miðvikudagur, desember 14, 2005

Ameríkur ferð og matarstuldur

Jæja þá ég er komin heim, reyndir fyrir viku síðan, en komin samt, eytti að sjálfsögðu þvílíkt af peningum eins og allir sem fara þangað, en þar sem ég var í Minneapolis var skíta kuldi og snjór og ég varð eins og litlu börnin að skoða snjókornin en þau voru sko alveg eins og stjörnur, ekkert smá flott, flestar jólagjafirnar í höfn.

En nú er komið að matarstuldinum, fjölskyldan fór um helgina í Nóatún við Hringbraut, sem er ekki frásögufærandi nema það að við kassann er svona leikur í gangi þar sem maður átti að fylla út nafn og svara einni spurning og auðvitað urðum við að taka þátt í því, en þar sem ekki voru pennar til að skrifa með færði ég mig yfir á næsta kassa sem var lokaður og fyllti helv.... út, Haukur borgar fyrir matinn og þar sem ég hafði sett í pokann þá hélt hann að ég væri með hann og ég hélt að hann myndi taka hann, neiii það var sko ekki svoleiðis heldur tók næsti maður sem var á eftir okkur pokann okkar og þar sem þetta er til á teipi og starfsfólk Nóatúns búin að skoða það, þá vilja þau ekkert gera, því að við vorum búin að borga matinn, ég meina helv...... tók pokann á meðan við vorum en í búðinni, og Nóatúni er alveg sama, mér finnst þetta skíta þjónusta og leiðinleg búð núna, ég held að þau þurfi að fara á eitthvað námskeið í framkomu.

Það er lágmark að hafa penna á kassanum svo fólk geti tekið þátt í svona leikjum.

föstudagur, nóvember 25, 2005

Skrekkur og stór afmæli


Já það er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur familíunni, við hjónin erum búin að vera vinna í Skrekknum en undan keppnirnar voru 14,15 og 16 nóv, svo héldum við (Haukur) upp á fertugs afmælið sitt með þvílíkri gleði, en það voru um 80 manns í afmælinu og mikið drukkið og borðað og svo á sjálfan afmælisdaginn vorum við að vinna í á lokakvöldi Skrekksins og AUSTURBÆJARSKÓLI vann loksins, mikið fjör.

Og núna er ég bara að undirbúa USA ferð, nei ekki að undirbúa neitt ég fer með tómar töskur hehehe og ætla fylla þær þar.


Allt er fertugum fært.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Vá svakalega er langt síðan ég bloggaði síðast

Það er likur við kominn mánuður síðan ég skrifaði síðast, en eins og vanalega er nóg að gera á mínu heimili, handboltamót og aftur handboltamót, undurbúningur fyrir afmæli hjá bóndanum, skrekkur á næsta leiti og svo er ég á leiðinni til USA eða Minneapollis í verslunar ferð
með Gurrý vinkonu, og svo eru jólin bara á næsta leiti, svakalega líður tíminn hratt og áður en ég veit af er komið nýtt ár.

mánudagur, október 24, 2005

Kvennafrí dagurinn - Áfram stelpur

Jáhá, ég var sko ein af þessum 50 þúsund konum í bænum, þetta var mjög gaman að taka þátt í þessu og slagorðin frá bær, allt frá því að vera að Róm byggðist ekki á einum degi yfir í það að standa Er heili kvenna minna virði?? 100% konur og svo fram eftir götunum. Hljóðkerfið hefði mátt vera betra svo maður hefði heyrt eitthvað af því sem sagt var á sviðinu.
Sem sagt frábært að geta tekið þátt í þessu en það sem ég nældi mér í staðinn var hálsbólga og beinakuldi, æi þið vitið þegar manni er kalt inn að beini, frosið nef og allann pakkann.
Ég þori, get og vil.

laugardagur, október 22, 2005

Kvörtun

Mér hefur borist kvörtun yfir því að ég sé hætt að tjá mig á blogginu, kannski er það vegna þess að ég hef ekkert að segja eða þá að það sé bara brjálað að gera hjá mér þessa dagana. Ætli það sé ekki bara sitt lítið af hverju.
Annars er það að frétta að eins og venjulega að lífið er vinna og aftur vinna, og núna er ég ekki bara fótbolta mamma heldur líka handbolta mamma, þannig að nú förum við á fleiri leiki en venjulega, endalausir leikir og mót.
Gulli er að fara til Vestamannaeyjar að keppa á handboltamóti næstu helgi og Haukur ætlar að vera fararstjóri en ég ætla að vera heima, þá verður það fyrsta helgin mín í langan tíma sem ég á frí og ekkert planað, vá það verður hvíld í lagi.
Í gær borgaði ég ferðina mína til USA, Minneapolis, jamm ég er að fara til bandaríkjana í byrjun desember það verður fjör, svo er ég byrjuð að undirbúa fertugsafmælið hans Hauks sem verður núna í nóvember. Alltaf nóg að gera á þessum bæ.

mánudagur, september 12, 2005

Smá mont

Hæ allir sem lesa þessa síðu, þar sem ekkert gerist og ekkert heyrist, ekkert slúður og bara ekki neitt, nei kanski ekki alveg.

Það er allt við það sama hjá mér, nema um helgina fórum við hjónakornin í brúðkaup austur á Úlfljótsvatni, en þau Einar Dan og Kristjana ákváðu að gifta sig með stuttum fyrirvara en þar var dansað fram á nótt við undirleik Svitabandsins (flott band). Sunnudagurinn fór því í leti.

En í dag fékk ég skemmtilegan póst, þar sem mér var sagt að myndibandið sem Gulli tók þátt í væri komið á skjáinn, en drengurinn var pikkaður upp af götunni og beðinn um að koma í prufu fyrir myndband hjá Sigurrós og hann var valinn ásamt nokkrum öðrum. Ein stolt móðir.

Hérna kemur linkurinn. http://www.sigur-ros.is/sirkus.html lagið heitir Glósóli.

Og svo endaði vinnudagurinn minn á því að ég frétti að einn af okkar ástsælu leikurum væri fallinn frá. En fyrir mér finnst mér að hann ætti að vera eilífur, Mikki refur mun lifa í hans minningu, og líka lék hann einn af ræningjunum í Kardimommubænum, ég held að ég muni alltaf muna eftir honum í þessum hlutverkum, þó að hann hafi leikið í fjölda verka þá eru þetta fyrstu leikritin sem ég sá og hann var frábær í þeim.

sunnudagur, september 04, 2005

Vikan

Jæja það lítur út fyrir að ég skrifi bara hér á vikufresti og ekki get ég sagt að ég hafi mikið að segja, nema bara það sama og venjulega, vinna og aftur vinna og það lítur út fyrir að svo verði áfram. Markús Ingi er þvílíkt glaður með það að vera byrjaður í skólanum, nú er maður sko orðinn stór og þarf sko enga hjálp, enda líka byrjaður í skólanum.
Stóri strákurinn minn er að fara að fermast í vor og nú er búið að boða okkur foreldrana á fund ásamt drengnum til prestsins núna í vikunni, ekkert smá hvað tíminn flýgur strákurinn minn að fermast og mér finnst ég bara vera ný búin að eignast hann og áður en ég veit af verður hann fluttur að heiman og mér finnst ég ekkert eldast miða við hraðann á lífinu.

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Lúhúinnnnnn

Svakalega er ég þreytt núna enda búið að vera nóg að gera, gærdagurinn fór í fótbolta uppá holti, þar sem Gróttudagurinn var haldinn hátíðlega, allar deildir Gróttu voru að spila á móti KR og svo endaði dagurinn á Stuðmannaballi, þar sem var dansað til morguns, ÞARNA voru sko allir enda er þetta líka stæðsta sveitaball landsins.

Núna fer lífið á þessu heimili að komast í réttar horfur, nú eru strákarnir mínir byrjaðir í skólanum og allir að komast í jafnvægi meira að segja ég hehehe og þá er nú mikið sagt.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Menningarnótt og stór afmæli

Núna er menningarnóttin búin, var reyndar dauðþreytt eftir hana, það er sko ekki auðvelta að vera ein með 3 drengi í svona mannmergð, ætluðum að reyna að fara í draugahúsið en eftir að við sáum röðina og áætluðum tímann sem færi í það að standa í henni þá ákváðum við bara að labba um bæinn eða réttara sagt droðast/kremjast/merjast/trampað á o.s.frv. Snérum því heim um 10 leitið og hlustuðum á flugeldana og baka köku fyrir ömmu.
Sunnudagurinn fór í að setja krem á kökuna, ekki að það tæki langan tíma, en svo var farið upp í Hvalfjörð þar sem afmælið hennar ömmu var haldið í félagsheimilinu Hlöðum, og það besta af öllu að amma vissi ekki af því að við værum að halda upp á afmælið hennar og þegar hún keyrði í hlaðið þá vissi hún ekki betur en að hún væri að fara á Málverkasýningu. SURPRICE AMMA vá það var æðinslegt að sjá svipinn á henni. Þetta var örugglega eitt af skemmtilegustu afmælum sem ég hef farið í. Amma til hamingju með daginn.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Er að drukkna

Vaaaa er að drukkna herna i vinnunni, getur einhver hjalpað mer, verður að vera með viti??

mánudagur, ágúst 01, 2005

Verslunarmannahelgin

Þessi helgi fór nú bara í þrif, ekki á mínu heimili heldur hjá Ragga og Kiddý, þau voru að flytja á Vesturgötuna og þurftu að afhenda íbúðina sína í dag, þannig að stór fjölskyldan stóð í flutningum og þrifum, því var kvaðning á aðra fjölskyldu meðlimi að bretta upp ermarnar og taka til hendinni, annað hvort með tusku eða í burði, ég valdi tuskuna og stóð mig bara vel í þeim málum.
Nú verður bara unnið og unnið næstu daga þar sem sumarfríið mitt er búið, ég verð reyndar á kafi næstu vikurnar miða við reikningana sem hafa hlaðist upp þessar 2 vikur sem ég tók mér frí, eins gott að ég var ekki með lengra frí, þá hefði ég ekki gefið í að mæta í vinnuna ef svo hefði verið.

föstudagur, júlí 22, 2005

Þá er maður komin heim


Jæja þá er maður komin heim eftir ferðina, dálítið þreytt, líkaminn lurkum laminn, og svakalega var gott að sofa í sínu rúmi í nótt. Annars var þetta mjög fín ferð til Kaupmannahafnar, skemmtilegt að taka þátt í svona fótboltamóti og fylgjast með strákunum spila, síðan eyddum við fjórum dögum í Köben, auðvitað var farið á strikið, ströndina og svo var farið í dýragarðinn, hann er rosalega flottur og strákarnir skemmtu sér rosalega vel, þrátt fyrir rigningu sem skall á reglulega á meðan við vorum þar, svo var farið aftur á Strikið og Amager Center og verslað (aðsjálfsögðu). Þetta er svona í grófum dráttum það sem við gerðum á þessum stutta tíma.



sunnudagur, júlí 17, 2005

Tívolí Tívolí Tívolí hí hí

















Jæja í dag á að skella sér í tívolí og eyða deginum þar, annars er Grótta að nota síðasta daginn til að skemmta sér og ætlar að vera þar í allan dag þar sem þeir eru að fara með síðasta flugi í dag til Íslands, við fjölskyldan verðum að sjálfsögðu að vera þar og Haukur að taka myndir fyrir Gróttu til að skella inn á heimasíðuna.
Í dag/kvöld förum við síðan í gestaherbergið sem við verðum í þar til á fimmtudaginn, erum búin að hafa íbúðina hennar Heiðrúnar til að sofa í þessa dagana ekkert smá fínt að hafa heila íbúð fyrir sig, næstu daga ætlum við að taka því rólega en samt gera eitthvað skemmtilegt.

Linkur á Gróttu. www.grottasport.is

ef einhver hefur áhuga

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Kóngsins Køben

Hiti hiti hitil því líkt veður hérna og æðinslegt að vera hérna, við erum búin að vera að keyra á milli Köben og Hillerod, í dag var fyrsti keppnisdagurinn hjá strákunum og gróttu strákarnir hafa staðið sig alveg ágætlega, þeim finnst reyndar erfitt að spila í svona hita og hverjum finnst það svo sem skrítið. Kveðja til ísland úr hitanum í köben.

föstudagur, júlí 08, 2005

Skagamótið

Jæja litlu strákarnir mínir eru komnir á skagann og búnir að vera spila þar í dag í roki og rigningu, Grótta stendur sig alveg ágætlega, liðið hans Stulla sigraði 1 leik af þremur og liðið hans Markúsar sigraði 2 af þremur, og svo eru það fullt af leikjum á morgun, þar sem Stulli mun spila í spænskudeildinni og Markús í þeirri Ensku. Við Gulli erum búin að vera pakka niður fyrir hans mót og ég þarf að fara að pakka fyrir okkur hin þar sem við erum að fara til Danmerkur á sunnudaginn, þannig að ég mun lítið sem ekkert tjá mig og mínar tilfinningar á næstu vikum.
Ble......... halló Köbenhavn

föstudagur, júlí 01, 2005

Upplifun Aldarinnar




Upplifun Aldarinnar var hreint út sagt frábær, ég er sko alveg til í að upplifa hana aftur.
John Taylor og Simon Le Bon, Roger Taylor og Nick Rhodes og svo að endanum Andy Taylor voru ÆÐINSLEGIR og þá er vægt til orða tekið. Það er ekki laust við það að manni hafi vöknað um augun við það að geta borið goðin augum, VVVÁÁÁÁ................
Ég er enn með gæsahúð, þeir voru fræbærir og eru frábærir og verða frábærir, vá vá vá, ég get bara ekki hætt að tala um þá ég bara slefa, svei mér þá ég er sko aðdáendi þannig að ég segji bara á endanum.

reach up for the sunrise
put your hands into the big sky
you can touch the sunrise
feel the new day enter your life.
















Þeir eru sko flottir og frábærir á sviði.

miðvikudagur, júní 29, 2005

Stóri dagurinn á morgun !!!!!!!

Tónleikar á morgun, spenningurinn í hámarki, nú er bara að finna outfittið fyrir morgun daginn, draga fram Duran Duran gallann, legghlífar og grifflur, klútinn í hárið og glimmerið íííha.
Gleði gleði gleði ..................................

laugardagur, júní 25, 2005

Helgin

Rigning, rigning og meiri rigning og spáin er rigning fram í miðja næstu viku, grasið grænkar og tréin stækka.

miðvikudagur, júní 22, 2005

Undirbúningur

Undirbúningur fyrir ferðir eru endalausir, nú er verið að skipuleggja ferð á fótboltamót fyrir
SO og MI, en þeir eru að fara á skagamótið sem verður helgina sem við förum út til Danmerkur eða frá 8-10 júlí, svo erum við búin að redda okkur herbergi fyrir fyrstu nóttina, svo þarf að borga HÓ, redda okkur bíl og allt sem því fylgir, kannski að ég þurfi að gera lista yfir allt sem ég þarf að gera og hverju eigi að pakka svo ég klikki ekki á neinu eins og sumir sem ég þekki, neee ég held ég fari frekar yfir um og ef eitthvað vantar þá reddast það allt saman, það gerir það alltaf.

sunnudagur, júní 19, 2005

Kvennadagurinn

Mánuðurinn meira en hálfnaður 11 dagar í tónleika og 21 í danmerkurferð, í dag eiga tengdó brúðkaupsafmæli og Markús Ingi 6 ára skírnarafmæli, tíminn ekkert smá fljótur að líða, 17. júní leið í blíðskaparveðri, Haukur vann eins og venjulega en við strákarnir áttum góðann dag og enduðum síðan daginn í afmælisveislu hjá henni Heiðu Kristínu eins og venjulega.
Skólinn kominn í frí, og strákarnir mínir stóðu sig bara vel í skólanum, Gulli með 8,5 í meðal einkunn en drengurinn fékk 10 í myndmennt, ég vissi ekki að það væri hægt að fá 10 í því fagi, Stulli fékk einkunnir í bókstöfum og var með Á í öllu nema sundi þar sem hann fékk G, ég get ekki annað en verið stolt móðir þessa dagana og vona að svona verði framhald hjá þeim.

þriðjudagur, júní 14, 2005

Sólin

Ég skil ekki afhverju allir eru á leið til sólarlanda, þegar sólin er hér, hér er búið að vera þvílík blíða að það er ekki verandi úti vegna hita og maður er farin að leita að skugga til að vera í. Fór og settist niður á austurvelli í dag í hádeginu, yndislegt, sat þarna og rifjaði upp gamla tíma, en svakalega var gott að komast í skuggann og veðurblíðan á að vera svona út vikuna hérna á suðvesturhorninu. Lifi Ísland

föstudagur, júní 10, 2005

Föstudagurinn kominn

Blá og marin, harðsperrur og allt, nú er maður búin að standa í flutningum fyrir vinnuna, ný byrjuð og flutt, haldið að sé nú flott, nú er vinnan staðsett í gamla miðbæjarskólanum, og nú vinn ég ekki lengur hjá Leikskólum Reykjavíkur heldur hjá Menntasviði Reykjavíkur.
En eins og þið sjáið þá er ég aftur komin í netsamband og vonandi fer ég að geta tjáð mig eitthvað af viti.

