mánudagur, desember 08, 2008

Jólin nálgast.

Já þau nálgast ef enginn hefur tekið eftir því, bara 16 dagar til jóla, vóóóó hvað tíminn líður hratt.
Undan farið er búið að vera nóg að gera hjá mér og mínum, endalausir tónleikar hjá strákunum og svo auðvitað vinnan, plús veikindi.
Á morgun á ég að hitta doktorinn og ég efa það að steininn minn sé farinn (auðvitað á ég við demantinn sem situr fastur), en auðvitað kemur þetta allt saman í ljós á morgun. Allir að krossleggja fingur og vona með mér að demanturinn sé farinn.
Og svo er bara að koma sér í jólagírinn og skreyta skreyta skreyta meira.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Búin að krossleggja allt sem hægt er að krossleggja,gangi þér vel heillin. ++++++++ Kveðja í kotið Sæa.

Nafnlaus sagði...

Spurning hvort að þetta væri þess virði ef þú værir í alvöru með demanta !!!!

Luv Heiðdís