miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Heilsan hvað er það nú aftur ???!!!???

Nú er ég búin að fara til doktorsins og viti menn, steinbrjóturinn "Mjölnir" braut ekki niður steininn góða, svei mér þá, þetta ætlar ekki að ganga þrautalaust, þessir STEINAR vilja bara ekki yfirgefa mig alveg sama hvað sé reynt. Nú er ég komin í tilraunaverkefni, það er að ég held áfram að taka inn verkjalyfin, sýklalyfin og nú Omnic en það er víst kallalyf, hahaha nú er ég orðinn eldri maður með þvagfæra og blöðruhálskirtilsvandamál. Jebb doktorinn sagði það, en þetta lyf á að hjálpa til með að þrýsta steininum út, vona bara að þetta virki.

Nú er Skrekkur búinn og MINN SKÓLI vann, yessss til hamingju Austó.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég slæ mér á lær!!! Er svo aldeilis hissa,ertu viss um að þú sért hjá alvöru sérfræðingum?? Mér finnst alveg kominn tími til að þetta fari að batna elsku kerlingin mín. KNÚS úr Nesinu.

Sigurlaug Björk sagði...

Hahahaha, jú svei mér þá ef ég er ekki bara komin með fínan læknir núna i þetta skipti, en ég get sagt þér að mér líður alveg ótrúlega vel þessa dagana, en ég veit að þetta er ekki búið, nú er bara að reyna að koma steininnum út.

Nafnlaus sagði...

Pissaðu elskan mín pissaðu hehe. Þó ekki sé hlæjandi að því. Knús.

Nafnlaus sagði...

Láttu þér líða vel ... ps. mér finnst nú alvega vera kominn tími fyrir Húsaskóla að vinna þetta :/

Vesturfararnir. sagði...

Baráttukveðjur frá Kanödunni! Vonandi fer þessi bölvaður þrjótur að skila sér og hana nú! Gangi þér svo bara vel að klára skólann fyrir jólin, ég er sjálf á hvolfi að klára og get ekki beðið eftir jólafríinu.
Knúsi knús!

ALL ISLAND CAR AND LIMO SERVICE sagði...

I have a great fun reading your blogs. Thank you to the blogger. Have a great day. https://allislandcarandlimoservice.com/