20 dagar í tónleika.

sunnudagur, júní 05, 2005

I´m back

Allt brál... nóg að gera í nýju vinnunni, fótboltanum og bara í öllu, helgin fór í brúðkaup, lenti þó ekki í neinu veseni eins og hún Siffó með að finna föt á mig, en mig langaði í rauða skó, að sjálfsögðu voru þeir ekki til í mínu númeri, þannig að ég fór bara í brúnum, skemmti mér frábærlega, svakaleg flott brúður í grænum kjól, sniff sniff sniff, og í dag þræddi ég listasöfnin með mágkonu minni og svo setumst við niður á kaffihúsi borgarinnar og höfðum það gott.
Sjómenn til hamingju með daginn. 25 dagar í tónleika.

laugardagur, maí 28, 2005

Tíminn líður

Nú er allt partýstand búið í bili eða ég held það, en ég er búin að komast að því að það er allt of mikið að gera hjá mér, að ég næ ekki að gera neitt, djö..... ekkert skipulag, en vonandi fer þetta allt að lagast þegar maður er farin að vinna á einum stað en ekki 2 og fjölskyldustörfin hlaðast upp. Ég held bara áfram að telja niður skemmtilegu hlutina sem eru fram undan hjá mér.
2 vinnudagar eftir í Gufunesbæ, 1 mánuður í tónleika og 6 vikur í Danaveldið, svakalega er þetta fljótt að líða og fyrr en varir verður sumarið liðið og litla barnið mitt byrjað í skóla, búin að skrá hann á sundnámskeið og ætli hann fari ekki líka í fótboltaskólann eins og Sturlaugur.

Gulli er orðinn Táningur, hann varð þrettán í gær og þá er maður orðinn táningur, mér voru tilkynnt þessi herlegheit í gær og ég mætti ekki kalla hann barnið mitt og áður en ég veit af verður hann fluttur að heiman. Vá hvað tíminn líður, ég get sko alveg sagt það að mér finnst tíminn líða alltof hratt þessa dagana eða árin, en þegar ég var barn fannst mér allt svo lengi að líða.

Jæja ég er hætt þessu bulli og farin í háttinn.

þriðjudagur, maí 24, 2005

Lífið í hnotskurn

5 dagar eftir. Var í þessu líka fína boði hjá borgarstjóranum, það var verið að kveðja Berg sem hefur verið framkvæmdarstjóri Leikskóla reykjavíkur í 30 ár, fullt af fólki og góðar veitingar, maður er ný byrjaður í nýrri vinnu og er í boðum endalaust, boð í dag, boð á fimmtudaginn og svo á föstudaginn, bara brjálað að gera hjá manni.

mánudagur, maí 23, 2005

Count down

6 vinnudagar eftir í Gufunesi.

sunnudagur, maí 22, 2005

Howdy

Þá er ég komin með miða á DD, nú er bara að bíða í 5 vikur, annars er lítið að frétta héðan, mér líkar vel í nýju vinnunni minni og ég á bara 7 hálfa vinnudaga eftir í Gufunesbæ, já það er sko talið niður hjá mér, strákarnir telja aftur á móti niður vikurnar að Danmerkurferð, og núna eru bara 7 vikur í þá ferð. Haukur er komin í stjórn hjá fótb.deild Gróttu hehehehe, hann hefur nú bara gott af því, lentum í grillveislu hjá stjórninni en ég lét mig hverfa snemma í annað geim, mætti svo galvösk á fótboltamót hjá strákunum á laugardagsmorgun og fram eftir degi, og svo sat fjölsk. yfir júróvision og strákarnir vildu að norska lagið myndi vinna, ég hélt með dönum í þetta skiptið, okkur varð ekki að ósk okkar í þetta skiptið. Svo er bara búið að vera rólegt og gott í dag. Sund og bíó það gæti ekki verið betra.

fimmtudagur, maí 19, 2005

hæ hæ

Jæja þá er ég mætt aftur, nú er dagarnir stremmnir að ég hef varla mínútu aflögu fyrir mig, en nú er ég farin að telja niður dagana í Gufunesbæ, nú eru bara 8 hálfir dagar eftir, jibbý.
Undanúrslit í eurovision búin og Ísland komst ekki áfram, þetta er sko bara svindl, þau attu sko fyllilega skilið að komast áfram. Á morgun verður bara partýstand og gleði. bið að heilsa ykkur fáu hræðum sem kíkja á þessa síðu mína. :)

miðvikudagur, maí 11, 2005

Tónleikar

Hehe ég ætla á tónleika í sumar og nú er því best að fara setja sig í stellingar og vera tilbúin að kaupa miða á 1 degi. Jú viti menn Duran Duran er á leiðinni á klakann, ég og nokkrar stelpur ætlum að fara bara upp á prinsippið, hey þó þeir séu að koma 20 árum of seint, þá verður maður að mæta, reyndar ætlar Haukur að koma með mér, ég er búin að heyra að fullt af fólki ætli að mæta, svei mér þá ef það verði ekki stuð. Ætli það sé ekki best að draga upp gamla vínilinn og rifja upp lögin og textana.

Upplýsingar um tónleikana Treble Quaver 2 Semiquaver 1 Semiquaver 2 Quaver 1 Quaver 1 Crotchet Quaver 2 Quaver 2 Semiquaver 1
www.reykjavikrocks.is





þriðjudagur, maí 10, 2005

hæ hæ

Jæja þá er ég mætt aftur eftir veikindinn, ömurlegt líf en pensilínið fór loksins að virka eftir 5 daga, þannig að nú er ég viðræðu hæf heheheh. Næstu vikur verður brjálað hjá mér, þar sem ég er að byrja á fullu á nýja staðnum og verð líka á þeim gamla, en það er í góðu þar sem ég er komin með nýtt ilmvatn, bjargar öllu
Thumbs Up





miðvikudagur, maí 04, 2005

Flensan góða

Jæja nú fer flensunni að ljúka, búin að liggja síðan á föstudagskvöldið, samt dröslast í vinnunnu á 10% krafti en komst að hjá doktornum í dag og komin á súper dúper pensilín og bólgueyðandi lyf, ætti því að verða hress eftir nokkra daga. Húrra fyrir pensilíninu.

föstudagur, apríl 29, 2005

Það var lagið..........

Föstudagskvöld og þátturinn það var lagið í varpanum, vikan hefur flogið fram hjá mér, byrjaði í nýju vinnunni minni, ég held að það verði bara nóg að gera hjá mér í sumar.
Mætti á miðvikudaginn og var allann daginn og dagurinn var svo bara búin og mér fannst ég vera ný byrjuð, fór svo aftur í morgun, svona verður þetta næstu 2 vikurnar, en um miðjan mai verð ég komin þangað í 50% vinnu og 50% hjá ÍTR, en frá og með 1. júní verð komin í 100% vinnu þar.
Það er æðinslegt að geta gengið um bæinn í hádeginu, fór á kaffihús og horfði á fólkið, þetta verður spennandi, þetta verður eins og í gamla daga þegar ég vann hjá ritsímanum og settist á austurvöllinn í sólinni.
Nú geta allir öfundað mig, hehehehe Hello







þriðjudagur, apríl 26, 2005

veikindi

komin með hálsbólgu og eyrnaverk, og ég sem hélt að veikindin væru búin fyrir árið. Skemmtilegt að mæta fyrsta vinnudaginn á nýja staðnum veik, ekki beint á stefnuskránni, verður víst bara að hafa það, hlakka samt til.

föstudagur, apríl 22, 2005

Draumar

Draumar eru dálítið skemmtilegt fyrirbæri, en mig dreymir frekar sjaldan, en ég dreymdi bróður minn í nótt, og ég man hvað mér leið vel við að hitta hann og glöð, en draumurinn var einhvernvegin svona, við vorum á vinnustað sem var samblandaður skóla og sjúkrastofnun með gömlu fólki, og þarna var það ég sem var að kenna börnum eitthvað og þegar maður kom út úr kennslustofunni þá var dagstofa fyrir framan þar sem gamla fólkið var, og ég vissi að ég þekkti þetta fólk því ég hef sinnt því þegar ég var að vinna á Landakoti, en ég er eitthvað að þvælast þarna og tala við fólkið þegar bróðir minn kemur gangandi til að ná í sjúkling, en hann kemur brosandi til mín, ég finn að ég brosi út að eyrum og heilsa honum og segi hvað það sé gott að sjá hann og hann svara einhverju á sömuleið, en svakalega leið mér vel og svakalega var gott að vakna við þennan draum. Nú er bara hvort að einhver geti ráðið í hann, og ég held svei mér þá að mig hafi ekki dreymt hann síðan hann dó. Þó ég hafi fundið fyrir honum þá hefur mig ekki dreymt hann.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar

Jæja nú er veturkonungur búin að kveðja okkur og sumarið tekið við. Eins og að vanda þá skellti fjölskyldan sér í messu í morgun, ferlega skrítið að sitja bara á bekknum og fylgjast með en vera ekki að syngja með kórnum. En næstu helgi ætla ég að fara að skemmta mér með kórnum, en ég þarf að borga mig inn, eða öllu heldur mæta með eitthvað til að borða hehehehe, er einhver með hugmyndir af einhverju einföldu ???

