laugardagur, desember 20, 2008

Jólin og jólaundirbúningur




















Kæru vinir og vandamenn, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Takk fyrir það gamla og vonandi sjáumst við hress á nýju ári.

Eins og margir vita þá hefur heilsufarið á heimilinu ekki verið upp á marga fiska, en með lækkandi sól, þá hefur heilsan komið hægt og rólega, demanturinn ákvað að yfirgefa hreiðrið, þannig að ég er öll að koma til (hahahaha). Og því heilsan er svo að segja komin þá var farið í jólaundirbúning, baka smákökur (done), þrífa (done), kaupa jólagjafir (mostly done), skreyta jólatréð (sunnudag), ákvaða matinn og kaupa (done), vantar eitthvað meira á listann???, held ekki, nema þá að elda matinn og það gerist eins og allir vita bara samdægurs.

Ég get nú sagt ykkur frá því að ég og unglingurinn á heimilinu fórum á konfektgerðarnámskeið, svei mér þá ef við erum ekki bara snillingar :-) , þetta var rosalega skemmtilegt og líka gott. Það er rosalega gaman að geta gert svona og þá á við að geta verið með unglingnum, það gerist nú ekki oft á þessum dögum, hvað þá að gera eitthvað með mömmu sinni, sem er oftast sagt að það sé "hallærislegt ", ætli ég lifi ekki á þessu í nokkur ár.

Bið að heilsa í bili.
Með jólakveðju Lauga

mánudagur, desember 08, 2008

Jólin nálgast.

Já þau nálgast ef enginn hefur tekið eftir því, bara 16 dagar til jóla, vóóóó hvað tíminn líður hratt.
Undan farið er búið að vera nóg að gera hjá mér og mínum, endalausir tónleikar hjá strákunum og svo auðvitað vinnan, plús veikindi.
Á morgun á ég að hitta doktorinn og ég efa það að steininn minn sé farinn (auðvitað á ég við demantinn sem situr fastur), en auðvitað kemur þetta allt saman í ljós á morgun. Allir að krossleggja fingur og vona með mér að demanturinn sé farinn.
Og svo er bara að koma sér í jólagírinn og skreyta skreyta skreyta meira.

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Heilsan hvað er það nú aftur ???!!!???

Nú er ég búin að fara til doktorsins og viti menn, steinbrjóturinn "Mjölnir" braut ekki niður steininn góða, svei mér þá, þetta ætlar ekki að ganga þrautalaust, þessir STEINAR vilja bara ekki yfirgefa mig alveg sama hvað sé reynt. Nú er ég komin í tilraunaverkefni, það er að ég held áfram að taka inn verkjalyfin, sýklalyfin og nú Omnic en það er víst kallalyf, hahaha nú er ég orðinn eldri maður með þvagfæra og blöðruhálskirtilsvandamál. Jebb doktorinn sagði það, en þetta lyf á að hjálpa til með að þrýsta steininum út, vona bara að þetta virki.

Nú er Skrekkur búinn og MINN SKÓLI vann, yessss til hamingju Austó.

mánudagur, nóvember 10, 2008

Afmælisdagur

Í dag hefði afi minn átt afmæli og orðið 94 ára, en hann var fæddur 10.11.1914, skrítið að hugsa til þess að fyrir ári síðan sat ég og spjallaði við ömmu mína í tilefni dagsins, við áttum hátt í 2 klukkustundaspjall í símanum, okkur þótt mjög gaman að tala :-), en þetta var okkar síðasta spjall, þessi dagsetning verður því föst í minni mínu um ókomnatíð. En þegar ég hugsa til baka þá held ég að amma mín afi vitað að hún væri að fara, því eiginlega snérist samtal okkar um gamlar minningar, um mig og mín fyrstu ár hjá þeim öðlingshjónum, og líka um það að ég hafi alltaf verið velkomin. Já það er gott að eiga svona minningar.
En nóg um gamlar minningar, nú er Skrekkur byrjaður á fullu og fyrsta kvöldið af 5 búið, og reyndar er ég alveg búin eftir þetta fyrsta kvöld, en þetta er fínn auka peningur því drösla ég mér áfram í þetta. En ég vona að heilsan fari nú að koma tilbaka er eiginlega búin að fá nóg af verkjum og óþægindum.
Læt þetta duga í bili.

mánudagur, október 27, 2008

Allt á réttri leið :-)

Jæja þá er ég búin að fara í steinbrjótinn "Mjölnir", það lítur út fyrir það að þetta hafi bara gengið vel. Þannig að allt lítur vel og mér líður aldrei þessu vant bara mjög vel, nú get ég líka farið að taka skólann aftur með trompi og sinnt vinnunni sem skyldi.
Kveðja Lauga

sunnudagur, október 19, 2008

Í fréttum er þetta helst.

