snilld, síðan var farið í skoðunarferð um skólann og allir upplifðu gamlar minningar, þegar þessu var lokið var brunað út á nes í grillmat og gleði fram eftir nóttu. Vááá Lengi lifi árgangur '71

En áður en ég komst í þessi frábæru gleði var ég búin að syngja á tónleikum fyrr um daginn, þétt setin dagskrá hjá mér alla daga. Tónleikarnir tókust frábærlega enda kórinn orðinn þrusu góður.

Á sunnudaginum var svo fótboltamót hérna á nesinu, og auðvitað var ég í einhverri skipulagningu, en ég kom af stað kaffisölu fyrir 6.fl kk, þar sem Stulli er að fara til Vestmannaeyja og kostar alveg glás, þá er svoleiðis apparat "kaffisala" frábær fjáröflun, en ég var sko alveg skjálfandi á beinunum vegna þynnku, geri sko þetta ekki aftur.

Svo er það dansýningin hjá strákunum, mér finnst það frábært að dans sé kenndur í skólanum, drengirnir ekki feimnir að dansa við stelpurnar og bara flottir dansherra, og ég verð að segja að stelpurnar létu bara vel að stjórn. hehehe

jæja þetta er gott í bili.
6 dagar í danmerkurferð.
kv. Lauga

laugardagur, maí 12, 2007

Hlaup, Kosningar og Eurovision 2007



Þindarlausi drengurinn minn ákvað að taka þátt í Neshlaupinu, eftir miklar umræður fékk ég hann á það að hlaupa bara 3,4 km í stað 7,5 km, þar sem það var frekar mikill vindur og ekki létt að hlaupa og að ég myndi leyfa honum að hlaupa 7 km í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Það verður gaman að sjá hvort hann leggi í það.

Þar sem allir drengirnir mínir hafa verið í tónlistaskólanum í vetur, þá er búið að vera mikið um tónleika og þess háttar, og þeir hafa staðið sig mjög vel og stefnt er að því að halda þessu námi áfram. Gulli á gítar, Stulli á píanó og Markús Ingi mun að öllum líkindum fara á Selló á næsta skólaári. Hægt er að sjá nýjar myndir á vefnum, af tónleikum drengjanna :-) .

Þá er komið að eurovision, var að rifja það upp að fyrir nokkrum árum, þá sat maður heima hjá Ágústu H, og horfði á herlegheitin, það var nefnilega þannig að Ágústa á afmæli í byrjun mai, ég held meira að segja að hún eigi afmæli 4 mai, en þá var keppnin alltaf í byrjun mánaðarins, þar var setið hlegið og sungið og dáðst af flottum söngvurum, mér var mikið strítt þar "nei það var ekki í fyrra heldur í hittifyrra" og þannig fram eftir götunum "nei þessi með bláu augun" híhíhí, svakalega var gaman þá. Nú er maður bara heima að horfa og dæma, og strákarnir hafa engann áhuga þessu showi.

Jæja ætli það sé ekki best að fara að mæta á kosningastað, veit bara ekkert hvað ég ætla að kjósa, ætli ég skili ekki bara auðu.

Kv. Lauga

föstudagur, apríl 20, 2007

Bruninn í Austurstræti



Það verður að teljast sorglegt þegar hús brenna og tala nú ekki um hús með mikla sögu. Pravda, Fröken Reykjavík og Kaffi ópera urðu eldinum að bráð og við erum að tala um hús frá því um 1852 og 1801. En til að hafa langa sögu stutta þá tók Haukur frábærar myndir sem ég setti hérna inn á myndavefinn.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Ég hef ekkert við tímann að gera!!!

Nú verð ég að fara að læra að segja nei, þetta bara gengur ekki lengur. Ég er búin að komast að því að í mínum sólarhring er ég með fleiri klst. en aðrir og ég er sko ekkert að grínast með það.