Nú styttist heldur betur í það að ég skipti um vinnu, guð hvað það verður gaman og ég tala nu ekki um að kynnast nýju fólki, frá og með 1 júni ferð ég alfarin frá ÍTR, ekkert smá fljótt að gerast.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Ó mæ god

Ég verð að gera mig sæta og fína innraeftirlitið er á leiðinni.

laugardagur, apríl 16, 2005

AAaaaaaaa

Svakalega er gott að vera búin að taka þess ákvörðun að skipta um vinnu, núna er ég ekki með neinn hausverk og er bara full af orku, hverjum hefði dottið það í hug ???

Gulli minn er úti í Gróttu, bekkurinn hans gisti þar í nótt og hann kemst ekki heim fyrr en það er fjara, ekkert smá mikið stuð, Haukur skutlaði drengnum þangað eða áleiðis og er hann kom heim var hann ekkert smá hneigslaður, krakkarnir voru með dótið sitt í svörtum ruslapokum og litlum töskum, á meðan þrammaði drengurinn okkar með bakpoka og í gönguskóm, já foreldrarnir eru sko ekki skátar fyrir ekki neitt og eiga rétta útbúnaðinn.

Og þar sem Gulli er út í Gróttu þá þurfti einhver að bera út fyrir hann, hehehe þetta var nú eiginlega sjálfskipað, sett upp þannig, Haukur hafði val um hvort hann færi út í Gróttu með drengnum eða bera út fyrir hann og þá þyrfti hann að vakna kl 6, hann valdi að bera út, hehehehe ekki nennti ég því.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Breytingarnar

Jæja nú get ég sagt frá, ég er ekki ólétt og ég er ekki að skilja, miða við símhringingar sem ég hef fengið, heldur er ég að hætta hjá ÍTR, og búin að fá nýja vinnu, stefnan er tekin á leikskóla Reykjavíkur til að byrja með, það verður að minnsta kosti 1 ár svo er bara að sjá hvað setur í þeim efnum.

sunnudagur, apríl 10, 2005

liðin vika

Því miður gat ég ekki tjáð mig um breytingarnar í lok viku, en í fyrramálið kemur það í ljós. En ég get sagt ykkur frá öðrum breytingum, Tengdó er búin að selja húsið og það besta er að Raggi og Kiddý eru búin að kaupa það, ákvörðun sem var tekin eftir miklar umhugsanir og ég get ekki sagt annað en til hamingju bæði tvö, Raggi og Kiddý settu íbúðina sína á sölu og það er hægt að segja að hún seldist með dí samme, alveg hreint frábært að þetta skyldi allt ganga upp.

Nú er komið að veðurfari frónsins, sem er með öllu heldur skrítið, fyrir 2 vikum var komið vor og allir úti að ganga/hjóla og komnir í vor fíling, en þetta breytist heldur betur vorið fór og veturkonungur mætti aftur á svæðið með frosti og snjókomu og núna er bara kalt og rigningin mætt, ég er sko alveg hætt að skilja þetta, kannski ekki skrítið og er bara í höndum æðri máttarvaldar. Svona er Ísland í dag.

Á föstudaginn fór ég í jarðarför, en hann Jónas B dó 1.apríl, ég hafði aldrei gert mér grein fyrir því hvað þetta var magnaður maður, fyrir mér var hann bara Jónas B, fyrrum skátahöfðingi Íslands, en hann var kennari að mennt og svo síðar fræðslustjóri reykjavíkur og kom ýmsum menntastefnum í gang á sinni tíð, ég var bara dolfallinn yfir þessari vitneskju sem heltist yfir mig, mér fannst hann bara tilheyra Úlfljótsvatni, yndislegur karl sem gaman var að tala við og fullur af fróðleik, jáhá maður veit sko ekki allt, kannski var ég heldur ekki að leitast eftir því.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Breytingar í vændum

Nú er allt á fullu og jafnvel breytingar í vændum, en það mun koma í ljós vonandi í lok vikunnar, þá mun ég deila þessu af einhverju viti en ekki í hálfkveðnum vísum.
bíðið bara spennt.

föstudagur, apríl 01, 2005

það er að skella á helgi

Nú er ég búin að komast að því hvað ég er að ganga langt, þetta eru rúmir 3 km, tók mig til og gekk rösklega í gær í hádeginu og stefnan er sett að ganga þá aftur í dag.

Haukur er að fara um helgina austur á Úlfljótsvatn, einhver starfsmanna helgi hjá Hinu Húsinu, á meðan ætla ég bara að hafa það gott karlmannslaus í kulda og trekki, hehhehehe, nei nei við strákarnir höfum það bara gott förum í göngu sund eða bara hjólatúr, aldrei að vita. Guð hvað þetta er allt saman spennandi, með þessum skrifum mínum hef ég komist að því hvað líf mitt er spennandi (eða þannig), þarf að fara að gera eitthvað róttækt.

miðvikudagur, mars 30, 2005

Heilsuganga,fótbolti og skatturinn

Jæja loksins bloggið komið í lag, er búin að reyna að komast inn til að skrifa eitthvað merkilegt og nú kemur það.

Skattaskýrslan búin, ég gat ekki byggt upp meiri spennu, ég kláraði skýrsluna í gær og hafði frest til 31 mars, nehnenenena, og alltaf skal það koma mér á óvart að ég skulda alveg heilann helling, ég á orðið of mikið í eigninni, þannig að ég skulda þá bara skattinum í staðinn, þetta er bara svínarí og ekkert annað.

Í dag var ég djeskoti dugleg fór í langa göngu í hádeginu, með tónlist í eyranu arkandi á gömlu ruslahaugunum í Gufunesi, og hugsaði með mér að þarna þyrfti sko aldeilis hreinsa til, drasl út um allt, en hélt samt áfram göngunni, brenna kaloríum brenna karoríum, eini gallinn á þessari göngu minni að ég veit ekki hvað ég gékk langt en stefni samt á að ganga aftur á morgun. Eins gott að reyna að komast í form fyrir sumarið og Danmerkurferðina, eða bara fyrir sjálfan mig.
áfram Sigurlaug.

Og svo er verið að reyna að koma mér í stjórn í fótboltanum hjá Gróttu, eitthvað að tala um að reyna að rétta af kynjahlutfallið, hehehehe góður þessi, ég veit sko ekki hvort ég eigi nokkuð að vera að pæla í þessu þar sem þetta er algjört karlaveldi og ég yrði eini kvenmaðurinn, reyna að rétta af hvað ? mér er bara spurn.

mánudagur, mars 28, 2005

Páskahelgin

Ég er sko búin að hafa það fínt þessa löngu helgi, fjölskyldan ákvað að taka því rólega og vera ekkert að stressa sig. Miðvikudaginn fór ég í hellaferð með vinnunni, fórum við í Arnarker sem er rétt fyrir utan Þorlákshöfn, fimmtudagurinn fór í tiltekt og ferð í búðir, þar sem drengirnir tóku þátt í litakeppni, og auðvitað eins og alltaf þá vann Gunnlaugur páskaegg, föstudagurinn fór í leti, Laugardaginn ákváðum við að fara í bíltúr og var stefnan tekin upp í Borgarnes að hitta langömmu / ömmu og auðvitað fóru allir strákarnir mínir í sund, á meðan hafði ég það gott hjá ömmu.
Á sjálfan Páskadag var auðvitað vaknað snemma, ratleikur af styðstu gerð í leit af páskaeggjum, göngu og hjólaferð, þar sem Markús Ingi hjólaði eins og herforingi án hjálpardekkja í fyrsta sinn, við höfðum farið helgina áður í æfingarferð og allt varð brjálað, grenjað öskrað og hjóli hent frá sér, svo tók minn maður á rás grenjandi með hjólið og alveg brjálaður og þegar fólk stoppaði hann og spurði hvað væri að, þá var svarið mamma skildi mig eftir, hann vildi nefnilega ekki segja að hann gæti ekki hjólað og hann sem fór langt á undan mér, ÉG skyldi hann eftir hahahha.
Í dag var farið í langan hjólreiðatúr, vestur í bæ og til baka, Markús ekkert smá stoltur af sjálfum sér og ekkert mál og síðast en ekki síst ENGINN skyldi hann eftir.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Börn

Nú stend ég í stappi við mið-barnið, hann vill ekki vera heima um páskana, hann vill fara norður í land og hitta vin sinn og er alveg sama hvernig hann fer, nú sitjum við foreldrarnir með það að vitneskju frá honum að við séum leiðinleg og ekkert gaman að tala við okkur.
Við verðum bara að taka þessu sem hverju öðru hundsbiti, við erum samt ekkert búin að skipuleggja neitt, við ætlum að ég held bara að taka því rólega og borða góðann mat og páskaegg.

sunnudagur, mars 20, 2005

Helgin enn og aftur

Vá helgin aftur komin og búin, ekkert smá hvað dagarnir eru fljótir að líða.
Eins og venjulega þá var vikan hjá mér ein vinna og aftur vinna og miklar breytingar í gangi vegna innbrotsins.
En fyrir utan vinnu þá skráði ég Markús í skólann í haust, ekkert smá skrítið að litla barnið mitt sé að fara að byrja í skóla í haust.
Fyrir 7 árum byrjaði Gulli í skólanum og mamman fór með drenginn stolt eins og unghæna, enda var hann líka orðinn stór strákur að mínu mati, 5 árum síðar byrjar Stulli í skólanum og þá var þetta bara en einn áfanginn, mamman enn stolt, svo er litla barnið mitt að fara í skólann, og ekki einu sinni byrjaður og mamman er komin með í magann á þessu öllu saman, enda er hann litla barnið mitt. Ég er bara að pæla í því hvort að öllum mömmum líði svona með litlu börnin sín.

