mánudagur, október 29, 2007

Sigling um Viðeyjarsund


Mér var boðið í siglingu í dag/kvöld með frænda mínum og bróður hans, þetta var bara æðinslegt enda veðrið frábært, þrátt fyrir að það væri kalt, þá var lyngt í sjóinn og friðarsúlan skartaði sínu fegursta. Með í för voru strákarnir mínir, þeir Markús og Stulli og svo strákurinn hans Sverris hann Máni, ekki má gleyma siglingameistaranum honum Óla. Strákar takk kærlega fyrir okkur.

sunnudagur, október 28, 2007

Veturinn er kominn :-)

Nú er veturinn genginn í garð,mætti með frosti og öllu tilheyrandi.
Þessa helgi var ég búin að ákveða að taka því rólega, vera bara heima og taka til og ekki fara neitt. Mér tekst hins vegar ekkert í þessum þrifum, það er svo sem allt í lagi þetta hleypur ekkert frá mér. Fór á handboltamót hjá Sturlaugi á laugardag og svo í göngu í heiðmörkinni í dag, enda ekki hægt að vera inni í svona góðu veðri að þrífa.
Ég frétti líka að það er verið að undirbúa Ættarmót hjá minni fjölskyldu næsta sumar og það lítur útfyrir að ég verði ekki með þetta skipti, ég bara veit ekki hvernig ég á að höndla það. !!!!!
Þetta er svona hópur sem þú vilt ekki missa af, það hefur alltaf verið svo gaman og mikil gleði í þessum hópi, sungið, trallað og tjúttað. Og að öllum líkindum verð ég í Evrópu á þeim tíma, eða í júlí ef allt fer á þann veg. Mér finnst að ættarmótið eigi að vera í seinni part júlí eða ágúst.

Nýjar myndir á myndavefnum.

þriðjudagur, október 23, 2007

Blogg blogg blogg

Nú eru bara allir byrjaðir að blogga, Sigga sys er byrjuð og ætlar að halda úti síðu á meðan hún er í danaveldi. Þar ætlar hún að vinna í 1 mánuð eitthvað tengt lögregluskrifstofunni!!!!! veit ekki alveg, en held að hún ætli að taka út hvernig þeir séu í skotvopnadeildinni, en hún er í einhverju því líku hér. Ég ætti að athuga eitthvað svona, sjá hvernig þeir haldi utan um greiðslukerfi hjá bílastæðasjóði í Danmörku hahhahahaha, gæti verið gaman að fá danskan almúgann yfir sig til að rífa kjaft af því það druslaðist ekki til að borga í mælirinn og þá gæti ég sagt, jeg kan ikke forstå dig, jeg kan ikke snakke dansk, best að fari að athuga máli.

miðvikudagur, október 10, 2007

Fólk er hræðslupúkar!!!!!!!!!!

Hvað er eiginlega með fólk sem þorir ekki í óvissuferðir? Málið er þannig, að ég er búin að vera undirbúa óvissuferð fyrir vinnuna og í dag þurfti ég að afpanta hana, vegna dræmrar þátttöku hmmm, jebb svona er þetta - það komu sko ýmsar kvartanir, ég er með kvef og veit ekki hvort það verði farið þarna 20.okt, einmitt alskonar búlshit. Ég ákvað ásamt mínum yfirmanni að snúa kvæði okkar í kross, blása af óvissuferðina og skella á árshátíð í staðin, þar sem allir vita nákvæmlega hvert þeir/þær eru að fara, og viti menn það eru fleirri komnir á listann og allt í einu getur maðurinn farið á árshátið þrátt fyrir að vera með kvef(hann neitaði að fara í óvissuferðina v/kvefs) og árshátíðin er sama dag og óvissuferðin átti að vera. Ég vona bara að ég þurfi ekki að afpanta borðið á Hótel Sögu og showið.