mánudagur, nóvember 27, 2006

Betra er seint en aldrei

Jújú ég er á lífi, en skrifa bara ekki mikið (sjaldan sem sagt).
Eins og alltaf þá er mikið að gera hjá mér og mínum, þá sérstaklega í nóvember,þetta er mánuður afmæla, unglistar og Skrekksins, og auðvitað má ég ekki gleyma tónleika.
Stærsta verkefni mánaðarins hjá mér var "Skrekkur", og ég verð að segja að ég er dálítið þreytt eftir þá törn, en þessir unglingar eru frábærir, svakalega eru þeir frjóir, ég hefði alveg vilja að svona hefði verið þegar ég var í skóla.

Þá er komið að segja frá tónlistinni á heimilinu, þar sem allir drengirnir mínir eru að læra á hljóðfæri, ekkert smá stolt mamma, en nú er ég búin að fara á blokkflaututónleika hjá Markúsi Inga (mín með tárin í augunum), flottur strákur, en honum langar samt bara að læra á trommur, ég er nú samt að vona að hann velji eitthvað hljóðfæri sem til er á heimilinu (gítar, bassi,píanó), svo var ég á tónleikum hjá Sturlaugi, þar sem hann spilaði 2 lög á píanóið (enn meiri tár), eins og ég sagði áðan þá er þessi strákur líka flottur (ekkert smá væmin mamma), og svo er ég að fara á aðventutónleika hjá Gunnlaugi, þar sem hann mun spila 5 lög, 2 lög með 10 öðrum gítarsnillingum, 2 lög með 2 öðrum snillingum og svo að lokum mun hann spila 1 lag alveg einn,(ætli ég verði ekki farin að hágrenja þarna :) )

Svo var ég rækilega minnt á það hve lífið er hverfult og við eigum sko ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut, en gamall skólabróðir minn varð fyrir fólskulegri árás í london og er haldið sofandi samkv. síðustu fréttum.

Munum því að njóta dagsins í dag :D