mánudagur, júlí 24, 2006

Sólin komin

Jæja sólin komin eftir langa og mikla bið, en þá er ég á leið til útlanda í eina viku, bara ég og Haukur, ekkert smá rómó, Gurrý vinkona ætlar að hugsa um strákana, ég held hún viti ekki út hvað hún er að ana, hehehe.

Á morgunn rennur stóri dagurinn upp og við hjúin förum í loftið og komum svo aðfaranótt miðvikudags í næstu viku, sól og hiti og engin börn þvílíkur lúxus.

mánudagur, júlí 17, 2006

Komin heim af Vestfjörðunum


Jæja nú er ég víst komin heim úr rigningunni, þá er ég ekki að tala um neina smá rigningu. Auðvitað var ég að vonast eftir góðu veðri, þá helst sól og blíðu.
Við fjölskyldan fórum vestur í Skálmafjörð þar sem Tengdó eru með hlut í eyðibýli og áttu nokkra daga núna þessa dagana, þarna er frábært að vera í góðu veðri, en núna fengum við að fylgjast með þokunni fara út og inn fjörðinn, magnað ekki satt!!!!
Daddi og Jóna komu svo á föstudeginum og voru með okkur fram á sunnudag, ákváðum við þvi að keyra litla vestfjarðarhringinn, sem var mjög gaman, fór í Selárdal sð skoða listaverkin hans Sæmundar og svo líka Uppsali þar sem Gísli einbúi bjó, svo héldum við áfram að keyra í rigningunni. Bíldudalur, Tálknafjörður og Patró, auðvitað stoppuðum við á öllum þessum stöðum.


Eins og alltaf í svona ferður þá þarf alltaf einhver að slasa sig, bara partur á prógramminu, Sturlaugur var fyrir valinu þessu sinni, hann ásamt bræðrum sínum ákváðu að fara í fjallgöngu þegar það sást í fjallið, þar sáu þeir refi og yrðlinga voða gaman, en á niðurleið dettur hann (Stulli) og fær þessi líka fínu göt á hnéð, hann ekkert smá heppin að mömmu sem kann til verka. heheh

mánudagur, júlí 10, 2006

Komin í sumarfrí og fer kannski að skrifa meira

Já ég er komin í sumarfrí, og ætla sko aldeilis að njóta þess, er þagar sólbrunnin á bringunni og það bara eftir 1 dag. Haukur og Gulli komu heim í dag eftir ágætis keppnisferð í Svíþjóð (Gautaborg). Við hin sem sátum heima fór í heimsókn til ömmu (langömmu) í Borgarnesi, svakalega var gott að koma til ömmu, við vorum bara ný komin þangað þegar Eva frænka mætti á svæðið í smá stoppi á leið norður, alltaf verður maður að stoppa hjá henni ef maður fer í gegnum bæinn.

Siffó til hamingju með afmælisdaginn þarna 6.júlí vá bara orðin 34 ára og flutt til útlanda, ég vona að ykkur muni ganga vel í framtíðinni og námið og barnafjölgunin, vá það er ekkert smá á einu ári. hehehe

Jæja fyrst að allir í fjölskyldunni eru komnir heim þá er stefnt að því að fara í smá ferðalag á vestfirði, þar sem við ætlum að vera í nokkra daga.