sunnudagur, ágúst 28, 2005

Lúhúinnnnnn

Svakalega er ég þreytt núna enda búið að vera nóg að gera, gærdagurinn fór í fótbolta uppá holti, þar sem Gróttudagurinn var haldinn hátíðlega, allar deildir Gróttu voru að spila á móti KR og svo endaði dagurinn á Stuðmannaballi, þar sem var dansað til morguns, ÞARNA voru sko allir enda er þetta líka stæðsta sveitaball landsins.

Núna fer lífið á þessu heimili að komast í réttar horfur, nú eru strákarnir mínir byrjaðir í skólanum og allir að komast í jafnvægi meira að segja ég hehehe og þá er nú mikið sagt.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Menningarnótt og stór afmæli

Núna er menningarnóttin búin, var reyndar dauðþreytt eftir hana, það er sko ekki auðvelta að vera ein með 3 drengi í svona mannmergð, ætluðum að reyna að fara í draugahúsið en eftir að við sáum röðina og áætluðum tímann sem færi í það að standa í henni þá ákváðum við bara að labba um bæinn eða réttara sagt droðast/kremjast/merjast/trampað á o.s.frv. Snérum því heim um 10 leitið og hlustuðum á flugeldana og baka köku fyrir ömmu.
Sunnudagurinn fór í að setja krem á kökuna, ekki að það tæki langan tíma, en svo var farið upp í Hvalfjörð þar sem afmælið hennar ömmu var haldið í félagsheimilinu Hlöðum, og það besta af öllu að amma vissi ekki af því að við værum að halda upp á afmælið hennar og þegar hún keyrði í hlaðið þá vissi hún ekki betur en að hún væri að fara á Málverkasýningu. SURPRICE AMMA vá það var æðinslegt að sjá svipinn á henni. Þetta var örugglega eitt af skemmtilegustu afmælum sem ég hef farið í. Amma til hamingju með daginn.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Er að drukkna

Vaaaa er að drukkna herna i vinnunni, getur einhver hjalpað mer, verður að vera með viti??

mánudagur, ágúst 01, 2005

Verslunarmannahelgin

Þessi helgi fór nú bara í þrif, ekki á mínu heimili heldur hjá Ragga og Kiddý, þau voru að flytja á Vesturgötuna og þurftu að afhenda íbúðina sína í dag, þannig að stór fjölskyldan stóð í flutningum og þrifum, því var kvaðning á aðra fjölskyldu meðlimi að bretta upp ermarnar og taka til hendinni, annað hvort með tusku eða í burði, ég valdi tuskuna og stóð mig bara vel í þeim málum.
Nú verður bara unnið og unnið næstu daga þar sem sumarfríið mitt er búið, ég verð reyndar á kafi næstu vikurnar miða við reikningana sem hafa hlaðist upp þessar 2 vikur sem ég tók mér frí, eins gott að ég var ekki með lengra frí, þá hefði ég ekki gefið í að mæta í vinnuna ef svo hefði verið.