sunnudagur, mars 30, 2008

Síðast helgi marsmánaðar

Nú er bara að koma skattaskýrslunni á koppinn og senda. Frestur að renna út, en þetta mun alveg takast.

Búin að skella upp bloggsíðu fyrir ættarmótið í sumar og ég sem kemst ekki einu sinni á ættarmótið en ég mun sjá allar myndirnar og átta mig þá kannski á því hverjum ég er skyld.
http://dala.blog.is

Kveðja

laugardagur, mars 22, 2008

Páskahelgin gengin í garð

Hérna bíða allir eftir að sunnudagur renni upp, þá þarf maður ekki að fá samviskubit yfir súkkulaði áti. Annars er allt fínt að frétta af okkur, ég fór reyndar uppí Borgarnes á miðvikudaginn með frænkunum að sjá Brák, mæli eindregið með því stykki, er enn með verk í kinnunum eftir allan hláturinn. Var reyndar líka í Borgarnesi í dag, þar sem við hjónin mættum með kerru til að taka rúmið hennar ömmu. Stefnt er að því að pússa það upp og það mun fara niður til Gulla. Einnig er ég komin með gamlan skáp sem líka á að pússa upp hehehe, jebb ég stend í stórræðum, vonandi mun þetta ganga upp hjá mér.

Hilsen í bili og Gleðilega Páska
Laugan

þriðjudagur, mars 18, 2008

Síðast liðnir dagar



Nú er sko aldeilis búið að taka á því, bara í þessum mánuði er ég búin að fara 2 sinnum norður til Akureyrar og í bæði skiptin á fótboltamót og 1 sinni á Selfoss á handboltamót og svo á morgun er ég að fara upp í Borgarnes með frænkunum á Brák. Og þetta er ég að fara þrátt fyrir hækkandi bensínverð. En hvað um það, það verður örugglega rosalega gaman. Svo verður stoppað í íbúðinni hennar ömmu þar er eitthvað að dóti sem við frænkurnar eigum að fara yfir og taka ef okkur langar í eitthvað. Ekkert smá skrítið en svona er víst lífið og ég er einhvern vegin ekki að sætta mig við þetta. AAArrrggg. Live sucks sometimes.

Flott mynd af Markúsi með silfur medalíu.

mánudagur, mars 10, 2008

Vantar far fyrir Markús til Akureyrar

Meira og minna allt flug upppantað til Akureyrar næsta föstudag. Markús þarf að vera komin fyrir kl.15, er einhver á leið norður??? og verður komin fyrir kl 14.30.
Veit ekki alveg hvernig þetta á að púslast saman.

föstudagur, mars 07, 2008

Skipulag helgarinnar

Jæja þá er helgin gengin í garð og hver mínúta skipulögð. Strákapartý Markúsar búið og ef heilbrigðisnefnd borgarinnar hefði mætt á svæðið þá hefðu þeir örugglega rýmt svæðið, svakalega geta strákar verið með mikinn hávaða. Það suðar í eyrunum á mér. Á morgun á Markús reyndar afmæli en við verðum á Selfossi á handboltamóti, þar sem Stulli verður að keppa. Og svo verður að sjálfsögðu kíkt til Ingu frænku. Sunnudag verður síðan fjölskylduafmæli. Segið svo að ég geri ekki neitt.