Jæja þá koma fréttir eða ekki fréttir, þessa dagana á ég að taka því rólega, er bara að bíða eftir því komast í steinbrjótinn til að mölva þennan stein, en hann ákvað að fara að hreyfa sig sem veldur mér bara þjáningum, en verkjalyfin halda svolítið verkjunum frá. En nóg með mig, strákarnir eru að sjálfsögðu á fullu í sínu og Markús Ingi var að þreyta samræmdupróf núna í vikunni í íslensku og stærðfræði, að hans mati gekk honum bara vel, sagði að stærðfræði prófið hafi bara verið létt, en við sjáum hvað setur. Stulli er bara á fullu í handboltanum þessa dagana og skóla og píanói. Gulli er á fullu í hárgreiðslunni (finnst rosalega gaman) og í björgunarsveitinni.
Haukur fær það hlutverk að sjá um allt og þjónusta þar sem ég er í veikindarleyfi hehehe.
Hilsen Lauga

föstudagur, október 10, 2008

Tónleikar aftur

Nú er Haukur búin að fara yfir videoupptökurnar sem hann tók á strengjatónleikunum og ákvað ég að setja inn 3 brot, Þar sem Markús spilaði með sinni hljómsveit og svo þar sem Tinna Mjöll er að spila með sinni hljómsveit, reyndar er það bara brot af hennar lagi, en öll lögin voru svo löng sem hennar hljómsveit spilaði, en ég verð bara að sýna hana :-), og svo síðasta brotið er þegar allir spila lagið mamma mía, en þarna eru yfir 360 börn að spila. vonandi finnst ykkur þetta skemmtilegt eins og mér.

þriðjudagur, október 07, 2008

Strengjatónleikar



Við fórum á tónleika núna síðast liðinn sunnudag, hjá Markúsi Inga og Tinnu Mjöll, Það er nú skemmst frá því að segja nema að Markús fór á strengjamót í Reykjanesbæ var það frá föstudegi til sunnudags og endaði á alsherjar tónleikum á sunnudegi. Þetta var alveg svakalega gaman, þrátt fyrir að heilsan væri léleg. En það besta af þessu var að ég var fyrsta skipta að hlusta og sjá guðdóttur mína spila, en það er hún Tinna Mjöll og Unnur vinkona (mamma Tinnu) var líka að sjá guðson sinn spila. Ég verð nú að segja að ég er rosalega stolt af þessum börnum mínum.

fimmtudagur, október 02, 2008

Heimt úr helju

Já það eru víst orð með sönnu. Ég er víst búin að vera ógeðslega veik og það í orðsins fylstu merkingu. Föstudaginn 26.sept ætlaði ég að skella mér í frænkuboð hjá Gurrý systur í smá stund fara síðan heim að læra og læra alla helgina og taka síðan próf, úr þessu skipulagi var því miður ekki mikið uppá að hafa þar sem ég lenti inn á spítala með nýrnasteinakast, og í þessu skelfilega kasti festist steinninn og olli sýkingu, sem þýðir hár hiti, köldu og svo lengi mætti telja.
Á laugardeginum var ég send í aðgerð, þar sem ég var svæfð og slöngu var komið á milli nýra og þvagblöðru, framhjá steininum. Jæja ekki nóg með það þá fékk ég sýkingu í lungu og það voru víst nokkrir dagar þar sem ekki var fallegt ástandið eða svo er mér sagt frá starfsfólki spítalans.
Fékk að fara heim en varð að lofa að vera mjög góð. Og ég ætla vera mjög góð.

miðvikudagur, september 17, 2008

Frænkuboð á næsta leiti

Já nú er komið að "ÞVÍ" Gurrý systir ákvað að halda næsta frænkuboð, enda kominn tími til, en við munum hittast föstudaginn 26 sept en þá er hún nýbúin að eiga afmæli (24.sept). Kannki fáum við afmælisköku hehehe.
Annars er frekar lítið að frétta af mér, nema það sama og venjulega, vinna skóli, vinna skóli og auðvitað heimilið líka (fjölskyldan). Læra og læra meira. Svona er bara lífið þessa dagana.
Fór reyndar í leikhús um helgina, sá Fló á skinni með vinnunni, Haukur komst reyndar ekki með mér þar sem hann var veikur. Við fórum á Kringlukránna áður og fengum okkur að borða, maturinn var frábær, algjört æði nammi nammi.
jæja komið gott í bili.
Lauga

fimmtudagur, september 04, 2008

Lífið

Nú er heimilislífið að komast í fastar skorður, allir komnir í skóla sem eiga að vera þar, tómstundastörf komin á fullt, þannig að allir eru glaðir með sitt.
Við hjónin skelltum okkur á tónleika í gær hjá Klezmer Kaos, en það er hljómsveitin hennar Heiðu frá París, við hjónin skemmtum okkur mjög vel, en ég verð að segja að Heiða frænka er svakalega flott vá vá vá. hljóðið hefði mátt vera betra, það fannst öllu tónlistarfólki(ættingjar) í salnum, Biggi og Jói voru eiginlega á því að fjarlægja hljóðmanninn hahahaha. En frábærir tónleikar og þau stóðu sig eins og hetjur og í lokin var sunginn afmælissöngur fyrir Heiðu þar sem hún varð 25 í gær.
Á morgun ætlum við til Keflavíkur(Reykjanesbæ) á ljósanótt, en Hildur(systir Hauks) Daddi(bróðir Hauks) og Davið sonur Hildar eru að opna sýningu þar á morgun og auðvitað mætir fjölskyldan á opnunina.