Jæja nú eru fermingarnar búnar hjá mér, var ekkert smá heppin, bara 1 fermingarveisla í ár, ég varð að sjálfsögðu að taka þetta allt saman út, því við erum víst að fara að ferma stóra strákinn á næsta ári, og mér skilst að það sé eins gott að fara að pæla í svona hlutum, þetta er nú meiri geðveikinn, fólk er farið að panta sali 2 ár fram í tímann, ég held svei mér þá að þetta verði bara hérna heima hjá mér, þá er einn höfuðverkur farinn og ekki ætla ég að fara að pæla í meiru, mér finnst bara gott að ég er byrjuð að safna í sjóð fyrir ferminguna, ég er sem sagt farin að hugsa smá fram í tímann.

Haukur er í bílahugleiðingum núna, honum langar í jeppa, reyndar vilja strákarnir líka fá jeppa á heimilið, ÞAÐ eru víst ALLIR komnir á JEPPA, nú er bara að bíða og sjá hvað gerist.

Tengdó eru búin að kaupa sér íbúð og ætla því að flytja af Vesturgötunni, þau keyptu sér þessa líka fínu íbúð uppi á 9 hæð í Árbænum, þetta er svona þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri og alveg frábært útsýni. Nú er því Vesturgatan komin á sölu en eins og er þá hefur enginn komið að skoða húsið, sem er reyndar mjög skrítið, allir héldu að húsið færi einn tveir og tíu, en annað hefur komið í ljós, nú verðum við bara að bíða og sjá.

Svei mér þá ég held að ég hafi ekkert meira að segja.

Hilsen

þriðjudagur, mars 15, 2005

Skattaskýrslan

Nú er það skattaskýrslan sem hvílir yfir manni, en ég tók þá ákvörðun að láta spennuna magnast og sótti um frest. Húrra fyrir bakaranum.

Hafði rólega og góða helgi, fjölskyldan bara í gúdí fíling, sofið út eða bara þeir sem ekki voru að bera út.

föstudagur, mars 11, 2005

Föstudagurinn loksins kominn

Dagurinn hefur verið ljúfur í dag, frekar rólegur svona í heildina, vinnufélagar enn í spæjóleik sem er í lagi þegar á heildina er litið, þjófurinn ekki en fundinn og vonandi kemst hann/hún í leitirnar sem fyrst. Ég og strákarnir mínir ætlum að hafa það gott í kvöld með gos og nammi fyrir framan imbann og horfa á IDOL, megum sko ekki missa af síðasta þættinum. Haukur fer að verða búinn í útlegðinni, þannig að ég og strákarnir fáum að njóta hans vonandi eitthvað í næstu viku eða bara fram að næstu törn eða bara fram að 18 mars þegar síðasta kvöld MúsíkTilrauna er. Jæja svo er lífið bara og nú er komið að Idol.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Spennan heldur áfram

Mætti galvösk í vinnu, og hugsaði með mér, þessi dagur hlítur að verða betri en sá í gær, ræsi tölvuna og fá líka þennan skemmtilega póst eða þannig, innbrota alda í Rvík, brotist var inn í höfuðstöðvar ÍTR í nótt, rannsóknarlögreglan Jón Spæjó mætti á svæðið, miklar pælingar, og nú liggja allir undir grun, gleði, gleði, gleða. Guð hvað ég er fegin að helgin er að nálgast, bara dagurinn í dag og morgun dagurinn SVO helgi. jibííí.. ég vona bara að hún sé nóg til að losa mig við vöðvabolguna.

miðvikudagur, mars 09, 2005

þvílíkur dagur

Þessi dagur er búin að vera helv....., byrjaði á því að fá hringingu frá vinnunni og að mæta strax, þar sem að það hafði verið brotist inn, mæti á staðinn og löggan út um allt að taka skýrslu, ekkert var eyðilagt en miklu stolið, sem betur fer þurfti ég að fara með tölvunna mína í hreinsun því hún var með vírus, annars hefði henni líka verið stolið þar sem það var farið inn á skrifstofuna mína og rótað til þar í skúffum og þannig. Þannig að dagurinn fór fyrir bí, einbeitinginn enginn, höfuðverkur og vöðvabólga, ég er bara enn að jafna mig.
Argggggggg

þriðjudagur, mars 08, 2005

Baráttudagur kvenna

Í dag er baráttudagur kvenna og einnig afmælisdagur Markúsar, nú er litli strákurinn minn orðinn 6 ára, það var sem sagt fyrir 6 árum síðan að lítill engill leit í dagsins ljós í lífi mínu og ekki vissi ég þá að þetta væri baráttu dagur kvenna og ekki nóg með það þá tókum við hjónin þá ákvörðun að skíra drenginn heima sem er ekki frásögu færandi, nema að við skírðum hann 19 júní sem er eins og allir vita alþjóðlegi kvennréttindadagurinn og til að bæta gráu ofaná svart þá var það kvennprestur sem skírði hann. uhmmmm

En litla barnið mitt er að verða stór og mikill fótboltastrákur hvernig sem öllu líður, talar ekki um annað og gerir ekkert annað ( fyrir utan þetta með tölvuna), og svo er hann að fara að byrja í skóla og mér er strax farið að kvíða fyrir því, enda erum við líka að tala um litla barnið mitt.

jæja nú er ég hætt þessu bulli.

föstudagur, mars 04, 2005

Vvvááááá

Vá það er bara kominn föstudagur og ég hef ekki skrifað neitt í heila viku, það er eins og ekkert sé að gerast hjá mér!!!!! en ég er samt alltaf á fullu, en það er svo sem ekkert merkilegt, svei mér þá ef þetta er ekki bara einhver rútína vakna - vinna - innkaup - heim - elda - sofa, reyndar fór ég í fallega jarðarför á miðvikudaginn, fór heim eftir hana með tárin í augunum og kökk í hálsinum og um kvöldið gerði ég ekki annað en að knúsa strákana mín, Guð hvað mér þykir vænt um þá og þeir eiga það sko alveg skilið að fá að heyra það. Þeir eru æðinslegir.

Hjá strákunum snýst lífið ekki um annað en fótbolta þessa dagana, Gulli er á fullu að selja klósettpappír og því umlíkt til að borga ferðina til Danmerkur í sumar, hann er reyndar búinn að safna fyrir ferðinni, en hann ætlar sko að selja meira til að eiga peninga í sumar, hann ætlar nefnilega að kaupa allt að mér skilst. Stulli og Markús bíða eftir júlí og finnast dagarnir líða frekar hægt en mér finnst mánuðirnir fljúga áfram og ég get ekkert gert.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Tiltekt

Jæja nú er maður búin að baka, láta strákana skreyta afmæliskökuna, ekkert smá flott hún er þakin hlaupköllum, þrífa og þvo þvott. Vaknaði kl 6 með Gulla, því hann er byrjaður að bera út Fréttablaðið um helgar, Markús vaknaði líka og ákvað að fara að hjálpa bróður sínum, þannig að ég lagðist bara upp í rúm aftur og fór að lesa pínu lítið eða bara þangað til ég sofnaði aftur, svakalega er gott að geta sofnað svona aftur. Nú ætla ég í rúmið svo ég geti vaknað og vakið stóra strákinn minn. Líka til að vera vel upplögð fyrir afmælið hjá strákunum. Góða nótt.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Fótbolti og heilsa

