mánudagur, desember 31, 2007
Upprifjun frá jan til des 2007
Nú segi ég bara GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA.
þriðjudagur, desember 25, 2007
Gleðileg jól
Annars verða þetta fín jól hjá okkur, verðum heima alla dagana, fólkið kemur bara til okkar. Luxus um jólin hhhmmmmmm.
Hafið það sem allra best um jól og áramót.
föstudagur, desember 14, 2007
10 dagar til jóla
Hilsen
laugardagur, desember 01, 2007
Minningarorð

miðvikudagur, nóvember 21, 2007
Góða ferð amma.
Ó, vef mig vængjum þínum,
til verndar, Jesú, hér.
Og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki' og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa' af hreinni náð.
Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesú minn.
Og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæslu þinni,
mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.
Góða ferð amma
Kveðja Lauga
laugardagur, nóvember 17, 2007
En eru veikindi í gangi
Elsku amma megi guð hjálpa þér, minn hugur er hjá þér öllum stundum.
Bænin til ömmi
Láttu nú ljósið þitt.
Loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
Kveðja Lauga
föstudagur, nóvember 09, 2007
Veikindi dýra
Svo er það ég, jebb nú er ég búin að taka þá ákvörðun að hætta að reykja og komin á þessi fínu lyf, sem eiga að draga úr löngun til að reykja, 3ja mán prógramm hjá mér, jey.
Reykingar mjög heilla rafta, rettuna færi ég Skafta, fáðu þér smók og sopa af kók, sjúgðu´í þig kosmískakrafta.......................... texti Stuðmanna.
16 dagar í Köben hahaha allir að telja niður.
Hilsen
laugardagur, nóvember 03, 2007
Eitt sinn skáti ávallt skáti

mánudagur, október 29, 2007
Sigling um Viðeyjarsund
sunnudagur, október 28, 2007
Veturinn er kominn :-)
Þessa helgi var ég búin að ákveða að taka því rólega, vera bara heima og taka til og ekki fara neitt. Mér tekst hins vegar ekkert í þessum þrifum, það er svo sem allt í lagi þetta hleypur ekkert frá mér. Fór á handboltamót hjá Sturlaugi á laugardag og svo í göngu í heiðmörkinni í dag, enda ekki hægt að vera inni í svona góðu veðri að þrífa.
Ég frétti líka að það er verið að undirbúa Ættarmót hjá minni fjölskyldu næsta sumar og það lítur útfyrir að ég verði ekki með þetta skipti, ég bara veit ekki hvernig ég á að höndla það. !!!!!
Þetta er svona hópur sem þú vilt ekki missa af, það hefur alltaf verið svo gaman og mikil gleði í þessum hópi, sungið, trallað og tjúttað. Og að öllum líkindum verð ég í Evrópu á þeim tíma, eða í júlí ef allt fer á þann veg. Mér finnst að ættarmótið eigi að vera í seinni part júlí eða ágúst.
Nýjar myndir á myndavefnum.
þriðjudagur, október 23, 2007
Blogg blogg blogg
miðvikudagur, október 10, 2007
Fólk er hræðslupúkar!!!!!!!!!!
laugardagur, september 29, 2007

föstudagur, september 28, 2007
Saga dagsins
mánudagur, september 17, 2007
Strætóferð
Þar sem ég þurfti að fara á fund í dag eftir vinnu, upp í Árbæ og Haukur með bílinn þá er bara ekkert annað en að taka strætó, sem er bara gott og blessað, sitja í rólegheitum í 40 mínútur, eða þannig hugsaði ég það. Eftir fundinn fékk ég vin minn til að keyra mig í mjóddina þar sem ég gæti tekið strætó beina leið heim (upp að dyrum) með leið 11. Er ég var kominn inn í vagninn, þá gaf bara bílstjórinn í botn, ekkert verið að hægja á sér í beygjum og hann var sko langt yfir hámarkshraða, maður mátti hafa sig allan við að halda sér í sætinu, ekki nóg með það þá keyrði hann í veg fyrir 1 bíl og var nærri því búinn að keyra niður 2 stelpur, og kallinn var bara á flautunni. Eftir að hafa setið í vagninum í 30 mín, þá koma inn 2 gamlar konur sem varla stóðu í fæturnar og ekki bætti það úr skák að þegar þær voru búnar að borga þá lagði kallinn af stað og þær áttu í erfileikum með að setjast í sætin, kerlingar greyin voru dauðskelkaðar á aksturslaginu þar sem hann brunaði yfir hraðahindranirnar og ég get líka alveg sagt það að ég var mjög fegin þegar ég steig út úr vagninum. Strætóferðin sem ég sá í hyllingum sem rólegheitaferð var frekar ferðu upp á líf og dauða. Held að það ætti að standa á stýrinu í strætó "Hraðinn drepur".
mánudagur, september 10, 2007
Búin að skella inn myndum
Nema að ég er búin að skella inn fullt af myndum á nýja myndavefinn, hérna hægra megin, endilega kíkið á þær.