Ef ég lít yfir það sem ég er að gera öllu jafna þá er tími minn ekkert dýrmætur og ég get alltaf á mig blómum bætt.
1. Hugsa um heimili og börn
2. 100% vinna
3. Flokkráð Gróttu og fjáröflunarnefnd
4. Stunda ræktina (til að komast í betra form og fá meiri orku til að sinna öllu)
5. Undirbúningsnefnd fyrir reunion
6. sýna drengjunum mínum áhuga á þeirra tónlistarnámi og íþróttum
7. varaformaður skátasambands Reykjavíkur

Þetta er dálítið þétt setin dagskrá hjá mér, og næst þegar ég er beðin um e-ð þá ætla ég mér að segja NEI, kannski að ég þurfi að fara að æfa mig í því.

Ætla að skella mér á tónleika í kvöld hjá honum Sturlaugi og fund hjá Gróttu.

Kveðja frá geitinni :)

sunnudagur, mars 04, 2007

Stór tónleikar




Markús Ingi tók þátt í stórtónleikum um helgina, blokkflautuhóparnir í tónlistaskólanum tóku þátt í tónleikum í Seltjarnarneskirkju, þau spiluðu með sinfóníuhljómsveit tónlistaskólans, ekkert smá flott, yfirskrift tónleikanna var íslenskt já takk, gaman að fylgjast með hvað krakkarnir eru flinkir, þetta var 2 klukkustunda prógramm, þannig að laugardagurinn var fyrir bí í undirbúningi fyrir fjölskylduafmæli.






Fjölskylduafmælið var nú samt nú í dag, þrátt fyrir lítinn undirbúning, slatti af gestum eins og gengur og gerist í svona hófum. En allir fengu nóg af veitingum og ég vona að enginn hafi farið svangur heim eftir allt átið.

mánudagur, febrúar 26, 2007

Endalaus afmæli

Nú er fjölskyldu afmæli fram undan og það að meira að segja tvöfalt, Stulli og Markús vilja fá fjölskylduafmælið, þar sem þeir fengu ekkert slíkt í fyrra vegna veikinda móður, pabbinn treysti sér ekki í slíkt athæfi. hehehehehe karlmenn !!!

Skellti mér á Selfoss um helgina á handboltamót, Stulli karlinn var að keppa, ekki gekk sem skyldi enda var þetta frekar skrítið mót, ef ég á að segja eins og er, helti ég mér yfir dómarfífl, sem að leyfði selfoss liðinu að gera allan fjandan, jafnvel ganga í skrokk á mótherjanum, og greyið Stulli minn fékk sko að finna fyrir því, ekki nóg með það að honum hafi verið hrynt niður, þá var hann líka tekinn hálstaki og dómarfíflið brosti bara af þessu, svo var einhver gutti ekki alveg sáttur við hvernig hann var, þá spurði dómarinn hann hvort að hann vildi ekki bara sjá um að dæma leikinn, á móti þar sem að fullt er af litlum guttum að keppa verða að vera almennilegir dómarar, þvi að þeir eiga að vera fyrirmynd. Ég var líka að pæla í því hvort að dómarar eigi að vera í gallabuxum og með derhúfi, þegar þeir eru að dæma.

Um helgina á ég víst dekurdag í World Class, þetta er sko allt partur af prógramminu, en ég veit ekki hvort ég get nýtt mér dekrið, á víst að mæta á tónleika hjá Markúsi Inga og svo að undirbúa þetta fjölskyldu afmæli á sunnudaginn, Afhverju eru ekki fleirri klukkustundir í sólarhringnum, þannig að maður gæti gert allt sem maður þarf að gera.

laugardagur, febrúar 17, 2007

10 ára afmæli

Þá er afmælið hans Stulla yfirstaðið, þar að segja bekkjarafmæli, ákváðum að halda herlegheitin uppí Gufunesbæ, í hlöðunni þar, í klifri og þvílíku, hamborgarar skelltir á grillið og svo bara tjillað, strákarnir sáu um að baka muffins og eina skúffuköku. Myndir munu detta inn á myndavefinn í kvöld eða á morgun, en á morgun verðum við í Keflavík á fótboltamóti, það er sko hver dagur skipulagður með einhverju aktívitedi á þessu heimili.

