miðvikudagur, júní 29, 2005

Stóri dagurinn á morgun !!!!!!!

Tónleikar á morgun, spenningurinn í hámarki, nú er bara að finna outfittið fyrir morgun daginn, draga fram Duran Duran gallann, legghlífar og grifflur, klútinn í hárið og glimmerið íííha.
Gleði gleði gleði ..................................

laugardagur, júní 25, 2005

Helgin

Rigning, rigning og meiri rigning og spáin er rigning fram í miðja næstu viku, grasið grænkar og tréin stækka.

miðvikudagur, júní 22, 2005

Undirbúningur

Undirbúningur fyrir ferðir eru endalausir, nú er verið að skipuleggja ferð á fótboltamót fyrir
SO og MI, en þeir eru að fara á skagamótið sem verður helgina sem við förum út til Danmerkur eða frá 8-10 júlí, svo erum við búin að redda okkur herbergi fyrir fyrstu nóttina, svo þarf að borga HÓ, redda okkur bíl og allt sem því fylgir, kannski að ég þurfi að gera lista yfir allt sem ég þarf að gera og hverju eigi að pakka svo ég klikki ekki á neinu eins og sumir sem ég þekki, neee ég held ég fari frekar yfir um og ef eitthvað vantar þá reddast það allt saman, það gerir það alltaf.

sunnudagur, júní 19, 2005

Kvennadagurinn

Mánuðurinn meira en hálfnaður 11 dagar í tónleika og 21 í danmerkurferð, í dag eiga tengdó brúðkaupsafmæli og Markús Ingi 6 ára skírnarafmæli, tíminn ekkert smá fljótur að líða, 17. júní leið í blíðskaparveðri, Haukur vann eins og venjulega en við strákarnir áttum góðann dag og enduðum síðan daginn í afmælisveislu hjá henni Heiðu Kristínu eins og venjulega.
Skólinn kominn í frí, og strákarnir mínir stóðu sig bara vel í skólanum, Gulli með 8,5 í meðal einkunn en drengurinn fékk 10 í myndmennt, ég vissi ekki að það væri hægt að fá 10 í því fagi, Stulli fékk einkunnir í bókstöfum og var með Á í öllu nema sundi þar sem hann fékk G, ég get ekki annað en verið stolt móðir þessa dagana og vona að svona verði framhald hjá þeim.

þriðjudagur, júní 14, 2005

Sólin

Ég skil ekki afhverju allir eru á leið til sólarlanda, þegar sólin er hér, hér er búið að vera þvílík blíða að það er ekki verandi úti vegna hita og maður er farin að leita að skugga til að vera í. Fór og settist niður á austurvelli í dag í hádeginu, yndislegt, sat þarna og rifjaði upp gamla tíma, en svakalega var gott að komast í skuggann og veðurblíðan á að vera svona út vikuna hérna á suðvesturhorninu. Lifi Ísland

föstudagur, júní 10, 2005

Föstudagurinn kominn

Blá og marin, harðsperrur og allt, nú er maður búin að standa í flutningum fyrir vinnuna, ný byrjuð og flutt, haldið að sé nú flott, nú er vinnan staðsett í gamla miðbæjarskólanum, og nú vinn ég ekki lengur hjá Leikskólum Reykjavíkur heldur hjá Menntasviði Reykjavíkur.
En eins og þið sjáið þá er ég aftur komin í netsamband og vonandi fer ég að geta tjáð mig eitthvað af viti.

20 dagar í tónleika.

sunnudagur, júní 05, 2005

I´m back

Allt brál... nóg að gera í nýju vinnunni, fótboltanum og bara í öllu, helgin fór í brúðkaup, lenti þó ekki í neinu veseni eins og hún Siffó með að finna föt á mig, en mig langaði í rauða skó, að sjálfsögðu voru þeir ekki til í mínu númeri, þannig að ég fór bara í brúnum, skemmti mér frábærlega, svakaleg flott brúður í grænum kjól, sniff sniff sniff, og í dag þræddi ég listasöfnin með mágkonu minni og svo setumst við niður á kaffihúsi borgarinnar og höfðum það gott.
Sjómenn til hamingju með daginn. 25 dagar í tónleika.