laugardagur, ágúst 23, 2008

Dagurinn í Dag

Þessi dagur verður sko ekki rólegur hjá mér frekar en fyrri daginn. Nú er ég búin að fara 1 sinni noður í skólann, sem var bara fínt. Nú verður sko aldeilis tekið á því, Vinna, skóli, heimili og lærdómur, svona verður líf mitt næstu árin, bara svona smá upplýsingar til þeirra sem vilja vera í sambandi við mig hehehehe.
Í dag ætla strákarnir mínir að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni (3km), auðvitað mun ég fara og hvetja drengina mína til dáða, veit samt ekki hvort ég nenni að vera í bænum á menningarnótt, ekkert mikið fyrir það.
Í dag hefði amma mín líka átt afmæli, hún hefði orðið 88 ára, verð að segja að mér finnst mjög skrítið að geta ekki hringt í hana og óskað henni til hamingju með daginn. Hún var vön því að baka pönnukökur í tilefni dagsins, þannig að ég hringdi yfirleitt í fyrra fallinu til að heyra í henni áður en systur hennar mættu eða þá seint á kvöldin, til að vera viss að ég fengið spjallið.
En í dag mun ég kveikja á kerti fyrir hana og spjalla við hana í hljóði.
Á morgun á svo Ransý frænka afmæli og hún verður hummm ég held að hún verði 44, en ekki hafa það eftir mér, ég gæti verið að fara með vitlaust mál.
Jæja ætli það sé ekki best að fara að gíra sig upp og koma sér afstað í maraþon.
Kveðja Lauga

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Komin heim frá Köben


Ég átti frábæra ferð til Kóngsins Köben, þrátt fyrir að hafa verið eini kvenmaðurinn í ferðinni. En þar sem þetta var svona skátaferð, þá var farið víða og mikið skoðað (allt skátatengt), auðvitað var kíkt smá í búðir, sem er auðvitað partur af öllu saman, Strikið gengið, Fisktorv skoðað og svo að síðustu var farið í Fields, en Fields á að vera stærsta moll Skandinaviu, tíminn þar var mjög knappur enda bara 1 klst. stopp þar. Ég verð nú samt að segja frá því að við fórum í Kristjaníu, en þar er mjög góður matsölustaður, kom bara verulega á óvart. Erla, ég komst ekki í Tívolíið í þetta skiptið en ég labbaði um í Bakken, ákvað nú samt að fara í engin tæki, því þá hefði ég þurft að fara í þau öll og tíminn ekki nægur hehehehe (ein í tímaþröng allan tímann), en strákarnir fóri í alla helstu skotbakka sem þeir gátu farið í (karlmennskuremba út í eitt). En þetta var frábær ferð og ótrúlega skemmtileg í alla staði, enda yndislegt að koma til Köben.
Þeir sem eru áhugasamir þá eru myndir úr ferðinni á myndalinknum.

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Kaupmannahöfn

Nú á föstudaginn er ég á leiðinni til Kóngsins Köben, reyndar er þetta bara stutt ferð og ég mun koma heim á mánudagskvöld. Ég er að fara í skátaferð og mun skoða skátaheimili og starf það sem skátafélögin þarna eru að bjóða uppá. Held að þetta verði bara gaman ég verð eini kvenmaðurinn í 9 manna hópi. Vóóóóó nei nei ég segi bara svona.
Annars er búið að vera brjálað að gera hjá mér, vinna á fullu og svo er nú líka heldur betur að styttast í að skólinn byrji en skólasetning hjá mér er 21. ágúst. Því er eins gott að gera allt sem ég þarf að gera áður en allt byrjar.

Kveðja Lauga

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Verslunarmannahelgin




Helgin var hreint út sagt frábær, fjölskyldan í góðu yfirlæti, tjaldvagni hehehe og allir höfðu eitthvað skemmtilegt að gera eins og sést á myndunum. Einnig eru fullt af nýjum inn á myndalinknum hérna til hægri á síðunni.
Kveðja Lauga

fimmtudagur, júlí 31, 2008

Frábær póstur :-)

Ég fékk þennan frábæra póst frá Sæu og við hjónin hlógum þvílíkt, varð því að skella því á bloggið.
Takk Sæa. Hérna kemur það og góða skemmtun.

Þú veist að það er 2008 ef...



1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.



2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.



3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .



4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.



6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.



7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.



8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.



9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.



10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.



11. Svo hlærðu af heimsku þinni.



12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu...

Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.


Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!

En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun

þriðjudagur, júlí 29, 2008

Lifandi


Ég lifði af að sofa í tjaldi, miða við að vera orðið hálfgert gamalmenni hahahaha. Við áttum frábæra daga að Hömrum Akureyri. Verð samt að segja að Hamrar er Kjalarnes Akureyringa, vel opið fyrir norðan og sunnanáttinni. Sólin skein og rigndi reyndar líka, en hvað er landsmót án þessa alls? Fjölskynda brunaði norður á fimmtudag svo við hjónin kæmumst í brúðkaup, kórinn söng í brúðkaupinu og í veislunni á eftir. En þegar norður var komið var farið á fullt að tjalda, koma Stulla og Markúsi til Unnar og Dóra, kóræfingu og svo að skipta um föt, vááá ekkert smá mikið gert á stuttum tíma, en þetta tókst allt saman svo var bara tekið því rólega á Landsmóti skáta, sungið pínulítið(kórinn) og svo var farið á Gilwellreunion og sungið meira, það er nú meira hvað maður þarf alltaf að syngja mikið. En svona er þetta nú bara lífið er söngur.
Kveðja Lauga

mánudagur, júlí 21, 2008

Gamalmenni !!!!!!

