miðvikudagur, mars 30, 2005

Heilsuganga,fótbolti og skatturinn

Jæja loksins bloggið komið í lag, er búin að reyna að komast inn til að skrifa eitthvað merkilegt og nú kemur það.

Skattaskýrslan búin, ég gat ekki byggt upp meiri spennu, ég kláraði skýrsluna í gær og hafði frest til 31 mars, nehnenenena, og alltaf skal það koma mér á óvart að ég skulda alveg heilann helling, ég á orðið of mikið í eigninni, þannig að ég skulda þá bara skattinum í staðinn, þetta er bara svínarí og ekkert annað.

Í dag var ég djeskoti dugleg fór í langa göngu í hádeginu, með tónlist í eyranu arkandi á gömlu ruslahaugunum í Gufunesi, og hugsaði með mér að þarna þyrfti sko aldeilis hreinsa til, drasl út um allt, en hélt samt áfram göngunni, brenna kaloríum brenna karoríum, eini gallinn á þessari göngu minni að ég veit ekki hvað ég gékk langt en stefni samt á að ganga aftur á morgun. Eins gott að reyna að komast í form fyrir sumarið og Danmerkurferðina, eða bara fyrir sjálfan mig.
áfram Sigurlaug.

Og svo er verið að reyna að koma mér í stjórn í fótboltanum hjá Gróttu, eitthvað að tala um að reyna að rétta af kynjahlutfallið, hehehehe góður þessi, ég veit sko ekki hvort ég eigi nokkuð að vera að pæla í þessu þar sem þetta er algjört karlaveldi og ég yrði eini kvenmaðurinn, reyna að rétta af hvað ? mér er bara spurn.

mánudagur, mars 28, 2005

Páskahelgin

Ég er sko búin að hafa það fínt þessa löngu helgi, fjölskyldan ákvað að taka því rólega og vera ekkert að stressa sig. Miðvikudaginn fór ég í hellaferð með vinnunni, fórum við í Arnarker sem er rétt fyrir utan Þorlákshöfn, fimmtudagurinn fór í tiltekt og ferð í búðir, þar sem drengirnir tóku þátt í litakeppni, og auðvitað eins og alltaf þá vann Gunnlaugur páskaegg, föstudagurinn fór í leti, Laugardaginn ákváðum við að fara í bíltúr og var stefnan tekin upp í Borgarnes að hitta langömmu / ömmu og auðvitað fóru allir strákarnir mínir í sund, á meðan hafði ég það gott hjá ömmu.
Á sjálfan Páskadag var auðvitað vaknað snemma, ratleikur af styðstu gerð í leit af páskaeggjum, göngu og hjólaferð, þar sem Markús Ingi hjólaði eins og herforingi án hjálpardekkja í fyrsta sinn, við höfðum farið helgina áður í æfingarferð og allt varð brjálað, grenjað öskrað og hjóli hent frá sér, svo tók minn maður á rás grenjandi með hjólið og alveg brjálaður og þegar fólk stoppaði hann og spurði hvað væri að, þá var svarið mamma skildi mig eftir, hann vildi nefnilega ekki segja að hann gæti ekki hjólað og hann sem fór langt á undan mér, ÉG skyldi hann eftir hahahha.
Í dag var farið í langan hjólreiðatúr, vestur í bæ og til baka, Markús ekkert smá stoltur af sjálfum sér og ekkert mál og síðast en ekki síst ENGINN skyldi hann eftir.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Börn

Nú stend ég í stappi við mið-barnið, hann vill ekki vera heima um páskana, hann vill fara norður í land og hitta vin sinn og er alveg sama hvernig hann fer, nú sitjum við foreldrarnir með það að vitneskju frá honum að við séum leiðinleg og ekkert gaman að tala við okkur.
Við verðum bara að taka þessu sem hverju öðru hundsbiti, við erum samt ekkert búin að skipuleggja neitt, við ætlum að ég held bara að taka því rólega og borða góðann mat og páskaegg.

