miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Góða ferð amma.

Nú hefur amma kvatt okkur. Kona sem lifði lífinu til fullnustu, kona sem var allt, mamma,amma,langamma,vinur,sálufélagi,ráðgjafi og svona mætti lengi telja.

Ó, vef mig vængjum þínum,
til verndar, Jesú, hér.
Og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki' og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa' af hreinni náð.

Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesú minn.
Og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæslu þinni,
mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.

Góða ferð amma
Kveðja Lauga

laugardagur, nóvember 17, 2007

En eru veikindi í gangi

Í vikunni fékk ég þær fréttir að Lauga frænka hafi fengið heilablóðfall, en sem betur fer hefur það gengið að mestu til baka, degi seinna fékk ég símhringingu aftur og nú er það hún amma mín, besta kona í heimi, sem hægt er að leita til í öllu.
Elsku amma megi guð hjálpa þér, minn hugur er hjá þér öllum stundum.
Bænin til ömmi

Láttu nú ljósið þitt.
Loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.

Kveðja Lauga

föstudagur, nóvember 09, 2007

Veikindi dýra

Það er dýrt að vera með dýr, hundurinn okkar hann Petró er veikur og þurftum við að fara með hann til dýralæknis í morgun, 12 þúsund kall takk fyrir. Í morgun þá gat hann ekki stigið í aftur fæturnar og dróg sig eiginlega áfram á framlöppunum, þannig að við brunuðum með hann til doktorsins til að líta á greyið, greindist hann með hita og bólgur og svo eitthvað að blöðruhálskirtlinum, það er víst eitthvað sem gamlir hundar fá og Petró er bara 1 og 1/2 árs gamall, þannig að hann er kominn á sýklalyf og bólgulyf. Við vonum það besta og höfum það rólegt heima. :-)
Svo er það ég, jebb nú er ég búin að taka þá ákvörðun að hætta að reykja og komin á þessi fínu lyf, sem eiga að draga úr löngun til að reykja, 3ja mán prógramm hjá mér, jey.
Reykingar mjög heilla rafta, rettuna færi ég Skafta, fáðu þér smók og sopa af kók, sjúgðu´í þig kosmískakrafta.......................... texti Stuðmanna.
16 dagar í Köben hahaha allir að telja niður.
Hilsen

laugardagur, nóvember 03, 2007

Eitt sinn skáti ávallt skáti


Jebb nú eru komin 26 ár síðan ég byrjaði í skátunum, ekkert smá langur tími. Hver hefði trúað því að ég myndi endast svona lengi í þessu starfi!!! ekki mamma mín, hún hafði enga trúa á þessu athæfi dóttur sinnar, ég æfði sund í nokkur ár, dans frá 4 ára aldri til 13 ára, svo var það jazzballet og frjálsar yfir sumartímann, þannig að ég er ekkert hissa á mömmu að halda að ég myndi ekki endast í skátunum. En það sem hún vissi ekki að ég dóttir hennar hafði virkilega gaman af svona starfi og viðhorfum sem skátarnir kenna og leggja upp með, skáti er hjálpsamur, skáti er stundvís, skáti er dýravinur og allt það sem á eftir kemur. Og í dag er ég enn viðloðin skátastarfið, ekki svona beint, heldur er ég búin að vera í skátakórnum síðan 1996 og sit í stjórn skátasambands Reykjavíkur. Ég vona svo sannarlega að uppeldi mitt á drengjunum litist af þessari upplifun minni.