föstudagur, apríl 18, 2008

Inflúensa og árshátíðar

Nú er komið að árshátíðum, og það tvær helgar í röð. Á morgun er árshátíð skátakórsins en á undan ætlum við að halda 10 ára afmælistónleika kórsins, ætla bara rétt að vona að ég hafi úthald í herlegheitin, þar sem ég er búin að liggja í inflúensunni í viku. Fór samt í gær og fjárfesti mér í kjól, maður verður að lúkka sem best á svona kvöldum. Næstu helgi verður árshátíð hjá ÍTR og ætla að nota kjólinn aftur :-), þetta er nefnilega ekki einnota kjóll hahahahaha.
Bíð svo heftir því að það verði haft samband við mig, GULU hanskarnir bíða eftir að komast í notkun.

laugardagur, apríl 05, 2008

Bakarameistari

Engin smá húsmóðir, ákvað að prufa að baka kleinur, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður :-).
Gekk líka þetta rosa vel að annað eins hefur ekki heyrst til borga eða byggða hahahaha.
Það kom hingað ungur drengur í dag og spurði mig hvað ég væri að gera, alveg hissa yfir þessu atferli hjá mér, því hann var hérna hjá mér seinustu helgi og þá var ég að baka bananabrauð og bananaköku. Svo fór hann til Markúsar og sagði við hann, svakalega ert þú heppinn mamma þín er alltaf að búa til eitthvað gott.
Þannig hafið þið það, þess vegna er ég bakameistari og ekki einu sinni menntuð sem bakari, en ég held að ég sé útskrifuð sem mamma og það með ágætis einkunn.