mánudagur, nóvember 10, 2008

Afmælisdagur

Í dag hefði afi minn átt afmæli og orðið 94 ára, en hann var fæddur 10.11.1914, skrítið að hugsa til þess að fyrir ári síðan sat ég og spjallaði við ömmu mína í tilefni dagsins, við áttum hátt í 2 klukkustundaspjall í símanum, okkur þótt mjög gaman að tala :-), en þetta var okkar síðasta spjall, þessi dagsetning verður því föst í minni mínu um ókomnatíð. En þegar ég hugsa til baka þá held ég að amma mín afi vitað að hún væri að fara, því eiginlega snérist samtal okkar um gamlar minningar, um mig og mín fyrstu ár hjá þeim öðlingshjónum, og líka um það að ég hafi alltaf verið velkomin. Já það er gott að eiga svona minningar.
En nóg um gamlar minningar, nú er Skrekkur byrjaður á fullu og fyrsta kvöldið af 5 búið, og reyndar er ég alveg búin eftir þetta fyrsta kvöld, en þetta er fínn auka peningur því drösla ég mér áfram í þetta. En ég vona að heilsan fari nú að koma tilbaka er eiginlega búin að fá nóg af verkjum og óþægindum.
Læt þetta duga í bili.

Engin ummæli: