laugardagur, maí 28, 2005

Tíminn líður

Nú er allt partýstand búið í bili eða ég held það, en ég er búin að komast að því að það er allt of mikið að gera hjá mér, að ég næ ekki að gera neitt, djö..... ekkert skipulag, en vonandi fer þetta allt að lagast þegar maður er farin að vinna á einum stað en ekki 2 og fjölskyldustörfin hlaðast upp. Ég held bara áfram að telja niður skemmtilegu hlutina sem eru fram undan hjá mér.
2 vinnudagar eftir í Gufunesbæ, 1 mánuður í tónleika og 6 vikur í Danaveldið, svakalega er þetta fljótt að líða og fyrr en varir verður sumarið liðið og litla barnið mitt byrjað í skóla, búin að skrá hann á sundnámskeið og ætli hann fari ekki líka í fótboltaskólann eins og Sturlaugur.

Gulli er orðinn Táningur, hann varð þrettán í gær og þá er maður orðinn táningur, mér voru tilkynnt þessi herlegheit í gær og ég mætti ekki kalla hann barnið mitt og áður en ég veit af verður hann fluttur að heiman. Vá hvað tíminn líður, ég get sko alveg sagt það að mér finnst tíminn líða alltof hratt þessa dagana eða árin, en þegar ég var barn fannst mér allt svo lengi að líða.

Jæja ég er hætt þessu bulli og farin í háttinn.

þriðjudagur, maí 24, 2005

Lífið í hnotskurn

5 dagar eftir. Var í þessu líka fína boði hjá borgarstjóranum, það var verið að kveðja Berg sem hefur verið framkvæmdarstjóri Leikskóla reykjavíkur í 30 ár, fullt af fólki og góðar veitingar, maður er ný byrjaður í nýrri vinnu og er í boðum endalaust, boð í dag, boð á fimmtudaginn og svo á föstudaginn, bara brjálað að gera hjá manni.

mánudagur, maí 23, 2005

Count down

6 vinnudagar eftir í Gufunesi.

sunnudagur, maí 22, 2005

Howdy

Þá er ég komin með miða á DD, nú er bara að bíða í 5 vikur, annars er lítið að frétta héðan, mér líkar vel í nýju vinnunni minni og ég á bara 7 hálfa vinnudaga eftir í Gufunesbæ, já það er sko talið niður hjá mér, strákarnir telja aftur á móti niður vikurnar að Danmerkurferð, og núna eru bara 7 vikur í þá ferð. Haukur er komin í stjórn hjá fótb.deild Gróttu hehehehe, hann hefur nú bara gott af því, lentum í grillveislu hjá stjórninni en ég lét mig hverfa snemma í annað geim, mætti svo galvösk á fótboltamót hjá strákunum á laugardagsmorgun og fram eftir degi, og svo sat fjölsk. yfir júróvision og strákarnir vildu að norska lagið myndi vinna, ég hélt með dönum í þetta skiptið, okkur varð ekki að ósk okkar í þetta skiptið. Svo er bara búið að vera rólegt og gott í dag. Sund og bíó það gæti ekki verið betra.

fimmtudagur, maí 19, 2005

hæ hæ

Jæja þá er ég mætt aftur, nú er dagarnir stremmnir að ég hef varla mínútu aflögu fyrir mig, en nú er ég farin að telja niður dagana í Gufunesbæ, nú eru bara 8 hálfir dagar eftir, jibbý.
Undanúrslit í eurovision búin og Ísland komst ekki áfram, þetta er sko bara svindl, þau attu sko fyllilega skilið að komast áfram. Á morgun verður bara partýstand og gleði. bið að heilsa ykkur fáu hræðum sem kíkja á þessa síðu mína. :)

miðvikudagur, maí 11, 2005

Tónleikar

Hehe ég ætla á tónleika í sumar og nú er því best að fara setja sig í stellingar og vera tilbúin að kaupa miða á 1 degi. Jú viti menn Duran Duran er á leiðinni á klakann, ég og nokkrar stelpur ætlum að fara bara upp á prinsippið, hey þó þeir séu að koma 20 árum of seint, þá verður maður að mæta, reyndar ætlar Haukur að koma með mér, ég er búin að heyra að fullt af fólki ætli að mæta, svei mér þá ef það verði ekki stuð. Ætli það sé ekki best að draga upp gamla vínilinn og rifja upp lögin og textana.

Upplýsingar um tónleikana Treble Quaver 2 Semiquaver 1 Semiquaver 2 Quaver 1 Quaver 1 Crotchet Quaver 2 Quaver 2 Semiquaver 1
www.reykjavikrocks.is





þriðjudagur, maí 10, 2005

hæ hæ

Jæja þá er ég mætt aftur eftir veikindinn, ömurlegt líf en pensilínið fór loksins að virka eftir 5 daga, þannig að nú er ég viðræðu hæf heheheh. Næstu vikur verður brjálað hjá mér, þar sem ég er að byrja á fullu á nýja staðnum og verð líka á þeim gamla, en það er í góðu þar sem ég er komin með nýtt ilmvatn, bjargar öllu
Thumbs Up





miðvikudagur, maí 04, 2005

Flensan góða

Jæja nú fer flensunni að ljúka, búin að liggja síðan á föstudagskvöldið, samt dröslast í vinnunnu á 10% krafti en komst að hjá doktornum í dag og komin á súper dúper pensilín og bólgueyðandi lyf, ætti því að verða hress eftir nokkra daga. Húrra fyrir pensilíninu.