mánudagur, október 27, 2008

Allt á réttri leið :-)

Jæja þá er ég búin að fara í steinbrjótinn "Mjölnir", það lítur út fyrir það að þetta hafi bara gengið vel. Þannig að allt lítur vel og mér líður aldrei þessu vant bara mjög vel, nú get ég líka farið að taka skólann aftur með trompi og sinnt vinnunni sem skyldi.
Kveðja Lauga

sunnudagur, október 19, 2008

Í fréttum er þetta helst.

Jæja þá koma fréttir eða ekki fréttir, þessa dagana á ég að taka því rólega, er bara að bíða eftir því komast í steinbrjótinn til að mölva þennan stein, en hann ákvað að fara að hreyfa sig sem veldur mér bara þjáningum, en verkjalyfin halda svolítið verkjunum frá. En nóg með mig, strákarnir eru að sjálfsögðu á fullu í sínu og Markús Ingi var að þreyta samræmdupróf núna í vikunni í íslensku og stærðfræði, að hans mati gekk honum bara vel, sagði að stærðfræði prófið hafi bara verið létt, en við sjáum hvað setur. Stulli er bara á fullu í handboltanum þessa dagana og skóla og píanói. Gulli er á fullu í hárgreiðslunni (finnst rosalega gaman) og í björgunarsveitinni.
Haukur fær það hlutverk að sjá um allt og þjónusta þar sem ég er í veikindarleyfi hehehe.
Hilsen Lauga

föstudagur, október 10, 2008

Tónleikar aftur

Nú er Haukur búin að fara yfir videoupptökurnar sem hann tók á strengjatónleikunum og ákvað ég að setja inn 3 brot, Þar sem Markús spilaði með sinni hljómsveit og svo þar sem Tinna Mjöll er að spila með sinni hljómsveit, reyndar er það bara brot af hennar lagi, en öll lögin voru svo löng sem hennar hljómsveit spilaði, en ég verð bara að sýna hana :-), og svo síðasta brotið er þegar allir spila lagið mamma mía, en þarna eru yfir 360 börn að spila. vonandi finnst ykkur þetta skemmtilegt eins og mér.

þriðjudagur, október 07, 2008

Strengjatónleikar



Við fórum á tónleika núna síðast liðinn sunnudag, hjá Markúsi Inga og Tinnu Mjöll, Það er nú skemmst frá því að segja nema að Markús fór á strengjamót í Reykjanesbæ var það frá föstudegi til sunnudags og endaði á alsherjar tónleikum á sunnudegi. Þetta var alveg svakalega gaman, þrátt fyrir að heilsan væri léleg. En það besta af þessu var að ég var fyrsta skipta að hlusta og sjá guðdóttur mína spila, en það er hún Tinna Mjöll og Unnur vinkona (mamma Tinnu) var líka að sjá guðson sinn spila. Ég verð nú að segja að ég er rosalega stolt af þessum börnum mínum.

fimmtudagur, október 02, 2008

Heimt úr helju

Já það eru víst orð með sönnu. Ég er víst búin að vera ógeðslega veik og það í orðsins fylstu merkingu. Föstudaginn 26.sept ætlaði ég að skella mér í frænkuboð hjá Gurrý systur í smá stund fara síðan heim að læra og læra alla helgina og taka síðan próf, úr þessu skipulagi var því miður ekki mikið uppá að hafa þar sem ég lenti inn á spítala með nýrnasteinakast, og í þessu skelfilega kasti festist steinninn og olli sýkingu, sem þýðir hár hiti, köldu og svo lengi mætti telja.
Á laugardeginum var ég send í aðgerð, þar sem ég var svæfð og slöngu var komið á milli nýra og þvagblöðru, framhjá steininum. Jæja ekki nóg með það þá fékk ég sýkingu í lungu og það voru víst nokkrir dagar þar sem ekki var fallegt ástandið eða svo er mér sagt frá starfsfólki spítalans.
Fékk að fara heim en varð að lofa að vera mjög góð. Og ég ætla vera mjög góð.