mánudagur, september 12, 2005

Smá mont

Hæ allir sem lesa þessa síðu, þar sem ekkert gerist og ekkert heyrist, ekkert slúður og bara ekki neitt, nei kanski ekki alveg.

Það er allt við það sama hjá mér, nema um helgina fórum við hjónakornin í brúðkaup austur á Úlfljótsvatni, en þau Einar Dan og Kristjana ákváðu að gifta sig með stuttum fyrirvara en þar var dansað fram á nótt við undirleik Svitabandsins (flott band). Sunnudagurinn fór því í leti.

En í dag fékk ég skemmtilegan póst, þar sem mér var sagt að myndibandið sem Gulli tók þátt í væri komið á skjáinn, en drengurinn var pikkaður upp af götunni og beðinn um að koma í prufu fyrir myndband hjá Sigurrós og hann var valinn ásamt nokkrum öðrum. Ein stolt móðir.

Hérna kemur linkurinn. http://www.sigur-ros.is/sirkus.html lagið heitir Glósóli.

Og svo endaði vinnudagurinn minn á því að ég frétti að einn af okkar ástsælu leikurum væri fallinn frá. En fyrir mér finnst mér að hann ætti að vera eilífur, Mikki refur mun lifa í hans minningu, og líka lék hann einn af ræningjunum í Kardimommubænum, ég held að ég muni alltaf muna eftir honum í þessum hlutverkum, þó að hann hafi leikið í fjölda verka þá eru þetta fyrstu leikritin sem ég sá og hann var frábær í þeim.

sunnudagur, september 04, 2005

Vikan

Jæja það lítur út fyrir að ég skrifi bara hér á vikufresti og ekki get ég sagt að ég hafi mikið að segja, nema bara það sama og venjulega, vinna og aftur vinna og það lítur út fyrir að svo verði áfram. Markús Ingi er þvílíkt glaður með það að vera byrjaður í skólanum, nú er maður sko orðinn stór og þarf sko enga hjálp, enda líka byrjaður í skólanum.
Stóri strákurinn minn er að fara að fermast í vor og nú er búið að boða okkur foreldrana á fund ásamt drengnum til prestsins núna í vikunni, ekkert smá hvað tíminn flýgur strákurinn minn að fermast og mér finnst ég bara vera ný búin að eignast hann og áður en ég veit af verður hann fluttur að heiman og mér finnst ég ekkert eldast miða við hraðann á lífinu.