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Síðast liðnir dagar

Síðan að það var ákveðið að Gulli færi til Austurríkis í sumar er sko ýmislegt búið að gerast eða þannig. Um helgina fórum við skötuhjúin á skrall og það líka skemmtilegt skrall, komið heim undir morgun, vel blautur hahahaha, að þegar ég vaknaði um hádegisbil var ég bara vel í því enn. Mætti svo bara þunn í vinnuna á mánudegi , dröslaði mér í ræktina og hélt að ég myndi deyja á staðnum, vá hvað það var erfitt, en daginn eftir var mun auðveldara, nú er það bara harkan sex hjá mér í þessu átaki. Ég er sko búin að sjá fullt af fólki þarna sem ég þekki, en ég er sko ekkert að bögga það í öllum sínum svita eða þá mínum hehehehe. Ég sá litla bróður minn djöflast á einhverju hlaupabretti og svo Bjarna Torfa, kennara hérna á nesinu og fleiri og fleiri, en það er sko enginn að tala saman þarna, auðsjánlega allir að hugsa um sín mál, hlaupa á brettinu og horfa á sjónvarpið á meðan.

þetta er gott í bili, ætla að fara að skipuleggja 10 ára afmæli Stulla.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Gulli minn á leið til útlanda

Já Gulli er á leið til Austurríkis í sumar, nú er það alveg ákveðið, en það besta við þetta er að á morgun verður pantað fyrir hann fyrir til Íslands frá Austurríki, já heim en ekki út, en við finnum eitthvað út úr því. Hann mun verða hjá Evu frænku sinni og fara á þýskunámskeið, þetta verður bara gaman fyrir drenginn.

Svo þessa helgi er hann að fara til Dalvíkur á skíði, svei mér þá ef drengurinn er ekki alltaf á faraldsfæti, við hin verðum bara vonandi í rólegheitum um helgina, jæja fyrir utan það að við hjónin erum að fara í útskriftargleði.

bið að heilsa í bili
Lauga

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Brjálað að gera !!!!

Ég get víst alveg sagt að það sé brjálað að gera hjá mér þessa dagana, ekki nóg með það að ég sé að reyna vera dugleg að skrifa eitthvað á þessa síðu, heldur þarf ég líka að tjá mig á síðu fyrir Gaggó Aust, einmitt ! við erum búin að koma okkur upp blogg síðu fyrir árgangsmótið sem á að vera í mai, Lifi Austó hehehehe.
Ég,Palli,Ólöf og Ragna skelltum okkur austur fyrir fjall til að skoða mögulega staðsetningu fyrir árgangsmótið, svakalega var gaman að fara þetta, stoppuðum síðan á Selfossi og fengum okkur kvöldmat, þessi matur fór ekki vel í magan á mér og lá ég því daginn eftir bara í magakveisi, up and down, eintóm hamingja eða þannig, er sem betur fer öll að hressast og er tilbúin í slaginn.
Nú er bara vera dugleg að skrifa á 2 síður, vera í ræktinni, sinna börnum og heimili, reyna að komast á kóræfingu og ég má víst ekki gleyma vinnunni :-), þetta er bara heilmikið.
Svo er ég líka að hugsa um meira nám, já ég skrifaði nám, ég er að pæla í því að fara í mannauðsstjórnun, svo er fólk eitthvað að tala um að ég eigi að vera kennari, hvað finnst ykkur?, finnst ykkur ég vera kennaraleg?, ég bara veit ekki.
Vá hvað þetta getur verið erfitt.

Bið að heilsa í bili, þið sem hafið áhuga endilega kíkið á nýju heimasíðunu Gaggo Aust, linkur hér til hægri, svo eru líka komnar inn nýjar myndir.

