föstudagur, júní 27, 2008

Skúra, skrúbba,bóna, þvo og pakka!!!!!!!!

Jæja nú er komið að því, allir orðnir spenntir en fyrst þarf að þrífa og þvo þvott áður en maður getur byrjað að pakkað niður, jebb þetta verður að vera allt undir control. En núna á sunnudagsmorgun verðum við í háloftinu á leið til Danmerkur, en þaðan munum við taka lest yfir til Svíþjóðar. Svo tekur við viku hanboltamót í Gautaborg og þann 9.júlí förum við til Berlínar.
Gunnar Már og Erla eru svo æðinsleg að þau ætla að lána okkur íbúðina sína í nokkra daga á meðan við erum þar að skoða þessa frábæru borg (svo er víst sagt, við verðum bara að trúa því). Þaðan munum við svo keyra yfir til Austurríkis (Vínarborgar).
Þetta er sem sagt ferðaplanið í grófum dráttum, ég vona að ég geti bloggað einhverja ferðasögum á meðan við erum úti og jafnvel sett einhverjar myndir.

Auf Wiedersehen.

fimmtudagur, júní 19, 2008

Utanlandsferð eftir 10 daga.

Nú er að styttast í evrópuferð fjölskyldunar. Við hjúin tókum það að okkur að vera yfirfararstjórar á handboltamót í Svíþjóð og í fram haldi af því er stefnan tekin á ferð til Þýskalands og Austurríki. Þannig að ferðin mun taka tæpar 3 vikur. Spennan er orðin gífurleg á heimilinu, strákarnir eru gjörsamlega að fara á límingunum.
Fyrir vikið missum við af ættarmótinu sem verður í júlí, mér finnst eiginlega hundfúlt að missa af því, enda er þetta líka mín ætt. hahahahaha.
Ég verð nú að láta eitt en flakka, eins og áður hefur komið fram hjá mér, þá sótti ég um í Háskólanum á Akureyri í fjarnámi og ÉG FÉKK INNGÖNGU Í SKÓLANN, jebb þannig að nú í haust verð ég háskólamær.

fimmtudagur, júní 05, 2008

Skólaslit

Já þá eru drengirnir komnir í sumarfrí. Ég hefði ekkert á móti því að eiga svona langt sumarfrí en því er víst ekki að skipta og það er margt sem breytist þegar maður verður eldri. Gulli var að útskrifast úr grunnskóla og mun því stíga sínu næstu skref í framhaldsskóla í haust. Drengnum gekk bara vel eða sómasamlega í prófunum, auðvitað hefði mamman viljað að honum gengi betur en svona er lífið. Stulli og Markús stóði sig líka vel en það eru nú alveg 5-7 ár þangað til þeir yfirgefa grunnskólann. Ég mun hafa góðan tíma til að jafna mig.
Aftur á móti ákvað ég að skrá mig í Háskólann á Akureyri (fjarnám), nú er bara að krossleggja fingur og vona að ég komist inn. hehehe. Mig langar að klára viðskiptafræðina og leggja áherslu á stjórnun. Nú er bara að bíða og sjá hvað setur.