miðvikudagur, mars 21, 2007

Ég hef ekkert við tímann að gera!!!

Nú verð ég að fara að læra að segja nei, þetta bara gengur ekki lengur. Ég er búin að komast að því að í mínum sólarhring er ég með fleiri klst. en aðrir og ég er sko ekkert að grínast með það.

Ef ég lít yfir það sem ég er að gera öllu jafna þá er tími minn ekkert dýrmætur og ég get alltaf á mig blómum bætt.
1. Hugsa um heimili og börn
2. 100% vinna
3. Flokkráð Gróttu og fjáröflunarnefnd
4. Stunda ræktina (til að komast í betra form og fá meiri orku til að sinna öllu)
5. Undirbúningsnefnd fyrir reunion
6. sýna drengjunum mínum áhuga á þeirra tónlistarnámi og íþróttum
7. varaformaður skátasambands Reykjavíkur

Þetta er dálítið þétt setin dagskrá hjá mér, og næst þegar ég er beðin um e-ð þá ætla ég mér að segja NEI, kannski að ég þurfi að fara að æfa mig í því.

Ætla að skella mér á tónleika í kvöld hjá honum Sturlaugi og fund hjá Gróttu.

Kveðja frá geitinni :)

sunnudagur, mars 04, 2007

Stór tónleikar




Markús Ingi tók þátt í stórtónleikum um helgina, blokkflautuhóparnir í tónlistaskólanum tóku þátt í tónleikum í Seltjarnarneskirkju, þau spiluðu með sinfóníuhljómsveit tónlistaskólans, ekkert smá flott, yfirskrift tónleikanna var íslenskt já takk, gaman að fylgjast með hvað krakkarnir eru flinkir, þetta var 2 klukkustunda prógramm, þannig að laugardagurinn var fyrir bí í undirbúningi fyrir fjölskylduafmæli.






Fjölskylduafmælið var nú samt nú í dag, þrátt fyrir lítinn undirbúning, slatti af gestum eins og gengur og gerist í svona hófum. En allir fengu nóg af veitingum og ég vona að enginn hafi farið svangur heim eftir allt átið.