sunnudagur, október 29, 2006

Þetta að fer að koma

Jamm þetta fer að koma, það er svo mikið að gera hjá mér að ég hef bara ekkert að segja. Skrítið hvernig þetta er stundum og svo hefur maður ekkert að segja frá.
En eins og vanalega þá er brjálað að gera í nýju vinnunni hjá mér og búið að vera brjálað að gera hjá mér á föstudögum í skemmtanalífinu, alltaf í partýum eða á skemmtunum og alltaf makalaus hehehe, Hauki finnst þetta fullmikið, núna búin að fara 3 föstudaga í röð og svo fer ég aftur næsta föstudag.

Bráðum verður heilmikið fjör á heimilinu, þar sem við vorum að fjárfesta í píanói handa Sturlaugi, ja ég er komin með heila hljómsveit hérna og ég fæ að syngja, Gulli spilar á gítarinn, Stulli á píanóið og Markús Ingi á blokkflautu (vill læra á trommur) Haukur spilar svo á bassann.

Jæja nú er ég hætt, ætla á lista sýningu með Hildi mágkonu og svo horfa á fótboltaleik hjá Gulla.

Hilsen í bili. Lauga