þriðjudagur, mars 07, 2006

Svo er víst

Jæja þá er liðið á mars mánuð og ég er enn í steinaveseni, hann hefur tekið ástfóstri við mér og vill ekki yfirgefa mig, en allt er þegar þrennt er og nú á að reyna í 3ja sinn að sprengja helv..., ég vona bara að það takist.

Vá börnin mín eru ekkert orðin smá stór Stulli ný orðinn 9 ára og Markús minn að verða 7 ára á morgun og svo síðast en ekki síst þá er frumburðurinn að fara að fermast þann 9.apríl, og ég eldist ekki neitt hmmm.

En við erum byrjuð á fullu í undirbúningi, ég og frændi minn ætlum að halda fermingaveislu saman fyrir börnin okkar, en þau verða fermd á sitthvoru nesinu (Borgarnes - Seltjarnarnes) og ætlum við að hafa veislu í Hvalfirði ekki flott, fínt að mætast á miðri leið, áætlað er að hafa mat og eitthvað gúmmilaði, þetta er að verða spennandi.

Jæja ég ætla að koma mér í það að semja texta á boðskortin. Hilsen