Já ég komst að því að maður er orðin hálfgert gamalmenni. Við ákváðum að tjalda upp tjaldinu okkar og sjá í hvaða ástandi það væri, tjaldið er í fínu standi en það er eitthvað annað en hægt er að segja um mig. Þar sem tjaldið var tilbúið í garðinum vildu strákarnir endilega sofa í því eina nótt. Ég var ekki alveg tilbúin að leyfa þeim að sofa þar einum, því varð úr að ég svaf með þeim, eða svaf og ekki svaf, upp úr klukkan hálf sex um morguninn gat ég ekki meir og skreið því út, þá meina ég SKREIÐ, ég veit ekki hvernig ég mun fara að fyrir norðan. Nú dreymir mig um að eiga tjaldvagn bara i nokkra daga hehehe, bara á meðan ég er fyrir norðan, er þetta ekki fallegur draumur??
Já það er gott að dreyma.
kveðja Lauga

laugardagur, júlí 19, 2008

Myndir frá ferðalaginu :-)


Jæja þá er ég búin að dæla inn myndum ekki nema 682 stk. Þið sem viljið skoða þær verðið bara að taka þetta í hollum hahaha. Annars er lítið að frétta af okkur síðan við komum heim, bara að þvo og þvo meira og reyna að hvíla sig pínulítið. Stefnum á það að fara norður í nokkra daga á skátamót, en landsmót skáta er á Akureyri í næstu viku. Svo byrjar bara vinna hjá mér og svo skóli í ágúst. Þannig að ég verð bara að segja að það er bara rólegt. :-)

Kveðja Lauga

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Þá er maður komin heim frá útlöndunum

Því miður hef ég ekkert getað skrifað síðan ég fór frá Berlínarborg, ég bara nennti ekki að setja mig í stellingar við að skrifa á austurrísku lyklaborði, þar vantaði alla helstu stafina til að tjá sig :-).
En við erum semsagt komin heim eftir frábæra dvöl bæði í Berlín og svo í Vín. Ótrúlega mikið ferðast og margir kílómetrar keyrðir. En mikil skelfing er nú gott að vera komin heim og fá að sofa svo í sínu rúmi aaaaaaaaaa.
Ætla að láta þetta duga í bili og mun svo setja inn myndir frá Svíaríki, Berlín og svo Vín (auðvitað), í kvöld eða á morgun.
Kveðja Lauga

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Berlín dagur 2

Guten Tag mein liebling freunde. Ich heisse Sigurlaug und Ich bin in Berlin besuchen. Glæsileg þýska ekki satt. Nú er maður sko búin að skoða Brandenburgerhliðið og denkmal fur die ermordeten Juden Europas. Svo var farið í hestaferð (hestvagni) um austur Berlín, og að sjálfsögðu var farið í smá leiðangur að finna kort í gps tækið hans Hauks. Nú erum við örugg um að rata til Austurríkis hehehe, ekki alveg treyst á mig sem leiðsögumann, hef nú samt alveg staðið mig hingað til, skil bara ekkert í þessu. Á morgun á að reyna að finna íþróttabúð svo Gulli geti keypt sér þýska búninginn (fótbolti). Vona bara að veðrið verði betra en það var í dag, þar sem í dag var meira og minna rigning/úði.

Auf Wiedersehen Lauga

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Berlín

Þá er maður lentur í Berlín, reyndar tók borgin á móti okkur með smá úða en vonandi rætist nú eitthvað úr veðrinu. Skyldist að það ætti ekki að fara að rigna að ráði fyrr en á laugardag. Stefnum á að skoða Brandenburgerhliðið á morgun og svo líka gyðingaminnismerkið/garðinn. Sem sagt menningar skoðunarferðir næstu daga áður en við keyrum til Austurríkis.
Hilsen Lauga

laugardagur, júlí 05, 2008

Svíþjóð laugardagur


Sæl verið þið. Hérna erum við gjörsamlega að stikkna úr hita, sól og aftur sól, maður er farin að biðja um ský, ekki rigningu heldur bara ský fyrir sólu. Stulli er búinn að standa sig eins og hetja, þar sem hann er að spila með 13 ára gömlum strákum, gerði þetta líka frábæru mörk úr hægrahorni :-), Markús Ingi fékk líka að spila í 5 mín. í dag og er alveg í skýjunum hehehehe. Nú fer að styttast í að þetta mót sé búið og við förum suður á bóginn til Berlínar.
Á mánudag munum við fara úr skólanum og gista í svona litlu húsi sem kallast hittur eða eitthvað því um líkt. Við fórum að skoða svæðið og þetta var alveg eins og maður ímyndar sér Emil í Kattholti.
Jæja læt þetta nægja í bili.
Hilsen fra Sverge.

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Svíaríki

Heil og sæl.
Nú er familien komin til Gautaborgar. Eftir langt og strangt ferðalag svona ca. 16 tíma ferðalag í heildina. Vöknuðum um 3.30 og að sjálfsögðu vorum við mætt fyrir kl. 5 á leifsstöð, enda átti vélin að fara í loftið kl 7. Auðvitað lentum við í seinkun um klukkustund sem var þess leiðandi að lestinn sem ég var búin að ráðgera að taka í Svíþjóð var farin og við þurftum að taka rútu. Heppin við eða þannig, því auðvitað lentum við á hægfara rútunni sem stoppar allsstaðar en við komumst á leiðarenda og það er nú fyrir öllu. Og eins og ferðalöngum sæmir horfir maður út um allt og pælir og hugsar, mér var mikið starsýnt á blessaðar beljurnar hérna. JÁ ég sagði beljur, ég held að bændur hér vilji bara hafa 1 lit eða eina sort, var sko ekki að sjá blandaða lita belju hópa. Já það er sko ýmislegt sem maður hugsar.
Fyrsti keppnisdagur er á morgun og Stulli minn er kominn í lið og fær því að keppa á þessu móti. Og ég sem var ekki að fara með neitt barn til að keppa. Vikan verður strembin en veður spáin er góð.

