laugardagur, desember 20, 2008

Jólin og jólaundirbúningur




















Kæru vinir og vandamenn, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Takk fyrir það gamla og vonandi sjáumst við hress á nýju ári.

Eins og margir vita þá hefur heilsufarið á heimilinu ekki verið upp á marga fiska, en með lækkandi sól, þá hefur heilsan komið hægt og rólega, demanturinn ákvað að yfirgefa hreiðrið, þannig að ég er öll að koma til (hahahaha). Og því heilsan er svo að segja komin þá var farið í jólaundirbúning, baka smákökur (done), þrífa (done), kaupa jólagjafir (mostly done), skreyta jólatréð (sunnudag), ákvaða matinn og kaupa (done), vantar eitthvað meira á listann???, held ekki, nema þá að elda matinn og það gerist eins og allir vita bara samdægurs.

Ég get nú sagt ykkur frá því að ég og unglingurinn á heimilinu fórum á konfektgerðarnámskeið, svei mér þá ef við erum ekki bara snillingar :-) , þetta var rosalega skemmtilegt og líka gott. Það er rosalega gaman að geta gert svona og þá á við að geta verið með unglingnum, það gerist nú ekki oft á þessum dögum, hvað þá að gera eitthvað með mömmu sinni, sem er oftast sagt að það sé "hallærislegt ", ætli ég lifi ekki á þessu í nokkur ár.

Bið að heilsa í bili.
Með jólakveðju Lauga

mánudagur, desember 08, 2008

Jólin nálgast.

Já þau nálgast ef enginn hefur tekið eftir því, bara 16 dagar til jóla, vóóóó hvað tíminn líður hratt.
Undan farið er búið að vera nóg að gera hjá mér og mínum, endalausir tónleikar hjá strákunum og svo auðvitað vinnan, plús veikindi.
Á morgun á ég að hitta doktorinn og ég efa það að steininn minn sé farinn (auðvitað á ég við demantinn sem situr fastur), en auðvitað kemur þetta allt saman í ljós á morgun. Allir að krossleggja fingur og vona með mér að demanturinn sé farinn.
Og svo er bara að koma sér í jólagírinn og skreyta skreyta skreyta meira.