fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Til hamingju með daginn.

Amma mín á afmæli í dag, orðin 87 ára og hress miða við aldur. Þetta er besta amma í heimi og ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki haft ömmu og afa. Ég hef alltaf getað leitað til hennar og talað við hana um allt. Hver vildi ekki eiga slíka ömmu, sem alltaf hlustar og rökræðir við mann um allt og ekkert. Ég var um 3ja ára þegar ég kom first til þeirra, veik í þokkabót, grenjaði út í eitt og enginn gat huggað þessa litlu stúlku (ég man sko eftir þessu), langamma var þarna og Ransý frænka og amma en afi var í vinnunni, amma, langa og Ransý reyndu að kæta mig en ekkert gekk, guð hvað ég held að ég hafi verið leiðinleg og þreytandi, svo mætir afi minn á svæðið og viti menn, þessi litla stúlka (ég) hljóp í fangið á þessum stóra og dásamlega manni, sem hún hafði aldrei séð áður. þetta eru sko firstu skrefin mín á heimili ömmu minnar og afa, ekki var aftur snúið með heimsóknir mínar þangað, í hlýjuna í afa og ömmubóli. Ekki má gleyma því þegar amma leyfði okkur stelpunum að mála sig og gera hana fína með alls kyns hárgreiðslum og lagningum, ef ég myndi spyrja hana í dag hvort ég mætti mála hana og laga á henni hárið, þá er ég alveg viss um að hún myndi segja já.

Svo amma til hamingju með daginn megi hún lengi lengi lifa. Elska þig út af lífinu.
Kveðja Lauga

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Maraþon og menningarnótt


Jæja nú skrifa ég aftur og bara liðnir nokkrir dagar síðan ég skrifaði síðast. hahahaha (ein að reyna að taka sig á í skrifum).

Nú er maraþonið búið og gekk líka þetta vel, strákarnir mínir Sturlaugur og Markús ákváðu að taka þátt og hlaupa 3 km, reyndar ætlaði Markús að hlaupa 10 km en mamman sagði nei við því (fannst það full langt). Eftir miklar umræður ákváðum við að þeir myndu hlaupa fyrir Bandalag Íslenskra skáta, það þarf nefnilega líka að styðja tómstundastarf barn. Ég er ekkert smá stolt af drengjunum :) .

Svo var það menningarnóttin hmmm það eina sem við biðum eftir var flugeldasýninginn, þannig að við komum okkur bara vel fyrir á Vesturgötunni hjá Ragga og Kiddý, þar sem stórfjölskyldan hittist trallaði og grillaði ljúfengan mat. bara gaman.

Svo næstu helgi er það ball ársins á nesinu "Stuðmannaballið" það eina og sanna og svo helgina þar á eftir er Ljósanótt í Keflavík.


Hmmm ég gleymi víst alveg það sem kemur á undan þessu öllu saman, Skólinn er að byrja og það núna á þriðjudaginn hjá drengjunum og þeir eru farnir að bíða. Hélt að ég ætti ekki eftir að upplifa það.
Myndur frá maraþoninu eru komnar inná myndasíðuna.

kveðja Lauga

föstudagur, ágúst 10, 2007

Komin tími til

Það er víst kominn tími til að blogga eitthvað, við erum á lífi, gott að byrja að segja frá því híhíhí
Nóg hefur verið að gera hjá okkur í sumar, eins og áður hefur verið skrifað, þá fór Gulli út til Austurríkis í júní, þar sem hann var hjá frænku sinni henni Evu Björk. Markús Ingi tók þátt í fótboltamóti á Skaganum og við foreldrarnir keyrðum á milli, því við fórum í brúðkaup þann laugardag sem mótið var. Erla og Gunnar Már frændi voru að gifta sig og svakalega var gaman að vera með þeim. Svo kom næsta fótboltamót sem Stulli var að spila á og með nokkra daga fyrir vara var Markús beðin um að spila með 6 flokki í Vestmannaeyjum, þannig að þá viku var í tvöföld fótboltamamma í eyjum og líka yfirfararstjóri. (ég hef aldrei neitt að gera hahaha).
Svo var að sjálfsögðu verið í vinnu þangað til í júlí (24) en þá fórum við í sumarfrí og nú erum við bara með tærnar upp í lofti og reynum að njóta þess að vera í fríi.

kv. Lauga sem hef aldrei neitt að gera, talið bara við mig og ég segi nei.