Kveðja frá mér í letikasti.
fimmtudagur, ágúst 23, 2007
Til hamingju með daginn.
Svo amma til hamingju með daginn megi hún lengi lengi lifa. Elska þig út af lífinu.
Kveðja Lauga
sunnudagur, ágúst 19, 2007
Maraþon og menningarnótt
föstudagur, ágúst 10, 2007
Komin tími til
Nóg hefur verið að gera hjá okkur í sumar, eins og áður hefur verið skrifað, þá fór Gulli út til Austurríkis í júní, þar sem hann var hjá frænku sinni henni Evu Björk. Markús Ingi tók þátt í fótboltamóti á Skaganum og við foreldrarnir keyrðum á milli, því við fórum í brúðkaup þann laugardag sem mótið var. Erla og Gunnar Már frændi voru að gifta sig og svakalega var gaman að vera með þeim. Svo kom næsta fótboltamót sem Stulli var að spila á og með nokkra daga fyrir vara var Markús beðin um að spila með 6 flokki í Vestmannaeyjum, þannig að þá viku var í tvöföld fótboltamamma í eyjum og líka yfirfararstjóri. (ég hef aldrei neitt að gera hahaha).
Svo var að sjálfsögðu verið í vinnu þangað til í júlí (24) en þá fórum við í sumarfrí og nú erum við bara með tærnar upp í lofti og reynum að njóta þess að vera í fríi.
kv. Lauga sem hef aldrei neitt að gera, talið bara við mig og ég segi nei.
fimmtudagur, júní 07, 2007
Einkunnir á morgun
Nú er Gulli búin að vera tæpa viku í útlandinu, hann lenti í Austurríki á sunnudaginn var og er búinn að fara 3 sinnum á McDonalds, ég veit að í dag fer hann ekki þangað, því fjölskyldunni var boðið í mat hjá foreldrum Reiners híhíhí, enginn skyndibiti þar.
Annars er ég búin að heyra í honum alla dagana sem hann er búinn að vera þarna, skypið er snilld, er bara með drenginn í beinni, þannig að þetta er ekki eins erfitt og ég hélt að þetta yrði, verð nú að viðurkenna að ég var með tárin í augunum þegar ég kvaddi hann á Kastrup á sunnudaginn, erfitt að horfa á eftir frumburðinum fara út í svona svaðilför að mínu mati, en ég veit að hann er í góðum höndum hjá Evu og Reiner.
sunnudagur, júní 03, 2007
Komin heim frá kóngsins Köben
Gulli var reyndar búinn að skipuleggja ferðina hjá okkur í danaveldi, föstudag: flug, lestarferð frá flugstöðinni á lestarstöðina, Hjalta tekur á móti okkur, strætóferð heim til Hjalta, sofa. Laugardagur: vakna, strætóferð á strikið, innkaup, út að borða á Jensen's Bufhus, tivolí, heim að sofa. Sunnudagur; vakna, strætó og lestarferð á flugvöll, flug til Austurríkis. hahah svona var planið hjá Gulla. Og það var sko farið eftir því, þetta var bara fín ferð hjá okkur, nema ég er komin til Íslands og Gulli kominn til Austurríkis. Það verður gaman að fylgjast með hvernig ganga mun hjá honum.
laugardagur, maí 26, 2007
Reunion, tónleikar, fótbolti og dansýning
En áður en ég komst í þessi frábæru gleði var ég búin að syngja á tónleikum fyrr um daginn, þétt setin dagskrá hjá mér alla daga. Tónleikarnir tókust frábærlega enda kórinn orðinn þrusu góður.
Á sunnudaginum var svo fótboltamót hérna á nesinu, og auðvitað var ég í einhverri skipulagningu, en ég kom af stað kaffisölu fyrir 6.fl kk, þar sem Stulli er að fara til Vestmannaeyja og kostar alveg glás, þá er svoleiðis apparat "kaffisala" frábær fjáröflun, en ég var sko alveg skjálfandi á beinunum vegna þynnku, geri sko þetta ekki aftur.
