föstudagur, apríl 29, 2005

Það var lagið..........

Föstudagskvöld og þátturinn það var lagið í varpanum, vikan hefur flogið fram hjá mér, byrjaði í nýju vinnunni minni, ég held að það verði bara nóg að gera hjá mér í sumar.
Mætti á miðvikudaginn og var allann daginn og dagurinn var svo bara búin og mér fannst ég vera ný byrjuð, fór svo aftur í morgun, svona verður þetta næstu 2 vikurnar, en um miðjan mai verð ég komin þangað í 50% vinnu og 50% hjá ÍTR, en frá og með 1. júní verð komin í 100% vinnu þar.
Það er æðinslegt að geta gengið um bæinn í hádeginu, fór á kaffihús og horfði á fólkið, þetta verður spennandi, þetta verður eins og í gamla daga þegar ég vann hjá ritsímanum og settist á austurvöllinn í sólinni.
Nú geta allir öfundað mig, hehehehe Hello







þriðjudagur, apríl 26, 2005

veikindi

komin með hálsbólgu og eyrnaverk, og ég sem hélt að veikindin væru búin fyrir árið. Skemmtilegt að mæta fyrsta vinnudaginn á nýja staðnum veik, ekki beint á stefnuskránni, verður víst bara að hafa það, hlakka samt til.

föstudagur, apríl 22, 2005

Draumar

Draumar eru dálítið skemmtilegt fyrirbæri, en mig dreymir frekar sjaldan, en ég dreymdi bróður minn í nótt, og ég man hvað mér leið vel við að hitta hann og glöð, en draumurinn var einhvernvegin svona, við vorum á vinnustað sem var samblandaður skóla og sjúkrastofnun með gömlu fólki, og þarna var það ég sem var að kenna börnum eitthvað og þegar maður kom út úr kennslustofunni þá var dagstofa fyrir framan þar sem gamla fólkið var, og ég vissi að ég þekkti þetta fólk því ég hef sinnt því þegar ég var að vinna á Landakoti, en ég er eitthvað að þvælast þarna og tala við fólkið þegar bróðir minn kemur gangandi til að ná í sjúkling, en hann kemur brosandi til mín, ég finn að ég brosi út að eyrum og heilsa honum og segi hvað það sé gott að sjá hann og hann svara einhverju á sömuleið, en svakalega leið mér vel og svakalega var gott að vakna við þennan draum. Nú er bara hvort að einhver geti ráðið í hann, og ég held svei mér þá að mig hafi ekki dreymt hann síðan hann dó. Þó ég hafi fundið fyrir honum þá hefur mig ekki dreymt hann.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar

Jæja nú er veturkonungur búin að kveðja okkur og sumarið tekið við. Eins og að vanda þá skellti fjölskyldan sér í messu í morgun, ferlega skrítið að sitja bara á bekknum og fylgjast með en vera ekki að syngja með kórnum. En næstu helgi ætla ég að fara að skemmta mér með kórnum, en ég þarf að borga mig inn, eða öllu heldur mæta með eitthvað til að borða hehehehe, er einhver með hugmyndir af einhverju einföldu ???

Nú styttist heldur betur í það að ég skipti um vinnu, guð hvað það verður gaman og ég tala nu ekki um að kynnast nýju fólki, frá og með 1 júni ferð ég alfarin frá ÍTR, ekkert smá fljótt að gerast.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Ó mæ god

Ég verð að gera mig sæta og fína innraeftirlitið er á leiðinni.

laugardagur, apríl 16, 2005

AAaaaaaaa

Svakalega er gott að vera búin að taka þess ákvörðun að skipta um vinnu, núna er ég ekki með neinn hausverk og er bara full af orku, hverjum hefði dottið það í hug ???