Svíþjóðarkveðjur Lauga

föstudagur, júní 27, 2008

Skúra, skrúbba,bóna, þvo og pakka!!!!!!!!

Jæja nú er komið að því, allir orðnir spenntir en fyrst þarf að þrífa og þvo þvott áður en maður getur byrjað að pakkað niður, jebb þetta verður að vera allt undir control. En núna á sunnudagsmorgun verðum við í háloftinu á leið til Danmerkur, en þaðan munum við taka lest yfir til Svíþjóðar. Svo tekur við viku hanboltamót í Gautaborg og þann 9.júlí förum við til Berlínar.
Gunnar Már og Erla eru svo æðinsleg að þau ætla að lána okkur íbúðina sína í nokkra daga á meðan við erum þar að skoða þessa frábæru borg (svo er víst sagt, við verðum bara að trúa því). Þaðan munum við svo keyra yfir til Austurríkis (Vínarborgar).
Þetta er sem sagt ferðaplanið í grófum dráttum, ég vona að ég geti bloggað einhverja ferðasögum á meðan við erum úti og jafnvel sett einhverjar myndir.

Auf Wiedersehen.

fimmtudagur, júní 19, 2008

Utanlandsferð eftir 10 daga.

Nú er að styttast í evrópuferð fjölskyldunar. Við hjúin tókum það að okkur að vera yfirfararstjórar á handboltamót í Svíþjóð og í fram haldi af því er stefnan tekin á ferð til Þýskalands og Austurríki. Þannig að ferðin mun taka tæpar 3 vikur. Spennan er orðin gífurleg á heimilinu, strákarnir eru gjörsamlega að fara á límingunum.
Fyrir vikið missum við af ættarmótinu sem verður í júlí, mér finnst eiginlega hundfúlt að missa af því, enda er þetta líka mín ætt. hahahahaha.
Ég verð nú að láta eitt en flakka, eins og áður hefur komið fram hjá mér, þá sótti ég um í Háskólanum á Akureyri í fjarnámi og ÉG FÉKK INNGÖNGU Í SKÓLANN, jebb þannig að nú í haust verð ég háskólamær.

fimmtudagur, júní 05, 2008

Skólaslit

Já þá eru drengirnir komnir í sumarfrí. Ég hefði ekkert á móti því að eiga svona langt sumarfrí en því er víst ekki að skipta og það er margt sem breytist þegar maður verður eldri. Gulli var að útskrifast úr grunnskóla og mun því stíga sínu næstu skref í framhaldsskóla í haust. Drengnum gekk bara vel eða sómasamlega í prófunum, auðvitað hefði mamman viljað að honum gengi betur en svona er lífið. Stulli og Markús stóði sig líka vel en það eru nú alveg 5-7 ár þangað til þeir yfirgefa grunnskólann. Ég mun hafa góðan tíma til að jafna mig.
Aftur á móti ákvað ég að skrá mig í Háskólann á Akureyri (fjarnám), nú er bara að krossleggja fingur og vona að ég komist inn. hehehe. Mig langar að klára viðskiptafræðina og leggja áherslu á stjórnun. Nú er bara að bíða og sjá hvað setur.

fimmtudagur, maí 29, 2008

Jarðskjálfti.

Snarpur jarðskjálfti reið yfir suðurland í dag og fannst alla leið til Reykjavíkur, ekki get ég sagt að mér hafi liðið vel. Um leið og ég vissi hvar jarðskjálftinn átti upptök (undir Ingólfsfjalli), þá var það fyrsta sem ég gerði var að hringja í Ingu frænku og athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana og hennar fjölskyldu.
Sem betur fer er allt í góðu með þau, en ástandið á húsinu er ekki gott og þau eru búin að koma sér fyrir í tjaldi í garðinum. Vona bara að allt muni fara á besta veg og þessi órói jarðar fari að sjatna.

þriðjudagur, maí 27, 2008

Frumburðurinn 16 ára

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, hann þýtur framhjá manni án þess að maður geti haldið nokkrum vörnum við. Þegar ég var ung (Yngri), þá ætlaði tíminn aldrei að líða en þá var víst öldin önnur hahaha.
Í tilefni dagsins þá fór frumburðurinn í sinn fyrsta ökutíma og þvílíkt upplifelsi, honum fannst þetta að sjálfsögðu algjört æði og svo á að fara eitthvað og fá sér eitthvað gott að borða.
Strákarnir fengu líka í dag einkunnirnar sínar úr tónlistarskólanum og ekki get ég kvartað yfir þeim vitnisburði, þeir stóði sig alveg frábærlega og að sjálfsögðu stefna þeir að því að halda áfram, Stulli og Markús ætla reyndar að bæta við 1 hljóðfæri og taka hálft nám í gítarleik. Þetta verður bara skemmtilegt hjá þeim.
Takk fyrir öll kommentin hjá strákunum, þeim fannst rosalega skemmtilegt að lesa þau.
Kveðja Lauga

mánudagur, maí 19, 2008

Þriðju og síðustu tónleikarnar nú í vor

Jæja nú er Gulli búinn með sína tónleika, honum til aðstoðar var pabbi hans (Haukur). Ekkert smá flott hjá þeim og það myndaðist góð partýstemming. Hérna sjáið þið það.


