miðvikudagur, september 17, 2008

Frænkuboð á næsta leiti

Já nú er komið að "ÞVÍ" Gurrý systir ákvað að halda næsta frænkuboð, enda kominn tími til, en við munum hittast föstudaginn 26 sept en þá er hún nýbúin að eiga afmæli (24.sept). Kannki fáum við afmælisköku hehehe.
Annars er frekar lítið að frétta af mér, nema það sama og venjulega, vinna skóli, vinna skóli og auðvitað heimilið líka (fjölskyldan). Læra og læra meira. Svona er bara lífið þessa dagana.
Fór reyndar í leikhús um helgina, sá Fló á skinni með vinnunni, Haukur komst reyndar ekki með mér þar sem hann var veikur. Við fórum á Kringlukránna áður og fengum okkur að borða, maturinn var frábær, algjört æði nammi nammi.
jæja komið gott í bili.
Lauga

fimmtudagur, september 04, 2008

Lífið

Nú er heimilislífið að komast í fastar skorður, allir komnir í skóla sem eiga að vera þar, tómstundastörf komin á fullt, þannig að allir eru glaðir með sitt.
Við hjónin skelltum okkur á tónleika í gær hjá Klezmer Kaos, en það er hljómsveitin hennar Heiðu frá París, við hjónin skemmtum okkur mjög vel, en ég verð að segja að Heiða frænka er svakalega flott vá vá vá. hljóðið hefði mátt vera betra, það fannst öllu tónlistarfólki(ættingjar) í salnum, Biggi og Jói voru eiginlega á því að fjarlægja hljóðmanninn hahahaha. En frábærir tónleikar og þau stóðu sig eins og hetjur og í lokin var sunginn afmælissöngur fyrir Heiðu þar sem hún varð 25 í gær.
Á morgun ætlum við til Keflavíkur(Reykjanesbæ) á ljósanótt, en Hildur(systir Hauks) Daddi(bróðir Hauks) og Davið sonur Hildar eru að opna sýningu þar á morgun og auðvitað mætir fjölskyldan á opnunina.