mánudagur, janúar 29, 2007

Janúar á enda

Nú er jan að verða búin og ég reyni að vera dugleg í ræktinni, fer svona 4-5 sinnum í viku. Ég ætla rétt að vona að kílóin fari að fjúka, því nóg púla ég og svitna. Nóg um ræktina að sinni, ég fór í frábæra óvissuferð með vinnunni á laugardaginn, þar sem lagt var af stað kl 8.30 frá höfuðborginni og keyrt austur fyrir fjall, að minni Borg í Grímsnesi, þar sem við vorum á námskeiði sem heitir "hver tók ostinn minn" frábært námskeið og ég komst að því að ég er Þefur (híhí) ég er sko enginn Loki (þvermóðska og ekki til í neitt) eða LÁSI (sem þarf að taka öllu með fyrir vara og að vel ígrunduðu máli) neibb ég er Þefur (svona meira til í að gera hluti og reyna að framkvæma þá), og eftir þetta námskeið var farið upp í risastórann fjalltrukk og farið upp á Bláfellsháls og þar var farið á snjósleða og keyrt upp að jökulrönd Langjökuls, þegar þetta var búið var brunað á Laugarvatn þar sem sest var niður að snæðingi og gætt sér á þorramat. (og Drukkið). Ég var búin eftir þetta skrall á sunnudaginn en lét það ekki aftra mér og mætti í ræktina til að hrista af mér slenið, svei mér þá ef ég er ekki að standa mig í þessu átaki.

Jæja bið að heilsa ykkur í bili. Þorrakveðja af nesinu.

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Átak

Nú er maður byrjaður í nýársátakinu, tók þá skemmtilegu ákvörðun að reyna að koma mér í form, skellti mér því í worldclass og skráði mig í likami fyrir lífið, svo var það að koma sér af stað í fyrsta skipti og viti menn það var bara gaman, hitti gamlan skólafélagi úr MH sem ég hafði ekki hitt lengi, (alltaf gaman að spjalla).
Það er sko ekki nóg með að ég sé í átaki þá erum við líka byrjuð með hundinn á námskeiði.

Svo er undirbúningshópurinn fyrir reunion byrjaður á fullu í undirbúningi, fá tilboð og fleira. gaman gaman.

sunnudagur, janúar 07, 2007

07.01.07

Ekkert smá flott dagsetning, hehehehe, enda er þetta minn dagur, jamm ég á afmæli í dag, 36 ára, þetta er ekkert stórt en afmæli samt, ég ætla bara að taka því rólega í dag og taka niður jólin, eitt af því sem ég geri alltaf á þessum degi, en ég er jólabarn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunar, jibbíííí ég er jólabarn. Jæja ég ætla að halda áfram að taka niður jólin.

föstudagur, janúar 05, 2007

Gleðilegt ár !!!!!



Já gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Nú eru liðnir heilir 5 dagar af árinu og systir mín á afmæli í dag (40 ára) og svo ég eftir 2 daga, nú þá er bara árið búið í mínum huga, annars höfðu allir það gott yfir áramótin, skelltum okkur til Keflavíkur til að éta og sprengja og svo að sjálfsögðu til að vera með skemmtilegu fólki.
Eftir svona gott frí er eftir fyrir strákalinga að vakna (Markús og Haukur), ég er nefnilega búin að komast að því að það eru þrjár A manneskjur á heimilinu og tvær B manneskjur, við hin skiljum ekki svona, alltaf sama vesenið á morgnanna og á kvöldin hehehe. Lífið í hnotskurn. A+B= O