laugardagur, maí 17, 2008

Tónleikar nr. 2 í röðinni

Nú er komið að tónleikum hans Markúsar Inga, það má eiginlega segja að þetta séu fyrstu tónleikar hans á Cello. Auðvitað fannst mömmu hans, hann standa sig alveg frábærlega og hérna sjáið þið afrekstur vetrarins.
Kveðja Lauga


mánudagur, maí 12, 2008

Helgin og vikan fram undan

Helgin er búin að vera hreint frábær. Hún byrjaði á því að mér var boðið á Laddi 60 ára, þannig að með stuttum fyrir vara, rjóð í kinnum og másandi eftir ræktina, var drifið í að dressa sig upp og koma sér í Borgarleikhúsið, marði það að vera komin 5 mín í átta. Frábær skemmtun og mikið hlegið. Laugardagurinn fór í leti og rólegheit heima, lesið og borðað, reyndar fór ég í ræktina og púlaði í klukkutíma, nú er sko stefnt að því að fara í ræktina 4-5 sinnum í viku, lágmarkið er 4 sinnum í viku.
Sunnudagurinn var æðinslegur, fjölskyldan skellti sér upp í Borgarnes til Bjössa og Sæu, þar var setið yfir myndum til að setja inn á ættarmótssíðuna, nú er ég komin með heilan helling til að skanna inn og setja inn. Gott að koma þangað í heimsókn enda mikið spjallað hehehe, ekki leiðinlegt það.
Fram undan eru tónleikar hjá Gunnlaugi og Markúsi Inga. Fótboltmót hjá Markúsi á Skaganum, held að það sé núna næsta laugardag.
Nú þyfti ég að reyna að klára þessa grein sem ég er að skrifa fyrir uppeldi, hvernig það er að vera íþróttamamma.

Kveðja Lauga

miðvikudagur, maí 07, 2008

Tónleikar í dag

Í dag spilaði Stulli minn á tónleikum, þarna voru krakkar sem eru búin að vera læra hjá henn Dagnýju í vetur. Og Stulli var eini nemandinn sem spilaði 2 lög. Mamman ekkert smá stolt og því vil ég deila því með ykkur.



14 ár í dag

Svakalega er tíminn fljótur að líða. Í dag er ég búin að vera gift í 14 ár. Veit ekki alveg hvað það þýðir hummmm, júbb það heitir víst fílabeinsbrúðkaup hahahaha.
Sett þetta inn svona fyrir ykkur, þannig að við séum öll með þetta á hreinu.
Hjúskaparafmæli:
1 árs: Pappírsbrúðkaup
2 ára: Bómullarbrúðkaup
3 ára: Leðurbrúðkaup
4 ára: Blóma- og ávaxtabrúðkaup
5 ára: Trébrúðkaup
6 ára: Sykurbrúðkaup
7 ára: Ullarbrúðkaup
8 ára: Bronsbrúðkaup
9 ára: Leirbrúðkaup/pílubrúðkaup
10 ára: Tinbrúðkaup
11 ára: Stálbrúðkaup
12 ára: Silkibrúðkaup
12½ ára: Koparbrúðkaup
13 ára: Knipplingabrúðkaup
14 ára: Fílabeinsbrúðkaup
15 ára: Kristalsbrúðkaup
20 ára: Póstulínsbrúðkaup
25 ára: Silfurbrúðkaup
30 ára: Perlubrúðkaup
35 ára: Kóralbrúðkaup
40 ára: Rúbínbrúðkaup
45 ára: Safírbrúðkaup
50 ára: Gullbrúðkaup
55 ára: Smaragðsbrúðkaup
60 ára: Demantsbrúðkaup
65 ára: Króndemantsbrúðkaup
70 ára: Platínubrúðkaup/járnbrúðkaup
75 ára: Gimsteinabrúðkaup/atómbrúðkaup
Kveðja Lauga

föstudagur, apríl 18, 2008

Inflúensa og árshátíðar

Nú er komið að árshátíðum, og það tvær helgar í röð. Á morgun er árshátíð skátakórsins en á undan ætlum við að halda 10 ára afmælistónleika kórsins, ætla bara rétt að vona að ég hafi úthald í herlegheitin, þar sem ég er búin að liggja í inflúensunni í viku. Fór samt í gær og fjárfesti mér í kjól, maður verður að lúkka sem best á svona kvöldum. Næstu helgi verður árshátíð hjá ÍTR og ætla að nota kjólinn aftur :-), þetta er nefnilega ekki einnota kjóll hahahahaha.
Bíð svo heftir því að það verði haft samband við mig, GULU hanskarnir bíða eftir að komast í notkun.

laugardagur, apríl 05, 2008

Bakarameistari

Engin smá húsmóðir, ákvað að prufa að baka kleinur, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður :-).
Gekk líka þetta rosa vel að annað eins hefur ekki heyrst til borga eða byggða hahahaha.
Það kom hingað ungur drengur í dag og spurði mig hvað ég væri að gera, alveg hissa yfir þessu atferli hjá mér, því hann var hérna hjá mér seinustu helgi og þá var ég að baka bananabrauð og bananaköku. Svo fór hann til Markúsar og sagði við hann, svakalega ert þú heppinn mamma þín er alltaf að búa til eitthvað gott.
Þannig hafið þið það, þess vegna er ég bakameistari og ekki einu sinni menntuð sem bakari, en ég held að ég sé útskrifuð sem mamma og það með ágætis einkunn.

sunnudagur, mars 30, 2008

Síðast helgi marsmánaðar

Nú er bara að koma skattaskýrslunni á koppinn og senda. Frestur að renna út, en þetta mun alveg takast.

