fimmtudagur, maí 29, 2008

Jarðskjálfti.

Snarpur jarðskjálfti reið yfir suðurland í dag og fannst alla leið til Reykjavíkur, ekki get ég sagt að mér hafi liðið vel. Um leið og ég vissi hvar jarðskjálftinn átti upptök (undir Ingólfsfjalli), þá var það fyrsta sem ég gerði var að hringja í Ingu frænku og athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana og hennar fjölskyldu.
Sem betur fer er allt í góðu með þau, en ástandið á húsinu er ekki gott og þau eru búin að koma sér fyrir í tjaldi í garðinum. Vona bara að allt muni fara á besta veg og þessi órói jarðar fari að sjatna.

þriðjudagur, maí 27, 2008

Frumburðurinn 16 ára

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, hann þýtur framhjá manni án þess að maður geti haldið nokkrum vörnum við. Þegar ég var ung (Yngri), þá ætlaði tíminn aldrei að líða en þá var víst öldin önnur hahaha.
Í tilefni dagsins þá fór frumburðurinn í sinn fyrsta ökutíma og þvílíkt upplifelsi, honum fannst þetta að sjálfsögðu algjört æði og svo á að fara eitthvað og fá sér eitthvað gott að borða.
Strákarnir fengu líka í dag einkunnirnar sínar úr tónlistarskólanum og ekki get ég kvartað yfir þeim vitnisburði, þeir stóði sig alveg frábærlega og að sjálfsögðu stefna þeir að því að halda áfram, Stulli og Markús ætla reyndar að bæta við 1 hljóðfæri og taka hálft nám í gítarleik. Þetta verður bara skemmtilegt hjá þeim.
Takk fyrir öll kommentin hjá strákunum, þeim fannst rosalega skemmtilegt að lesa þau.
Kveðja Lauga

mánudagur, maí 19, 2008

Þriðju og síðustu tónleikarnar nú í vor

Jæja nú er Gulli búinn með sína tónleika, honum til aðstoðar var pabbi hans (Haukur). Ekkert smá flott hjá þeim og það myndaðist góð partýstemming. Hérna sjáið þið það.


laugardagur, maí 17, 2008

Tónleikar nr. 2 í röðinni

Nú er komið að tónleikum hans Markúsar Inga, það má eiginlega segja að þetta séu fyrstu tónleikar hans á Cello. Auðvitað fannst mömmu hans, hann standa sig alveg frábærlega og hérna sjáið þið afrekstur vetrarins.
Kveðja Lauga


mánudagur, maí 12, 2008

Helgin og vikan fram undan

Helgin er búin að vera hreint frábær. Hún byrjaði á því að mér var boðið á Laddi 60 ára, þannig að með stuttum fyrir vara, rjóð í kinnum og másandi eftir ræktina, var drifið í að dressa sig upp og koma sér í Borgarleikhúsið, marði það að vera komin 5 mín í átta. Frábær skemmtun og mikið hlegið. Laugardagurinn fór í leti og rólegheit heima, lesið og borðað, reyndar fór ég í ræktina og púlaði í klukkutíma, nú er sko stefnt að því að fara í ræktina 4-5 sinnum í viku, lágmarkið er 4 sinnum í viku.
Sunnudagurinn var æðinslegur, fjölskyldan skellti sér upp í Borgarnes til Bjössa og Sæu, þar var setið yfir myndum til að setja inn á ættarmótssíðuna, nú er ég komin með heilan helling til að skanna inn og setja inn. Gott að koma þangað í heimsókn enda mikið spjallað hehehe, ekki leiðinlegt það.
Fram undan eru tónleikar hjá Gunnlaugi og Markúsi Inga. Fótboltmót hjá Markúsi á Skaganum, held að það sé núna næsta laugardag.
Nú þyfti ég að reyna að klára þessa grein sem ég er að skrifa fyrir uppeldi, hvernig það er að vera íþróttamamma.

Kveðja Lauga

miðvikudagur, maí 07, 2008

Tónleikar í dag

Í dag spilaði Stulli minn á tónleikum, þarna voru krakkar sem eru búin að vera læra hjá henn Dagnýju í vetur. Og Stulli var eini nemandinn sem spilaði 2 lög. Mamman ekkert smá stolt og því vil ég deila því með ykkur.



14 ár í dag

Svakalega er tíminn fljótur að líða. Í dag er ég búin að vera gift í 14 ár. Veit ekki alveg hvað það þýðir hummmm, júbb það heitir víst fílabeinsbrúðkaup hahahaha.
Sett þetta inn svona fyrir ykkur, þannig að við séum öll með þetta á hreinu.
Hjúskaparafmæli:
1 árs: Pappírsbrúðkaup
2 ára: Bómullarbrúðkaup
3 ára: Leðurbrúðkaup
4 ára: Blóma- og ávaxtabrúðkaup
5 ára: Trébrúðkaup
6 ára: Sykurbrúðkaup
7 ára: Ullarbrúðkaup
8 ára: Bronsbrúðkaup
9 ára: Leirbrúðkaup/pílubrúðkaup
10 ára: Tinbrúðkaup
11 ára: Stálbrúðkaup
12 ára: Silkibrúðkaup
12½ ára: Koparbrúðkaup
13 ára: Knipplingabrúðkaup
14 ára: Fílabeinsbrúðkaup
15 ára: Kristalsbrúðkaup
20 ára: Póstulínsbrúðkaup
25 ára: Silfurbrúðkaup
30 ára: Perlubrúðkaup
35 ára: Kóralbrúðkaup
40 ára: Rúbínbrúðkaup
45 ára: Safírbrúðkaup
50 ára: Gullbrúðkaup
55 ára: Smaragðsbrúðkaup
60 ára: Demantsbrúðkaup
65 ára: Króndemantsbrúðkaup
70 ára: Platínubrúðkaup/járnbrúðkaup
75 ára: Gimsteinabrúðkaup/atómbrúðkaup
Kveðja Lauga