Gulli minn er úti í Gróttu, bekkurinn hans gisti þar í nótt og hann kemst ekki heim fyrr en það er fjara, ekkert smá mikið stuð, Haukur skutlaði drengnum þangað eða áleiðis og er hann kom heim var hann ekkert smá hneigslaður, krakkarnir voru með dótið sitt í svörtum ruslapokum og litlum töskum, á meðan þrammaði drengurinn okkar með bakpoka og í gönguskóm, já foreldrarnir eru sko ekki skátar fyrir ekki neitt og eiga rétta útbúnaðinn.

Og þar sem Gulli er út í Gróttu þá þurfti einhver að bera út fyrir hann, hehehe þetta var nú eiginlega sjálfskipað, sett upp þannig, Haukur hafði val um hvort hann færi út í Gróttu með drengnum eða bera út fyrir hann og þá þyrfti hann að vakna kl 6, hann valdi að bera út, hehehehe ekki nennti ég því.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Breytingarnar

Jæja nú get ég sagt frá, ég er ekki ólétt og ég er ekki að skilja, miða við símhringingar sem ég hef fengið, heldur er ég að hætta hjá ÍTR, og búin að fá nýja vinnu, stefnan er tekin á leikskóla Reykjavíkur til að byrja með, það verður að minnsta kosti 1 ár svo er bara að sjá hvað setur í þeim efnum.

sunnudagur, apríl 10, 2005

liðin vika

Því miður gat ég ekki tjáð mig um breytingarnar í lok viku, en í fyrramálið kemur það í ljós. En ég get sagt ykkur frá öðrum breytingum, Tengdó er búin að selja húsið og það besta er að Raggi og Kiddý eru búin að kaupa það, ákvörðun sem var tekin eftir miklar umhugsanir og ég get ekki sagt annað en til hamingju bæði tvö, Raggi og Kiddý settu íbúðina sína á sölu og það er hægt að segja að hún seldist með dí samme, alveg hreint frábært að þetta skyldi allt ganga upp.

Nú er komið að veðurfari frónsins, sem er með öllu heldur skrítið, fyrir 2 vikum var komið vor og allir úti að ganga/hjóla og komnir í vor fíling, en þetta breytist heldur betur vorið fór og veturkonungur mætti aftur á svæðið með frosti og snjókomu og núna er bara kalt og rigningin mætt, ég er sko alveg hætt að skilja þetta, kannski ekki skrítið og er bara í höndum æðri máttarvaldar. Svona er Ísland í dag.

Á föstudaginn fór ég í jarðarför, en hann Jónas B dó 1.apríl, ég hafði aldrei gert mér grein fyrir því hvað þetta var magnaður maður, fyrir mér var hann bara Jónas B, fyrrum skátahöfðingi Íslands, en hann var kennari að mennt og svo síðar fræðslustjóri reykjavíkur og kom ýmsum menntastefnum í gang á sinni tíð, ég var bara dolfallinn yfir þessari vitneskju sem heltist yfir mig, mér fannst hann bara tilheyra Úlfljótsvatni, yndislegur karl sem gaman var að tala við og fullur af fróðleik, jáhá maður veit sko ekki allt, kannski var ég heldur ekki að leitast eftir því.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Breytingar í vændum

Nú er allt á fullu og jafnvel breytingar í vændum, en það mun koma í ljós vonandi í lok vikunnar, þá mun ég deila þessu af einhverju viti en ekki í hálfkveðnum vísum.
bíðið bara spennt.

föstudagur, apríl 01, 2005

það er að skella á helgi

Nú er ég búin að komast að því hvað ég er að ganga langt, þetta eru rúmir 3 km, tók mig til og gekk rösklega í gær í hádeginu og stefnan er sett að ganga þá aftur í dag.

Haukur er að fara um helgina austur á Úlfljótsvatn, einhver starfsmanna helgi hjá Hinu Húsinu, á meðan ætla ég bara að hafa það gott karlmannslaus í kulda og trekki, hehhehehe, nei nei við strákarnir höfum það bara gott förum í göngu sund eða bara hjólatúr, aldrei að vita. Guð hvað þetta er allt saman spennandi, með þessum skrifum mínum hef ég komist að því hvað líf mitt er spennandi (eða þannig), þarf að fara að gera eitthvað róttækt.