Undan farnir dagar búnir að vera erfiðir, brjálað að gera í vinnunni eins og alltaf, er með höfuðverk yfir því að hugsa um hvað ég eigi að hafa í afmælisveislunni sem verður á sunnudaginn, þar sem við verðum með afmælisveislu fyrir Stulla og Markús, og nú mætir fjölskyldan, ég verð að prufa eitthvað nýtt eða bara eitthvað. Í dag hringt í mig úr leikskólanum og ég beðin um að mæta og ná í drenginn, töldu að hann væri en og aftur orðinn veikur, þar sem hann var slappur og kvartaðir um verki í fótunum eða réttara sagt í hnésbótunum, þannig að ég ákvað að fara með drenginn til læknis og viti menn, þegar ég er búin að segja honum hvernig drengurinn sé búinn að vera, þá spurði hann hvort að drengurinn spilaði fótbolta, þetta væri ekta fótbolta verkir, mín missti andlitið ha, já hann æfir fótbolta á sunnudögum svaraði ég, og eina sem hann á að gera er að hvíla sig, og ef hann heldur áfram að vera svona, þá á litla barnið mitt að fara í blóðprufur, því það gæti haft áhrif að hann fékk flensuna og æfingarnar hjálpuðu ekki til, því gæti hann verið blóðlítill, nú er bara að bíða og sjá hvernig þetta allt saman fer.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

konudagurinn

Verð að taka til baka þetta með að fá ekki neitt, Haukur birtist hérna með þessa fínu blómaskreytingu, ekkert smá rómantískur.

Konudagurinn

Ég hélt að konudagurinn væri svona dekurdagur þar sem eiginmaðurinn myndi dekstra aðeins við mann, nei þannig er því sko ekki farið á þessu heimili, ég fékk sko að vakna með drengjunum sjá til þess að þeir myndu borða áður en við löbbuðum á fótboltaæfingu, það er sko ekkert sörpræs á þessu heimili, ég held að ég hætti að gera mér upp einhverjar væntingar um að fá að eitthvað á svona dögum.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Afmæli

Stulli er 8 ára í dag og sko nóg að gera hjá honum, á dagskrá er strákapartý, en fyrst verðum við að fara á fótboltamót hjá honum og Markúsi, bruna heim, panta pizzur, kaupa nóg af nammi og gosi, og gera allt reddí fyrir partýið, henda svo liðinu út kl 5, fara þá á fótboltamót hjá Gulla. Næg gleði á þessu heimili.
Hilsen

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Veðurfar

Alveg ótrúlegt með þetta veður, aðra stundina rignir og svo er komin skafrenningur og leiðindar veður, það tók mig 40 mín. að komast í vinnuna í morgun, ekki það að ég sé að kvarta, heldur var ég mjög ánægð að sjá að aðrir bílstjórar voru að aka miða við aðstæður og voru sko ekki að flauta á mig fyrir að aka hægt, heldur voru allir bara í sama gírnum.

laugardagur, febrúar 12, 2005

daginn í dag

Í alveg ótrúlegu góðu standi miða við útstáelsið í gær, bekkurinn minn fór á Sólon til að borða og skemmta okkur, fengum hreint frábæran mat, lamb sem gjörsamlega bráðnaði upp í manni, en upp úr tíu létum við hjónakornin okkur hverfa til að fara á næstu skemmtun, þar sem fjórir kórar voru komnir saman, ég verð að segja að Raddband Reykjavíkur þeir eru æðinslegir, um kl 1 ákváðum við að koma okkur heim þar sem við vissum að við myndum hafa nóg að gera í dag´, það er nefnilega kominn tími að taka til og svo er fótboltamarþon hjá Gulla í seinni partinn í dag.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Útskrift

Nú er komið að því, útskrift í dag. Mamma ætlar að mæta, einnig Haukur og Gulli, en mamma skilur ekkert í því afhverju ég ætli ekki að halda einhverja veislu, ekkert smá hneigsluð,ég er sem sagt búin að komast að því að ég er bara ekkert fyrir veislur ég vildi ekki einu sinna halda fermingarveislu, en mamma réði þá því var pínulítil veisla, en í dag ætla ég að fara út að borða með hópnum mínum og svo eitthvað kórastand.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Öskudagur

Öskudagur genginn í garð, í dag ákvað Markús Ingi að vera heima, því fór ég bara með Batman í leikskólann, ferlega skrítið fólk sem var mætt þangað, nornir, galdrakarlar, draugar og Lína langsokkur var einnig mætt. Gulli ákvað að hann ætlar að leika þjón í dag og Stulli er e-r úr lord of the rings. Ég mætti á kóræfingu í gær, gaman að geta farið aftur án þess að vera með samviskubit yfir því að vera ekki að læra. Nú styttist heldur betur í útskrift, útskriftin verður á föstudaginn í Háskólabíó og alles, bekkurinn ætlar út að borða og hafa það gaman, en við Haukur munum láta okkur hverfa fyrir kl 10 til þess að mæta á næsta skrall sem verður í Valsheimilinu þar sem fjórir kórar muna skemmta sér og öðrum (kórmót/hátíð), sem sagt nóg að gera hjá mér.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Bolludagur á morgun

Þetta er sko búinn að vera mömmudagur í dag, vaknaði eldsnemma í morgun og fór með Stulla og Markús í fótbolta, síðan ákváðum við að skella okkur í 12 bíó að sjá polar express, Haukur og Gulli voru bara heima í flensu, já nú er hann orðinn veikur líka, síðan spókuðum við okkur í kringlunni og redduðum öskudeginum og afmælisgjöfinni handa Stulla þar sem hann er að verða 8 ára þann 19 feb. hann valdi sér nýja úlpu þannig að hann er búinn að fá afmælisgjöfina sína, síðan fórum við í smá auka leiðangur til að fjárfesta í búningum fyrir öskudaginn, Markús ætlar að vera batman og stulli einhver í lord of the rings. Heilmikið gert og bara mjög gaman. Ætla svo bara að elda æðinslegan kínverskan mat í kvöld og glápa á sjónvarpið.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Það er satt

Markús er en og aftur veikur, 3ja sinn á þessu ári, þetta er örugglega búið, allt er þegar þrennt er. Gulli var að klára samræmduprófin og er það mikill léttir, nú getur hann farið að snúa sér að öðru, fannst prófin ekkert erfið, en áður en ég fer að fara með einhverjar fullyrðingar um hve klár hann er stundum, þá ætla ég að bíða eftir einkunnunum.
Stulli minn kom víst heim grátandi í dag, hann var svo miður sín yfir því að höndin sem hann gerði í skólanum væri svo ljót að hans sögn, guð hvað það er erfitt að vera haldinn fullkomnunaráráttu, hvað getur maður sagt við svona, elsku Stulli minn þú gerir bara betur næst eða veistu að.............................................., ég er bara að pæla/hugsa/með þankagang hvað sé hægt að gera. Hilsen

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

hmm

Afhverju þarf maður alltaf að vera pirraður og öfugsnúin þegar maður sefur yfir sig, ég er ekki beint glöð núna það gengur sko allt á afturfótunum, þetta er bara einn af þessum dögum sem ekkert gengur upp. En eins og staðan er í dag þá sé ég fram á rólega helgi með familýjunni eða alveg þangað til að Haukur fer á fullt í sambandi við vetrarhátíð borgarinnar, en Hauki tókst að næla sér í flensu um leið og skrekki lauk, þannig að hann liggur nú heima og sefur. Gulli á fulli í prófum, nú er hann loksins að taka samræmduprófin sem áttu að vera í október, og svo eru það hinir grislingarnir sem eru bara alltaf eins, lítil breyting þar á.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Skrekkur búinn

Skrekk lokið, Laugalækjarskóli vann aftur, en Austurbæjarskóli var í 3 sæti, frábær framistaða, enda líka minn gamli skóli. Allt gekk samkvæmt óskum allt kvöldið, þangað til í lokin, þá mynduðust þessir líka fínu hópar, tilbúnir í slaginn, mikið er stundum erfitt að vera unglingur, en köld og hrakin fóru þau loks til síns heima eftir að hafa staðið úti í rigningunni hátt í 1 1/2 tíma.
Svona er lífið.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Úrslitakvöldið í kvöld

Nú er komið að því, loka kvöldið í Skrekk er í kvöld og meira segja í beinni á Popp Tíví, Það eru 6 skólar að keppa um Skrekkinn, Austurbæjarskóli, Laugalækjarskóli, Hagaskóli, Réttó, Seljaskóli og Ölduselsskóli. Nú er bara að sjá hver vinnur í kvöld. Gulli er búinn að ákveða að hann ætlar að koma með okkur foreldrunum í vinnuna og fara að vinna, hann vill nefnilega hitta stjörnurnar sem verða baka til og fá eiginhandaráritanir, en drengurinn fær sko að vinna fyrir þeim, hann verður í tækja og tæknimálum með pabba sínum, er ekki sagt að snemma beygist krókurinn og það á sko við í þessu tilfelli. Ég er svo heppin að mamma ætlar að sjá um hina gaurana mína og halda öllu í röð og reglu á meðan við erum fjarverandi. Þetta er víst gott í bili. Kveðja

mánudagur, janúar 31, 2005

þreytt

Þreytt og lúin svona á mánudagsmorgni, Markús Ingi orðinn en og aftur veikur, ég bara skil ekki þetta barn, hann sem hefur að öllu jafna aldrei verið veikur, nema kannski einu sinni á ári, nú er bara liðinn 1 mánuður af þessu ári og hann er búinn að veikjast 2 svar sinnum, árið ætlar ekki að byrja vel. Er enn að jafna mig eftir allan dansinn á laugardaginn en mikið var gaman, Endað var heima hjá Auði og Gumma, í kaffi og Grand reyndar líka pastasalati. Mættum galvösku svo í barnaafmæli í gær hjá Önju Kristínu, daman er ekkert smá falleg og hrifningin ekkert minnkað hjá honum Markúsi mínum yfir henni. jæja ég er farin.

sunnudagur, janúar 30, 2005

Lúnir fætur

Lúin og kannski líka bara pínu þunn, frábær stemming á ballinu í gær og mikið dansað, það var bara jafn mikið stuð og á stuðmannaballinu í ágúst síðast liðnum, ég dansið alla vena á nýju skónum og fann ekkert fyrir því fyrr en ég var komin heim um kl 6 - 7. Fjölskyldan á leið í barnaafmæli til hennar Önju Kristínar, Markús Ingi er búinn að bíða eftir því að hitta hana og nú er komið að því. jæja best að hendast í bað og gera fína fyrir afmælið.

laugardagur, janúar 29, 2005

Ball og veðrið

Nú á að skella sér á þorraball hérna á nesinu, veðrið leiðinlegt en það verður sko ekki leiðinlegt í kvöld, vonandi dansað dansað fram eftir nóttu. Heiðrún kíkti við í dag, þar sem flugi norður var aflýst vegna veðurs og Unnur sem ætlaði að koma suður á sundmót er að ég held enn fyrir norðan, veðurhamurinn í sinni bestu mynd, eitt er víst að það er sko ekki hægt að stóla á neitt ferðaveður í janúar, ég held að þau ættu bara að reyna að koma að sumri til, þá er öruggt að þau komist, nema kannski fyrir þá sem búa í Vestmannaeyjum, því oftast er ófært milli lands og eyja yfir verslunarmannahelgina. Jæja ég held að það sé best að fara að punta sig eitthvað fyrir ballið. Hilsen í bili.

föstudagur, janúar 28, 2005

það er að koma helgi

Helgin að ganga í garð, fjölskyldan ákveðin í að hafa það gott þessa helgi og ekkert stress, bíóferð í vændum og kósy kósy kósy. Erum samt að pæla í því að kíkja á þorrablótið hérna á nesinu, svo rétt á ballið en ekki éta neitt, það er svo mikið fjör þetta er eins og ekta sveitaball, sveitamenningin geigvænleg.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

jamm og jæja

Fyrir villinginn sem var að tjá sig hérna hjá mér, þá get ég glatt hann á því að Hagaskóli komst í úrslit í kvöld ásamt Seljaskóla, en þeir þurfa sko að berjast við 4 verðuga skóla þann 1.febrúar og þá verður sko fjör. Sit núna með lúna fætur og tómann haus, get víst lítið tjáð mig eftir daginn því segi ég góða nótt.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Hey hey hey

Nú er kvöldi 2 lokið í skrekknum, og viti menn að minn gamli skóli komst áfram, áfram Austurbæjarskóli, reyndar voru flestir skólarnir með góð atriði og nú verður gaman að vita hvaða skólar munu komast áfram á morgun. Þetta er búinn að vera langur dagur, foreldraviðtöl, vinna og svo meiri vinna, strákarnir mínir standa sig vel í skólanum, mín ekkert smá stolt, kurteisir og prúðir að sögn kennara, mamma hefði verið glöð ef hún hefði á sínum tíma fengið svona um mig. hahhahaha, nei það var sko ekki svona heldur hún Sigurlaug er ekki nógu stillt í tímum talar mikið, er ekki dugleg að læra heima og svona má lengi telja, og ég ætla sko ekki að upplýsa meira hvernig ég var í æsku, en ætli drengirnir hafi þetta ekki bara frá pabba sínum, mér er spurn????

mánudagur, janúar 24, 2005

Skrekkur

Nú er fyrsta kvöldið af þremur búið, af undan úrslitunum í skrekknum. Ég verð að segja að þessir unglingar eru frábæriri upp til hópa. í kvöld komust Ölduselsskóli og Laugalækjarskóli áfram, þessir krakkar eru ekkert smá frjóir. Ég er reyndar gjörsamlega búin eftir þetta kvöld og verð örugglega dauð á fimmtudaginn en ég mun ná að hlaða batteríin fyrir þann 1 feb. þegar úrslitin eru, en með þessa vitnesku í farteskinu er ég farin að hallast að því að ég sé orðin gömul en samt ekki, eftir að hafa verið í salnum með 500 unglingum öskrandi þá var hausinn farinn, ég tek ofan fyrir kennurum.
Góða nótt

laugardagur, janúar 22, 2005

Frost er úti

Laugardagur genginn í garð eða á ekki bara að segja nammidagurinn, Stulli að hressast sem betur fer en verður samt inni til öryggis, nú eru bara Haukur og Gulli eftir að leggjast, vona ekki, þar sem við hjónin eru að fara vinna við SKREKKINN, já nú er hann að fara að byrja brjálað stuð, þessir krakkar eru frábærir og æðinsleg á sviði, nú er bara að fylgjast með á sviði og sjá hvaða skóli vinnur.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Hmmm

Er að vona að þessi veikindi séu að ganga yfir svo ég geti farið að vinna eitthvað, en nú er lag og börnin farin í rúmið, þannig að ég ætla að sæta lagi og fara að vinna.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

veikindi veikindi

Fyrir hvað stendur þriðjudagur?? Stulli enn veikur og verður það líklegast alla vikuna, hár hiti og gleði, ég hélt að þegar maður væri með hita yfir 39°c þá lægi maður bara í rúminu, en það er sko ekki þannig hjá þessum dreng, nei það er sko nóg að gera, ef ég vissi ekki betur þá hefði ég nú haldið að það væri sko ekkert að honum. Við hjónakornin skiptum deginum á milli okkar til að sinna honum, ég vona bara að þetta gangi bara fljótt yfir.

mánudagur, janúar 17, 2005

Jæja sælan er á enda, enda líka samkvæmt klukkunni er komin mánudagur og hann er til mæðu og það eru sko orð með sanni, Stulli lagstur í rúmið með eyrnabólgu og samkvæmt læknisráði á ég að dæla í hann verkjalyfjum yfir nóttina og koma honum svo til læknis í fyrramálið. Alltaf jafn gaman

sunnudagur, janúar 16, 2005

Sunnudagur til sælu

Vaknaði snemma í morgun líka við þessa fínu snjókomu, mikið var það gaman, vakti drengina til að þeir kæmust á fótboltaæfingu, þar sem Haukur var að fara í vinnu fór hann með þá, ég skreið bara aftur upp í rúm og horfði á síðasta þáttinn af desperade Housewifes og nú bíð ég bara eftir næstu sendingu. Svo ákvað ég að vera myndaleg og baka brauð og vísundabollur, öllum til mikillar gleði, sannkallaður sunnudagur til sælu.

laugardagur, janúar 15, 2005

Laugardagur til lukku

Afhverju er sagt laugardagur til lukku? gæti það vegna þess að hann er á undan sunnudegi sem á að taka heilagan, æi ég veit það ekki svei mér þá, en ég byrjaði daginn á því að sofa út svona áður en drengirnir drógu mig fram úr rúminu en ég var sko í náttfötunum fram undir hádegi, tók mér þá göngu yfir í næstu götu og mátti ég þakka mínu sæla fyrir að komast þangað klakklaust, þvílík hálka en ég skakklappaðist þetta eins og gömul kerling. Kom svo heim til að hafa það rólegt en ákvað að reyna að þrífa hérna fyrir utan svona sprengju dót sem var að losna upp úr klakanum nú er sko allt annað að sjá hérna úti. Er nú að enda daginn eftir að hafa horft á þessa fínu dagskrá sem var fyrir söfnunina í asíu, en þarna lögðu að mörkum 3 sjónvarpstöðvar sem héldu sameiginlega dagskrá og það í beinni en besti þátturinn var kapphlaupið litla, þar sem Auddi, Sveppi og Pétur kepptu með 3 konum (Borgarstjóra Steinunn, Þorgerður ráðherra og Sif Friðleifs) þar sem þær röðuðust niður á strákana og þessi líka fína samvinna, þetta var bara flott og æðinslegt hvað náði að safnast mikill peningur. jæja ég er hætt í bili.

