mánudagur, ágúst 07, 2006

Sumarfríið á enda hjá sumum


Þá er maður komin heim úr viku utanlandsferð, rosalega heitt og gott að vera án barna en vika var alveg nóg að vera án þeirra. Fjölskyldan ákvað að vera í rólegheitum um helgina og vera ekki eins og allir aðrir að fara í útilegu enda veðrið ekki upp á marga fiska. Fórum samt í gær í smá bíltúr á Þingvelli og tókum góða göngu þar með drengjunum enda duglegir að ganga og veðrið fínt. Þetta er sem sagt heilsu helgin mikla, ganga og línuskautar í dag, það verður gaman að vita hvað við gerum á morgun.

Svo eru það nýjar fréttir !!! ég er búin að fá nýja vinnu, þar sem ég var bara að leysa af í ár, reyndar er árið vel búið og gott það en ég verð að vinna á Menntasviði út ágúst og 50% í september en þá byrja ég að vinna hjá Bílastæðasjóði Rvíkur sem rekstrarfulltrúi, alveg hrikalega spennandi staða, hey mér finnst það. hehehe

Hilsen í bili.