Búin að skella upp bloggsíðu fyrir ættarmótið í sumar og ég sem kemst ekki einu sinni á ættarmótið en ég mun sjá allar myndirnar og átta mig þá kannski á því hverjum ég er skyld.
http://dala.blog.is

Kveðja

laugardagur, mars 22, 2008

Páskahelgin gengin í garð

Hérna bíða allir eftir að sunnudagur renni upp, þá þarf maður ekki að fá samviskubit yfir súkkulaði áti. Annars er allt fínt að frétta af okkur, ég fór reyndar uppí Borgarnes á miðvikudaginn með frænkunum að sjá Brák, mæli eindregið með því stykki, er enn með verk í kinnunum eftir allan hláturinn. Var reyndar líka í Borgarnesi í dag, þar sem við hjónin mættum með kerru til að taka rúmið hennar ömmu. Stefnt er að því að pússa það upp og það mun fara niður til Gulla. Einnig er ég komin með gamlan skáp sem líka á að pússa upp hehehe, jebb ég stend í stórræðum, vonandi mun þetta ganga upp hjá mér.

Hilsen í bili og Gleðilega Páska
Laugan

þriðjudagur, mars 18, 2008

Síðast liðnir dagar



Nú er sko aldeilis búið að taka á því, bara í þessum mánuði er ég búin að fara 2 sinnum norður til Akureyrar og í bæði skiptin á fótboltamót og 1 sinni á Selfoss á handboltamót og svo á morgun er ég að fara upp í Borgarnes með frænkunum á Brák. Og þetta er ég að fara þrátt fyrir hækkandi bensínverð. En hvað um það, það verður örugglega rosalega gaman. Svo verður stoppað í íbúðinni hennar ömmu þar er eitthvað að dóti sem við frænkurnar eigum að fara yfir og taka ef okkur langar í eitthvað. Ekkert smá skrítið en svona er víst lífið og ég er einhvern vegin ekki að sætta mig við þetta. AAArrrggg. Live sucks sometimes.

Flott mynd af Markúsi með silfur medalíu.

mánudagur, mars 10, 2008

Vantar far fyrir Markús til Akureyrar

Meira og minna allt flug upppantað til Akureyrar næsta föstudag. Markús þarf að vera komin fyrir kl.15, er einhver á leið norður??? og verður komin fyrir kl 14.30.
Veit ekki alveg hvernig þetta á að púslast saman.

föstudagur, mars 07, 2008

Skipulag helgarinnar

Jæja þá er helgin gengin í garð og hver mínúta skipulögð. Strákapartý Markúsar búið og ef heilbrigðisnefnd borgarinnar hefði mætt á svæðið þá hefðu þeir örugglega rýmt svæðið, svakalega geta strákar verið með mikinn hávaða. Það suðar í eyrunum á mér. Á morgun á Markús reyndar afmæli en við verðum á Selfossi á handboltamóti, þar sem Stulli verður að keppa. Og svo verður að sjálfsögðu kíkt til Ingu frænku. Sunnudag verður síðan fjölskylduafmæli. Segið svo að ég geri ekki neitt.

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Frábærir tónleikar

Fór á frábæra tónleika nú í kvöld, þetta var einskonar bænastund í Digraneskirkju. Þar var hún Erna Kirstin Blöndal með hreint út sagt heillandi söng, þar söng hún um sorgina og vonina, einnig lífið. Þetta var rosalega gott fyrir sálina, reyndar fékk ég tár í augun þegar hún söng síðasta sönginn, en það var bæn sem amma fór alltaf með og lærði þegar hún var lítið og kenndi mér síðan.
Hollt og gott fyrir sálin og hugann.

föstudagur, febrúar 22, 2008

Afmælisveislan búin

Veislan búin og hver hefði trúað því að strákar gætu verið rólegir og engin læti, hef bara aldrei upplifað svona rólegt afmæli. Keypti óheyrilegt magna af pizzum þannig að hér verða pizzur næstu daga. Haukur áætlaði of mikið, þannig að nú er ég með 3 auka pizzur, og hvað er ég búin að skrifa þær oft ???? Við nennum ekki í partýið sem er í kvöld, enda kallinn að ná sér eftir flensu og ég þarf að mæta ræktina í fyrramálið.
Svo er það með að eiga rólega helgi, mér ætlar ekki að takast það........... aaaarrrrgggg, kannski að ég ná að taka sunnudagskvöldið rólega

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Afmælisveisla

Á morgun verður haldin afmælisveisla fyrir Sturlaug, stráka/pizzupartý með snakki og alles, verð alveg að viðurkenna að ég hlakka ekki til, 10 ofvirkir fótboltastrákar . Kannski að ég láti mig hverfa og leyfi Hauki bara að sjá um þetta, enda munu karlhormónin svífa um heimilið.

Enn hefur Frú/Fröken nafnlaus ekki gefið mér nein hint um hver hún er, endilega láttu heyra í þér.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Frú/fröken Nafnlaus

Hver ertu?? þú mátt alveg gefa upp upphafstafinn í nafninu þínu!!!!!!

Annars er allt gott að frétta af okkur hérna á nesinu, og eins og vanalega er alltaf nóg að gera hjá okkur. Er reyndar farin að bíða eftir fríhelgi, það er endalaust eitthvað að gera hjá okkur skötuhjúum, ef það er ekki handboltamót þá er það fótboltamót, starfsdagur, þorrablót þá er það bara eitthvað annað. Bíð eftir að komast norður. Ætla þá að stoppa á hinu Nesinu á leiðinni til baka.
Nóg af mér og komið að honum Sturlaugi mínum hann verður 11 ára á morgun, svakalega er tíminn fljótur að líða og svo strax í næsta mánuði þá verður Markús 9 ára og mér finnst svo stutt síðan að þeir voru pínulitlir. Hvert fór tíminn eiginlega??

mánudagur, febrúar 11, 2008

Tilfinningaflækjur

Hvernig stendur eiginlega á því að tilveran fari öll í hnút við það eitt að heyra í frænda sínum. Heyrði í frænda mínum í gær og minningar flutu fram eftir samtalið og tárin streymdu. Hvenær ætlar þetta eiginlega að hætta?