Kv. Lauga

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Febrúar genginn í garð

Og ætli þá veturinn sé að skella á eða er hann bara búinn??
Stórt spurt ekki satt?.
Jæja nú er ég að leggja í smá ferðalag, ég,Ólöf, Palli og Ragna erum að fara skoða hugsanlega staði fyrir árgangsmótið okkar (reunion), þetta verður örugglega fín ferð.
Svo að sjálfsögðu er það bæði handbolti og fótbolti framundan hjá okkur fjölskyldunni. Alltaf einhver að keppa, þannig að ég verð bara að vera tilbúin í slaginn og vera eina mamman sem er öskrandi að hvetja Gróttu áfram. Áfram Grótta !!!!!

mánudagur, janúar 29, 2007

Janúar á enda

Nú er jan að verða búin og ég reyni að vera dugleg í ræktinni, fer svona 4-5 sinnum í viku. Ég ætla rétt að vona að kílóin fari að fjúka, því nóg púla ég og svitna. Nóg um ræktina að sinni, ég fór í frábæra óvissuferð með vinnunni á laugardaginn, þar sem lagt var af stað kl 8.30 frá höfuðborginni og keyrt austur fyrir fjall, að minni Borg í Grímsnesi, þar sem við vorum á námskeiði sem heitir "hver tók ostinn minn" frábært námskeið og ég komst að því að ég er Þefur (híhí) ég er sko enginn Loki (þvermóðska og ekki til í neitt) eða LÁSI (sem þarf að taka öllu með fyrir vara og að vel ígrunduðu máli) neibb ég er Þefur (svona meira til í að gera hluti og reyna að framkvæma þá), og eftir þetta námskeið var farið upp í risastórann fjalltrukk og farið upp á Bláfellsháls og þar var farið á snjósleða og keyrt upp að jökulrönd Langjökuls, þegar þetta var búið var brunað á Laugarvatn þar sem sest var niður að snæðingi og gætt sér á þorramat. (og Drukkið). Ég var búin eftir þetta skrall á sunnudaginn en lét það ekki aftra mér og mætti í ræktina til að hrista af mér slenið, svei mér þá ef ég er ekki að standa mig í þessu átaki.

Jæja bið að heilsa ykkur í bili. Þorrakveðja af nesinu.

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Átak

Nú er maður byrjaður í nýársátakinu, tók þá skemmtilegu ákvörðun að reyna að koma mér í form, skellti mér því í worldclass og skráði mig í likami fyrir lífið, svo var það að koma sér af stað í fyrsta skipti og viti menn það var bara gaman, hitti gamlan skólafélagi úr MH sem ég hafði ekki hitt lengi, (alltaf gaman að spjalla).
Það er sko ekki nóg með að ég sé í átaki þá erum við líka byrjuð með hundinn á námskeiði.

Svo er undirbúningshópurinn fyrir reunion byrjaður á fullu í undirbúningi, fá tilboð og fleira. gaman gaman.

sunnudagur, janúar 07, 2007

07.01.07

Ekkert smá flott dagsetning, hehehehe, enda er þetta minn dagur, jamm ég á afmæli í dag, 36 ára, þetta er ekkert stórt en afmæli samt, ég ætla bara að taka því rólega í dag og taka niður jólin, eitt af því sem ég geri alltaf á þessum degi, en ég er jólabarn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunar, jibbíííí ég er jólabarn. Jæja ég ætla að halda áfram að taka niður jólin.

föstudagur, janúar 05, 2007

Gleðilegt ár !!!!!



Já gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Nú eru liðnir heilir 5 dagar af árinu og systir mín á afmæli í dag (40 ára) og svo ég eftir 2 daga, nú þá er bara árið búið í mínum huga, annars höfðu allir það gott yfir áramótin, skelltum okkur til Keflavíkur til að éta og sprengja og svo að sjálfsögðu til að vera með skemmtilegu fólki.
Eftir svona gott frí er eftir fyrir strákalinga að vakna (Markús og Haukur), ég er nefnilega búin að komast að því að það eru þrjár A manneskjur á heimilinu og tvær B manneskjur, við hin skiljum ekki svona, alltaf sama vesenið á morgnanna og á kvöldin hehehe. Lífið í hnotskurn. A+B= O