Svo er það dansýningin hjá strákunum, mér finnst það frábært að dans sé kenndur í skólanum, drengirnir ekki feimnir að dansa við stelpurnar og bara flottir dansherra, og ég verð að segja að stelpurnar létu bara vel að stjórn. hehehe
jæja þetta er gott í bili.
6 dagar í danmerkurferð.
kv. Lauga
laugardagur, maí 12, 2007
Hlaup, Kosningar og Eurovision 2007

Þindarlausi drengurinn minn ákvað að taka þátt í Neshlaupinu, eftir miklar umræður fékk ég hann á það að hlaupa bara 3,4 km í stað 7,5 km, þar sem það var frekar mikill vindur og ekki létt að hlaupa og að ég myndi leyfa honum að hlaupa 7 km í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Það verður gaman að sjá hvort hann leggi í það.
Þar sem allir drengirnir mínir hafa verið í tónlistaskólanum í vetur, þá er búið að vera mikið um tónleika og þess háttar, og þeir hafa staðið sig mjög vel og stefnt er að því að halda þessu námi áfram. Gulli á gítar, Stulli á píanó og Markús Ingi mun að öllum líkindum fara á Selló á næsta skólaári. Hægt er að sjá nýjar myndir á vefnum, af tónleikum drengjanna :-) .
Þá er komið að eurovision, var að rifja það upp að fyrir nokkrum árum, þá sat maður heima hjá Ágústu H, og horfði á herlegheitin, það var nefnilega þannig að Ágústa á afmæli í byrjun mai, ég held meira að segja að hún eigi afmæli 4 mai, en þá var keppnin alltaf í byrjun mánaðarins, þar var setið hlegið og sungið og dáðst af flottum söngvurum, mér var mikið strítt þar "nei það var ekki í fyrra heldur í hittifyrra" og þannig fram eftir götunum "nei þessi með bláu augun" híhíhí, svakalega var gaman þá. Nú er maður bara heima að horfa og dæma, og strákarnir hafa engann áhuga þessu showi.
Jæja ætli það sé ekki best að fara að mæta á kosningastað, veit bara ekkert hvað ég ætla að kjósa, ætli ég skili ekki bara auðu.
Kv. Lauga
föstudagur, apríl 20, 2007
Bruninn í Austurstræti

Það verður að teljast sorglegt þegar hús brenna og tala nú ekki um hús með mikla sögu. Pravda, Fröken Reykjavík og Kaffi ópera urðu eldinum að bráð og við erum að tala um hús frá því um 1852 og 1801. En til að hafa langa sögu stutta þá tók Haukur frábærar myndir sem ég setti hérna inn á myndavefinn.
miðvikudagur, mars 21, 2007
Ég hef ekkert við tímann að gera!!!
Ef ég lít yfir það sem ég er að gera öllu jafna þá er tími minn ekkert dýrmætur og ég get alltaf á mig blómum bætt.
1. Hugsa um heimili og börn
2. 100% vinna
3. Flokkráð Gróttu og fjáröflunarnefnd
4. Stunda ræktina (til að komast í betra form og fá meiri orku til að sinna öllu)
5. Undirbúningsnefnd fyrir reunion
6. sýna drengjunum mínum áhuga á þeirra tónlistarnámi og íþróttum
7. varaformaður skátasambands Reykjavíkur
Þetta er dálítið þétt setin dagskrá hjá mér, og næst þegar ég er beðin um e-ð þá ætla ég mér að segja NEI, kannski að ég þurfi að fara að æfa mig í því.
Ætla að skella mér á tónleika í kvöld hjá honum Sturlaugi og fund hjá Gróttu.
Kveðja frá geitinni :)
sunnudagur, mars 04, 2007
Stór tónleikar
mánudagur, febrúar 26, 2007
Endalaus afmæli
Skellti mér á Selfoss um helgina á handboltamót, Stulli karlinn var að keppa, ekki gekk sem skyldi enda var þetta frekar skrítið mót, ef ég á að segja eins og er, helti ég mér yfir dómarfífl, sem að leyfði selfoss liðinu að gera allan fjandan, jafnvel ganga í skrokk á mótherjanum, og greyið Stulli minn fékk sko að finna fyrir því, ekki nóg með það að honum hafi verið hrynt niður, þá var hann líka tekinn hálstaki og dómarfíflið brosti bara af þessu, svo var einhver gutti ekki alveg sáttur við hvernig hann var, þá spurði dómarinn hann hvort að hann vildi ekki bara sjá um að dæma leikinn, á móti þar sem að fullt er af litlum guttum að keppa verða að vera almennilegir dómarar, þvi að þeir eiga að vera fyrirmynd. Ég var líka að pæla í því hvort að dómarar eigi að vera í gallabuxum og með derhúfi, þegar þeir eru að dæma.