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Lifið og tilveran

Þrátt fyrir veður ofsan sem geysað hefur um land allt, þá hefur ekkert farið úr skorðum hjá mér og mínum. Vinna, fundir, fjölskyldan og ræktin, held að ég standi mig alveg ágætlega í ræktinni, er reyndar að finna vöðva sem ég bara vissi ekki að væru til, (ekki hjá mér), en allt gott og blessað með það, ég verð vonandi flott í sumar.
Á mánudaginn fór ég til miðils, svona til að vita allt um gagn og nauðsynjar í komandi framtíð.
Það sem ég fékk að heyra voru svona hálfgerðar skammir frá honum afa mínum (Jóa afa), þar sem hann sagði mér að hætta tuða og skammast í honum Gulla mínum með heima námið, hann væri þarna að hjálpa honum við lærdóminn og svindla á prófum (Kvísla að honum svörum), og afi sagði líka, að þegar hann var á lífi hefði hann ekki verið ofaní hvers manns koppi, en nú hefði hann tíma til þess hahahaha. Svo var mér tilkynnt það að ég ætti eftir að koma með stelpuna, hvað er þetta eiginlega með fólk? finnst því ekki nóg að ég er komin yfir vísitölufjölskylduna 2,3 börn per fjölsk. Ég sagði henni að ég ætlaði að bíða bara eftir barnabörnunum og svo bætti hún því við að eiginlega ætti ég að vera kennari, ég væri með það í mér. Nú verður hver að dæma fyrir sig.

sunnudagur, janúar 27, 2008

Undirbúningur

Sælt veri fólkið
Nú er ég búin að panta miða fyrir okkur frænkurnar á "Brák", þannig að eftir allt saman verður næsta frænkuboð/kvöld í Borgarnesi. Þar sem við erum flestar ef ekki allar aldnar upp við söguna af Brák, þá verður gaman að sjá þetta stykki um þessa mögnuðu konu sem lét lífið í Brákarsundi. Amma hafði marg oft sagt mér og líka frænkum mínum um Brák með miklum tilþrifum og innlifiun, þannig að ég er búin að búa til mynd í huga mínum, hvernig hún var og hvernig karakter hún var, vona bara að ég verði ekki fyrir vonbrigðum.

sunnudagur, janúar 20, 2008

Nýtt líf

Já nú er sko nýtt líf byrjað á heimilinu, ég fjárfesti í ryksugu, þetta er sko ekki nein venjuleg ryksuga, ég mun sko ekki svitna lengur við þetta leiðinlega heimilisverk, þetta er robot, nú ýti ég bara á 1 takka og elskan byrjar og ég horfi bara á (yyyyeeeessss). Luxus líf ekki satt. Þið megið alveg öfunda mig.
Heilsufarið hjá fjölskyldunni hefur ekki verið uppá marga fiska, það eru bara allir að veikjast í kringum mig og reyndar ég líka. Helv........ flensudjöf...... í morgun skreið Markús upp í til mömmu sinna og sagði; mamma ég held að ég sé lasinn, ég hósta svo asnalega, júbb viti menn drengsi kominn með hita og ljótann hósta og vill bara grænan frostpinna, það er sko allra meina bót, eða það segja strákarnir á þessu heimili.
Annars er það að frétta af tengdamömmu að hún er öll að koma til, en eins og ég virðist segja núna reglulega er að "Góðir hlutir gerast hægt", held að það séu orð með sönnu.
Mig langar að skella mér upp í Borgarnes og sjá BRÁK. Ætli það sé ekki best að fara að panta miða.

laugardagur, janúar 12, 2008

Góðir hlutir gerast hægt.

Ég er farin að halda að ég sé að verða fastagestur á Borgó, ég var með annan fótinn þar í nóvember hjá ömmu og Laugu frænku, núna er tengdó orðin veik, lögð inn með hraði þann áttunda jan. sem betur fer virðist hún ætla að ná sér :-).

mánudagur, janúar 07, 2008

Afmælisdagur :)

Jæja þá er afmælisdagurinn að verða búinn, og það er sko búið að vera nóg að gera hjá mér í dag. Fyrir utan það að mæta í vinnu, þá var stjórnarfundur hjá mér kl.6 þannig að ég var ekki komin heim fyrr en tæplega 8 og þá átti ég eftir að finna fötin til að komast í ræktina. Já ég sagði ræktina, nú er ég byrjuð og það var sko púlað í 90 mín. svakalega var það gott. Sem sagt ekkert með fjölskyldunni, en ég mun bæta henni það upp.

laugardagur, janúar 05, 2008

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Kæru vinir og vandamenn nær og fjær, vil óska ykkur gleðilegs árs og takk fyrir það gamla.
Hef reyndar ekkert mikið að segja svona snemma á nýju ári, nema að við tókum á móti nýju ári með veikindum nokkur hér í fjölskyldunni :( . Ekkert gaman að því en svona er það nú samt.
Sett inn fullt af myndum sem við tókum um jólin og milli jóla og svo gamlárskvöld.