sunnudagur, mars 20, 2005

Helgin enn og aftur

Vá helgin aftur komin og búin, ekkert smá hvað dagarnir eru fljótir að líða.
Eins og venjulega þá var vikan hjá mér ein vinna og aftur vinna og miklar breytingar í gangi vegna innbrotsins.
En fyrir utan vinnu þá skráði ég Markús í skólann í haust, ekkert smá skrítið að litla barnið mitt sé að fara að byrja í skóla í haust.
Fyrir 7 árum byrjaði Gulli í skólanum og mamman fór með drenginn stolt eins og unghæna, enda var hann líka orðinn stór strákur að mínu mati, 5 árum síðar byrjar Stulli í skólanum og þá var þetta bara en einn áfanginn, mamman enn stolt, svo er litla barnið mitt að fara í skólann, og ekki einu sinni byrjaður og mamman er komin með í magann á þessu öllu saman, enda er hann litla barnið mitt. Ég er bara að pæla í því hvort að öllum mömmum líði svona með litlu börnin sín.

Jæja nú eru fermingarnar búnar hjá mér, var ekkert smá heppin, bara 1 fermingarveisla í ár, ég varð að sjálfsögðu að taka þetta allt saman út, því við erum víst að fara að ferma stóra strákinn á næsta ári, og mér skilst að það sé eins gott að fara að pæla í svona hlutum, þetta er nú meiri geðveikinn, fólk er farið að panta sali 2 ár fram í tímann, ég held svei mér þá að þetta verði bara hérna heima hjá mér, þá er einn höfuðverkur farinn og ekki ætla ég að fara að pæla í meiru, mér finnst bara gott að ég er byrjuð að safna í sjóð fyrir ferminguna, ég er sem sagt farin að hugsa smá fram í tímann.

Haukur er í bílahugleiðingum núna, honum langar í jeppa, reyndar vilja strákarnir líka fá jeppa á heimilið, ÞAÐ eru víst ALLIR komnir á JEPPA, nú er bara að bíða og sjá hvað gerist.

Tengdó eru búin að kaupa sér íbúð og ætla því að flytja af Vesturgötunni, þau keyptu sér þessa líka fínu íbúð uppi á 9 hæð í Árbænum, þetta er svona þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri og alveg frábært útsýni. Nú er því Vesturgatan komin á sölu en eins og er þá hefur enginn komið að skoða húsið, sem er reyndar mjög skrítið, allir héldu að húsið færi einn tveir og tíu, en annað hefur komið í ljós, nú verðum við bara að bíða og sjá.

Svei mér þá ég held að ég hafi ekkert meira að segja.

Hilsen

þriðjudagur, mars 15, 2005

Skattaskýrslan

Nú er það skattaskýrslan sem hvílir yfir manni, en ég tók þá ákvörðun að láta spennuna magnast og sótti um frest. Húrra fyrir bakaranum.

Hafði rólega og góða helgi, fjölskyldan bara í gúdí fíling, sofið út eða bara þeir sem ekki voru að bera út.

föstudagur, mars 11, 2005

Föstudagurinn loksins kominn

Dagurinn hefur verið ljúfur í dag, frekar rólegur svona í heildina, vinnufélagar enn í spæjóleik sem er í lagi þegar á heildina er litið, þjófurinn ekki en fundinn og vonandi kemst hann/hún í leitirnar sem fyrst. Ég og strákarnir mínir ætlum að hafa það gott í kvöld með gos og nammi fyrir framan imbann og horfa á IDOL, megum sko ekki missa af síðasta þættinum. Haukur fer að verða búinn í útlegðinni, þannig að ég og strákarnir fáum að njóta hans vonandi eitthvað í næstu viku eða bara fram að næstu törn eða bara fram að 18 mars þegar síðasta kvöld MúsíkTilrauna er. Jæja svo er lífið bara og nú er komið að Idol.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Spennan heldur áfram