Um helgina á ég víst dekurdag í World Class, þetta er sko allt partur af prógramminu, en ég veit ekki hvort ég get nýtt mér dekrið, á víst að mæta á tónleika hjá Markúsi Inga og svo að undirbúa þetta fjölskyldu afmæli á sunnudaginn, Afhverju eru ekki fleirri klukkustundir í sólarhringnum, þannig að maður gæti gert allt sem maður þarf að gera.
laugardagur, febrúar 17, 2007
10 ára afmæli
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Síðast liðnir dagar
þetta er gott í bili, ætla að fara að skipuleggja 10 ára afmæli Stulla.
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Gulli minn á leið til útlanda
Svo þessa helgi er hann að fara til Dalvíkur á skíði, svei mér þá ef drengurinn er ekki alltaf á faraldsfæti, við hin verðum bara vonandi í rólegheitum um helgina, jæja fyrir utan það að við hjónin erum að fara í útskriftargleði.
bið að heilsa í bili
Lauga
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Brjálað að gera !!!!
Ég,Palli,Ólöf og Ragna skelltum okkur austur fyrir fjall til að skoða mögulega staðsetningu fyrir árgangsmótið, svakalega var gaman að fara þetta, stoppuðum síðan á Selfossi og fengum okkur kvöldmat, þessi matur fór ekki vel í magan á mér og lá ég því daginn eftir bara í magakveisi, up and down, eintóm hamingja eða þannig, er sem betur fer öll að hressast og er tilbúin í slaginn.
Nú er bara vera dugleg að skrifa á 2 síður, vera í ræktinni, sinna börnum og heimili, reyna að komast á kóræfingu og ég má víst ekki gleyma vinnunni :-), þetta er bara heilmikið.
Svo er ég líka að hugsa um meira nám, já ég skrifaði nám, ég er að pæla í því að fara í mannauðsstjórnun, svo er fólk eitthvað að tala um að ég eigi að vera kennari, hvað finnst ykkur?, finnst ykkur ég vera kennaraleg?, ég bara veit ekki.
Vá hvað þetta getur verið erfitt.
Bið að heilsa í bili, þið sem hafið áhuga endilega kíkið á nýju heimasíðunu Gaggo Aust, linkur hér til hægri, svo eru líka komnar inn nýjar myndir.
Kv. Lauga
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Febrúar genginn í garð
Stórt spurt ekki satt?.
Jæja nú er ég að leggja í smá ferðalag, ég,Ólöf, Palli og Ragna erum að fara skoða hugsanlega staði fyrir árgangsmótið okkar (reunion), þetta verður örugglega fín ferð.
Svo að sjálfsögðu er það bæði handbolti og fótbolti framundan hjá okkur fjölskyldunni. Alltaf einhver að keppa, þannig að ég verð bara að vera tilbúin í slaginn og vera eina mamman sem er öskrandi að hvetja Gróttu áfram. Áfram Grótta !!!!!
mánudagur, janúar 29, 2007
Janúar á enda
Jæja bið að heilsa ykkur í bili. Þorrakveðja af nesinu.
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Átak
Það er sko ekki nóg með að ég sé í átaki þá erum við líka byrjuð með hundinn á námskeiði.
Svo er undirbúningshópurinn fyrir reunion byrjaður á fullu í undirbúningi, fá tilboð og fleira. gaman gaman.
sunnudagur, janúar 07, 2007
07.01.07
föstudagur, janúar 05, 2007
Gleðilegt ár !!!!!

Já gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Nú eru liðnir heilir 5 dagar af árinu og systir mín á afmæli í dag (40 ára) og svo ég eftir 2 daga, nú þá er bara árið búið í mínum huga, annars höfðu allir það gott yfir áramótin, skelltum okkur til Keflavíkur til að éta og sprengja og svo að sjálfsögðu til að vera með skemmtilegu fólki.
Eftir svona gott frí er eftir fyrir strákalinga að vakna (Markús og Haukur), ég er nefnilega búin að komast að því að það eru þrjár A manneskjur á heimilinu og tvær B manneskjur, við hin skiljum ekki svona, alltaf sama vesenið á morgnanna og á kvöldin hehehe. Lífið í hnotskurn. A+B= O