fimmtudagur, október 02, 2008

Heimt úr helju

Já það eru víst orð með sönnu. Ég er víst búin að vera ógeðslega veik og það í orðsins fylstu merkingu. Föstudaginn 26.sept ætlaði ég að skella mér í frænkuboð hjá Gurrý systur í smá stund fara síðan heim að læra og læra alla helgina og taka síðan próf, úr þessu skipulagi var því miður ekki mikið uppá að hafa þar sem ég lenti inn á spítala með nýrnasteinakast, og í þessu skelfilega kasti festist steinninn og olli sýkingu, sem þýðir hár hiti, köldu og svo lengi mætti telja.
Á laugardeginum var ég send í aðgerð, þar sem ég var svæfð og slöngu var komið á milli nýra og þvagblöðru, framhjá steininum. Jæja ekki nóg með það þá fékk ég sýkingu í lungu og það voru víst nokkrir dagar þar sem ekki var fallegt ástandið eða svo er mér sagt frá starfsfólki spítalans.
Fékk að fara heim en varð að lofa að vera mjög góð. Og ég ætla vera mjög góð.

5 ummæli:

Heiðrún sagði...

ja, hérna!
Það er eins gott að þú verðir góð.
Góðan bata.

Nafnlaus sagði...

Reyndu þá að standa við það Lauga mín að vera þæg og góð,ekki ætla þér ALLTAF um of ha,heimurinn ferst ekkert þó maður gleypi hann ekki.Knús og kv. frá Spáni.

Nafnlaus sagði...

OMG - vertu nú stillt og farðu vel með þig...

Sigurlaug Björk sagði...

Ég lofa því að vera góð, ekki annað hægt :-)

Vesturfararnir. sagði...

Já maður verður að læra að slaka á, maður heldur alltaf að lífið bara fúnkeri ekki án manns. Elsku Lauga mín, vonandi verðuru fljót að jafna þig, það er sko ekki gaman að lenda í einhverju svona. Batnaðar kveðjur.
Siffó frænks.