I´m gone

föstudagur, janúar 14, 2005

Danmörk hér komum við!!

Jæja þetta er sko búinn að vera meiri dagurinn, brjálað í vinnunni, stúss fyrir fótboltann og eintóm bankamál þá bæði í sambandi við vinnu og boltann, hver hefðu trúað því að þetta væri svona flókið, stofna endalausa reikninga fyrir strákana, en bankinn ætlar að styrkja þá líka og svo er ég búin að reyna að láta mér detta eitthvað í hug, sem væri sniðugt í fjáröflun, en mér dettur bara þetta venjulega í hug. Hafið þið einhverjar hugmyndir. Nú erum við hjónin búin að taka endanlega ákvörðum að við ætlum til köben með stráknum og ætlum að taka pjakkana okkar með í sumar. Danmörk here we come !!!!!!! ´nú er því mál að byrja að safna pening í ferðina miklu.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Fótboltamamma

Jæja nú er það endanlega komið á hreint ÉG ER FÓTBOLTAMAMMA, Haukur dró mig á foreldra fund hjá 4.fl í fótboltanum, verið var að tala um æfingarnar hjá strákunum og svo að sjálfsögðu mótin sem verða í vor og í sumar, og þar stendur sem hæst Tivolí cup, en Grótta ætlar að skella sér með þrjá flokka, en á þessum fundi lenti ég í fjáröflunarnefnd og mun koma að halda utan um fjármálin, ekkert smá djobb, ég var nefnilega svo ósátt við nefndina sem var í fyrra hjá handboltanum sem leiddi til þess að ég þurfti að tjá mig og viti menn bömm mín komin í nefnd svo það er best að halda sér saman næst og krossleggja fingur um að þetta gangi upp. Eftir að heim var komið kom ég mér vel fyrir upp í rúmi og horfði á 2 þætti af þessum frábæru þáttum Desperate housewifes en fór samt á skikkanlegum tíma að sofa.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

12.jan

Jæja ég er vöknuð, ég skil ekki afhverju Heiðrún er að bögga mig, ÉG ER SKO KOMIN Á FÆTUR, ég vaknaði kl. 7 í morgun án þess að vera á snúsinu, gerði samt ekki það sem ég ætlaði mér að gera í gærkveldi þ.e. að segja að fara að snemma í bólið, jú víst fór ég snemma í rúmið bara ekki að sofa, fékk nefnilega sendingu í gær frá Ásu, þættina Desperate housewifes, þessir þættir eru snildin ein, þannig að ég lá bara upp í rúmi og horfði 3 ´þætti og svo verður aftur horft í kvöld, ég hef bara nóg að gera.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Dagur að kveldi kominn

Jæja Lífið að komast í rétt horf, ferlega skrítið að vera búin í skólanum, búin að vera hin rólegasta í kvöld og ekki haft það á tilfinningunni að vera svíkjast undan einhverju, en er á fullu að reyna undirbúa útskrift það er að segja hópurinn ætlar að gera eitthvað saman og auðvitað lenti ég í undirbúningshópnum, þannig að ég er á fullu að fá tilboð í mat eða eitthvað gommulaði og svo er auðvitað nóg að gera í vinnunni að vanda, hélt að það myndi eitthvað róast, en svei mér þá það mætti halda að ég hafi verið á lyfjum eða eitthvað þegar mér datt það í hug. Kannski að ég skelli mér í kórinn aftur til að gaula. Hlustaði á sönginn hennar Heiðrúnar, fékk bara tár í augun og hana nú, Haukur savaði lagið á tölvunnu sinni hahahhaha, þannig að nú getur hann alltaf hlustað á hana. jæja ég ætla að hætta þessu bulli og fara eftir ráðleggingum sem voru í sjónvarpinu og fara snemma að sofa, þar var nefnilega talað um að stór hópur íslendinga væru vansvefta og þeir sem ekki sofa nóg verða of feitir og of þreyttir alla daga, því er ég farin í bólið og kannski verð ég hressari á morgun, hver veit.

mánudagur, janúar 10, 2005

10 dagur janúar

Loforð, ég lofaði sjálfri mér því að vakna snemma í morgun og fara í leikfimi, en mikil skelfing var gott að sofa, og svaf því af mér klukkuna og vaknaði kl 7.30 bara svona rétt til að vekja börnin og koma þeim í skólann, ég verð að fara að gera eitthvað í mínum málum, þetta gengur ekki lengur.

sunnudagur, janúar 09, 2005

Vöknuðum snemma í morgun svo hægt væri að mæta á fótboltaæfingu, gjörsamlega á ókristilegum tíma svona á sunnudegi, Markúsi og Stulla finnst þetta frábært svo það er eins gott fyrir mig að vakna og koma þeim á þessa blessuðu æfingu. Komið heim og fengið sér hressingu og leikið sér, var að pæla í því að taka til. Lítið nennt að gera á heimilinu, því tók fjölskyldan sig upp og lagði í langferð, ákváðum að fara í bíltúr til Keflavíkur og heilsa upp á Hildi og trufla hana við tiltekt svo hún gæti verið langt fram eftir kvöldi að taka til, en mitt drasl bíður. Ætla að hafa það gott í kvöld og horfa á Njálu og Myrkrahöfðingjan í sjónvarpinu.

Myndaalbúm

Var að setja upp myndaalbúm fyrir fjölskylduna á netinu.

laugardagur, janúar 08, 2005

Átti yndislegt kvöld í gær, gerðum pizzu og höfðum það notalegt, fengum óvænta gesti Ásu og Ragga, skemmtum okkur mjög vel, þau kunna sko að láta sögurnar flakka, þessi með köttinn var best, enda dreymdi mig kött miga út um allt og Ragga á eftir honum, ekkert smá lifandi. Nú þarf ég að setjast niður og pæla í útskrift, er komin í undirbúningshóp fyrir hópinn og nú er því eins gott að finna eða koma með einhverjar hugmyndir sem við getum notað. hmmm

föstudagur, janúar 07, 2005

Jæja nú hefur aldurinn færst yfir en eitt árið, afmælisdagurinn byrjaði á því að í morgun vaknaði Markús grátandi kominn með í eyrun vegna flensu, tróð okkur að á heilsugæslunni, þar sem Markús fékk deyfingu í eyrun til að draga úr verkjum, sem hafði svona skemmtilega verkun að hann ældi yfir allt aftursætið í bílnum. Þetta var afmæliskveðja frá einum af drengjunum mín, en ég er búin að fá kossa og knús frá hinum þannig að þetta er í lagi.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Mætt í vinnu, ekkert smá þrekvirki, svaf eins og engill í nótt, gæti það verið vegna gleði ???
Aldrei þessu vant hef ég haft tíma til að hlusta á fréttirnar og er búin að vera að pæla í þessari þjóðfélagsumræðu um fjölskyldumál s.s ábyrgð foreldra á börnum sínum, verð að segja að ég er hreint og beint gáttuð á þessu tali, foreldrar eiga ekki að setja ábyrgðina á skólana eða þjóðfélagið, til hvers í andsk...... voru þau að eignast börn ef þau geta ekki sinnt þeim helv........,
ég verð pist þegar ég heyri svona, svo var það einhver sjálfstæðis fífl sem auðsjáanlega á engin börn talaði um að sér finndist sjálfsagt að setja börnin í geymslu HALLÓ hvaðan kemur þessi maður eiginlega, barnið mitt er í leikskóla ekki í geymslu, en ég sem foreldri ber ávallt og alltaf ábirgð á barninu mín (börnum)

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleði gleði gleði, svei mér þá ef ég er ekki bara að hressast, var að fá frábæran póst, EG MUN UTSKRIFAST núna í feb, náði prófinu með glans, hahahahhaha, ég er ekkert smáræðis glöð.
Svei mér þá að þetta hafi ekki bara verið vítamínsprauta beint í æð.

miðvikurdagurinn 5 janúar

Jæja dröslaðist fram úr rúmi, enn lasin, Markús líka, verð samt að mæta í vinnu og gera upp reikninga svo er ég farin heim í bælið.
Lína systir mín á afmæli í dag og þá eru bara 2 dagar í mitt. hmmm, og 1 dagur þangað til að Haukur fer í aðgerð, hann er að láta lappa upp á sig. jæja hætt þessu bulli verð vonandi hressari á morgun.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Þá byrjar ballið

Jæja skólinn loksins búinn hjá mér og önnur verkefni í bígerð( vonandi), byrjaði árið með stæl, lagðist í flensu með öllu tilheyrandi, kláraði lokaverkefnið og næsta hugsun er að ná sér af þessari helv...... flensu, búin að fá nóg af hori og öllu því