Mætti galvösk í vinnu, og hugsaði með mér, þessi dagur hlítur að verða betri en sá í gær, ræsi tölvuna og fá líka þennan skemmtilega póst eða þannig, innbrota alda í Rvík, brotist var inn í höfuðstöðvar ÍTR í nótt, rannsóknarlögreglan Jón Spæjó mætti á svæðið, miklar pælingar, og nú liggja allir undir grun, gleði, gleði, gleða. Guð hvað ég er fegin að helgin er að nálgast, bara dagurinn í dag og morgun dagurinn SVO helgi. jibííí.. ég vona bara að hún sé nóg til að losa mig við vöðvabolguna.

miðvikudagur, mars 09, 2005

þvílíkur dagur

Þessi dagur er búin að vera helv....., byrjaði á því að fá hringingu frá vinnunni og að mæta strax, þar sem að það hafði verið brotist inn, mæti á staðinn og löggan út um allt að taka skýrslu, ekkert var eyðilagt en miklu stolið, sem betur fer þurfti ég að fara með tölvunna mína í hreinsun því hún var með vírus, annars hefði henni líka verið stolið þar sem það var farið inn á skrifstofuna mína og rótað til þar í skúffum og þannig. Þannig að dagurinn fór fyrir bí, einbeitinginn enginn, höfuðverkur og vöðvabólga, ég er bara enn að jafna mig.
Argggggggg

þriðjudagur, mars 08, 2005

Baráttudagur kvenna

Í dag er baráttudagur kvenna og einnig afmælisdagur Markúsar, nú er litli strákurinn minn orðinn 6 ára, það var sem sagt fyrir 6 árum síðan að lítill engill leit í dagsins ljós í lífi mínu og ekki vissi ég þá að þetta væri baráttu dagur kvenna og ekki nóg með það þá tókum við hjónin þá ákvörðun að skíra drenginn heima sem er ekki frásögu færandi, nema að við skírðum hann 19 júní sem er eins og allir vita alþjóðlegi kvennréttindadagurinn og til að bæta gráu ofaná svart þá var það kvennprestur sem skírði hann. uhmmmm

En litla barnið mitt er að verða stór og mikill fótboltastrákur hvernig sem öllu líður, talar ekki um annað og gerir ekkert annað ( fyrir utan þetta með tölvuna), og svo er hann að fara að byrja í skóla og mér er strax farið að kvíða fyrir því, enda erum við líka að tala um litla barnið mitt.

jæja nú er ég hætt þessu bulli.

föstudagur, mars 04, 2005

Vvvááááá

Vá það er bara kominn föstudagur og ég hef ekki skrifað neitt í heila viku, það er eins og ekkert sé að gerast hjá mér!!!!! en ég er samt alltaf á fullu, en það er svo sem ekkert merkilegt, svei mér þá ef þetta er ekki bara einhver rútína vakna - vinna - innkaup - heim - elda - sofa, reyndar fór ég í fallega jarðarför á miðvikudaginn, fór heim eftir hana með tárin í augunum og kökk í hálsinum og um kvöldið gerði ég ekki annað en að knúsa strákana mín, Guð hvað mér þykir vænt um þá og þeir eiga það sko alveg skilið að fá að heyra það. Þeir eru æðinslegir.

Hjá strákunum snýst lífið ekki um annað en fótbolta þessa dagana, Gulli er á fullu að selja klósettpappír og því umlíkt til að borga ferðina til Danmerkur í sumar, hann er reyndar búinn að safna fyrir ferðinni, en hann ætlar sko að selja meira til að eiga peninga í sumar, hann ætlar nefnilega að kaupa allt að mér skilst. Stulli og Markús bíða eftir júlí og finnast dagarnir líða frekar hægt en mér finnst mánuðirnir fljúga áfram og ég get ekkert gert.